Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 27.09.2007, Blaðsíða 8

Fjarðarpósturinn - 27.09.2007, Blaðsíða 8
8 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 27. september 2007 Auglýsing í Fjarðarpóstinum borgar sig! Auglýsingasíminn er 565 3066 Á laugardaginn verður opið hús í Flensborgarskólanum kl. 13-17. Þann 1. júní s.l. var haldið upp á 125 ára afmæli skólans en þann 1. október n.k. verða liðin 125 ár frá því að skólinn var settur í fyrsta sinn og markar dagskráin um helgina og í næstu viku innan skólans lokapunktinn á þeirri dagskrá sem hefur verið í gangi á afmælisárinu. Myndlistarsýning Flensborgara Að þessu tilefni verður opnuð glæsileg myndlistarsýning í skólanum kl. 13.30 á laugar dag - inn. Þar sýna tugir mynd - listarmenn úr hópi fyrrverandi og nú verandi starfsmanna og nem - enda skólans. Á sýningunni verð ur að finna verk margra þjóð þekktra myndlistarmanna en einnig verk eftir einstaklinga sem skilgreina sig sem frí - stundamálara. Þessi sýning nær bara til hluta þeirra fjölmörgu myndlistarmanna sem hafa tengst skólanum sem nemendur eða starfsmenn á þessum 125 árum. Leiðsögn um skólann Á laugardaginn gefst gestum gott tækifæri til að skoða ný - bygg ingu skólans og þær viða - miklu breytingar og endurbætur sem standa yfir á eldri húsum skól ans. Gestum verður boðin leiðsögn um skólahúsið þar sem m.a. verður hægt að skoða nýja aðstöðu starfsbrautar og fjöl - miðladeildar sem og fjölbreytt safn skólans tengt náttúrufræði og jarðfræði. Kennarar kynna náms framboð skólans og náms - gögn. Kór skólans syngur fyrir gesti í Hamarssal kl. 14, 15 og kl. 16. Útskriftarnemar sjá um að bjóða öllum gestum þjóðlegar veit ing - ar í boði skólans. Nemendur unglingadeilda hvattir til að koma Einar Birgir Steinþórsson skólameistari segist vilja sjá sem flesta bæjarbúa og aðra gesti en hvetur sérstaklega alla eldri Flensborgara, fyrrverandi nem - endur og starfsmenn til að heimsækja skólann þennan dag. Jafn framt eru nemendur ungl - inga deilda grunnskólanna og foreldrar þeirra hvattir til að koma í heimsókn og sjá hvaða þjónustu og aðstöðu skólinn hefur að bjóða. Opið hús í Flensborgar - skólanum á laugardag Leiðsögn, myndlist, þjóðlegar veitingar, tónlist og námskynning Frá útskrift í Flensborg sl. vor L j ó s m . : G u ð n i G í s l a s o n Nýir eigendur hafa tekið við rekstri á tælenska veitinga staðn - um Síam á Dalshrauni 11. Síam var á sínum tíma fyrsti tælenski veitingastaðurinn á Íslandi og hefur staðurinn verið rekinn í Hafnarfirði í yfir 5 ár. Stofnendur Síam voru hjónin Stefanía Sigrún Björnsdóttir og Manit Saifa, en þau hafa rekið Síam (sem hét áður Bangkok) með hléum síðan árið 1985. Nýir eigendur á Síam eru þeir sömu og eiga mexíkósku veit - ingastaðina Serrano, Einar Örn Einars son og Emil Helgi Lárus - son. Áfram stendur til að bjóða uppá sama hágæða tælenska matinn sem að eig endur Síam hafa þróað síðustu 20 árin. Mikil áhersla hefur verið lögð á að viðhalda þeim háa gæðastaðli sem að fyrrverandi eigendur hafa haldið uppi. Boð ið er upp á klassíska tælenska matargerð í rólegu og notalegu umhverfi. Lengur opið Hingað til hefur staðurinn að - eins verið opinn 6 daga vikunnar kl. 18-21, en því hefur verið breytt og er staðurinn núna opinn alla daga vikunnar kl. 11.30- 21.30. Á staðnum er glæsilegur borð salur með sætum fyrir 40 manns, en einnig er hægt að taka matinn með sér. Nýir eigendur og lengri opnun á Síam Einar Örn Einarsson, annar eigenda Síam og Guðrún Margrét Guðmundsdóttir, veitingastjóri. Í sumar var sagt frá því hér í blaðinu að óprúttnir hestamenn hefðu spænt upp göngustíga við Hvaleyrarvatn og skilið allt eftir útatað í hrossaskít. Sl. fimmtudag fór ég sem oft áður upp að Hval - eyrarvatni til þess að ganga þar og njóta nátt úrunnar og kyrðar - innar sem þar er í skjóli skógarins. Sá ég mér til mikillar ánægju að búið var að laga göngu stígana. En ánægj an varaði ekki lengi því að í bakaleiðinni mætti ég hópi ríðandi kvenna og var þetta greinilega hópur frá Íshest um og með leiðsögumann í farar broddi. Ég sagði hon um(henni) að þetta væri göngu stígur fyrir fólk en ekki reið vegur. Hún brosti bara og svaraði því engu. Bæjaryfirvöld hér í Hafnar firði hafa dekrað við þetta fyrirtæki frá því að það settist að hér í bænum og lagðir hafa verið tugir kílómetra af reiðstígum fyrir þá og aðra hestamenn á meðan bærinn tímir ekki að sjá af nokkr um krónum til þess að laga slóða fyrir skógræktarfólk á sama svæði. Það verður að ætlast til þess að forsvars - menn Íshesta sjái sóma sinn í því að kynna fyrir starfs - mönn um sínum hvaða reglur gilda um um - ferð hesta í bæjar - landinu. Það er ekkert annað en frekja og ókurteisi að vaða svona yfir útivistar - svæði sem ætlað er fólki og spæna það upp og skíta allt út. Verst þótti mér að þarna áttu konur hlut að máli. Ég hef hingað til verið þeirrar skoðunar að konur stæðu karlmönnum framar á flestum sviðum, ekki síst í kurteisi og löghlíðni. En nú er sú Snorrabúð orðinn að stekk. Þekktur maður sagði einu sinni þegar honum ofbauð; Svona gera menn ekki. Einar Bollason ætti að taka þessi orð hans alvarlega. Höfundur er fv. flugumferðarstjóri. Frekir hestamenn Skipulagðar hestaferðir á göngustígum Hermann Þórðarson Actavis og Búkarestborg hafa undirritað samstarfssamning um þátttöku borgarinnar í forvarnar - verkefninu „Ungmenni í Evrópu -- gegn fíkniefnum“. Búkarest í Rúmeníu er fimmta borgin sem Actavis styrkir til þátttöku í verkefninu, en Actavis er aðal - styrktaraðili verkefnisins. Hinar borgirnar eru Sofía í Búlgaríu, Istan búl í Tyrklandi, Vilníus í Litháen og Pétursborg í Rúss - landi, en Actavis er með starf - semi í öllum fimm löndunum. Samningurinn var undirritaður í opinberri heimsókn Ólafs Ragn ars Grímssonar forseta Íslands til Rúmeníu en hann er verndari verkefnisins. Byggt á íslenskum rannsóknum Forvarnaverkefnið nefnist á ensku „Youth in Europe“ og er unnið á vegum ECAD (Europ - ean Cities against Drugs). Það er byggt á íslenskum rannsóknum sem miða að því að greina þætti sem eru líklegir til að koma í veg fyrir að ungt fólk ánetjist fíkniefnum. Verkefnið fór á stað árið 2005. Markmið þess er að rannsaka fíkniefnaneyslu ev - rópskra ungmenna, bera saman ólíkar forvarnaraðgerðir og virkja stofnanir og almenning til aðgerða gegn fíkniefnavá. Actavis aðalstyrktaraðilinn Auk þess að styrkja verkefnið í borgunum fimm kostar Actavis rannsókna- og kynningarstarf á Íslandi. Af öðrum borgum sem taka þátt í verkefninu má nefna Reykjavík, Moskvu, Osló, Hel - sinki og Stokkhólm og búist við að fleiri bætist við á næstu mán - uðum. Forseti Íslands, hr. Ólafur Ragnar Grímsson, er verndari verkefnisins og var viðstaddur undirritunina í Búkarest, en Reykja víkurborg leiðir sam - starfið. „Það er mjög ánægjulegt að við séum nú að fjölga borgum í 'Youth in Europe'. Við höfum undanfarin ár lagt forvörnum lið, bæði á Íslandi og víða um heim og er þetta framhald á góðu samstarfi við forseta Íslands og Reykjavíkurborg. Rúmenía er áhugaverður lyfjamarkaður og gerum við ráð fyrir miklum vexti Actavis þar á komandi árum. Stuðningur við samfélags - verkefni í Rúmeníu fellur því vel að okkar starfsemi á mark - aðnum,“ segir Róbert Wessman, forstjóri Actavis. Borgarstjóri Búkarest, Adriean Videanu, skrifaði undir samning um þátttöku borgarinnar í Youth in Europe, annarsvegar við ECAD og hinsvegar við Actavis. Dagur B. Eggertsson er formaður stýrihóps verkefnisins og Róbert Wessman forstjóri Actavis. Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, er verndari verkefnisins. Actavis styrkir forvarnar verk - efni í fimm borgum Evrópu Búkarest fimmta Actavis-borgin í Youth in Europe verkefninu

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.