Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 11.10.2007, Blaðsíða 4

Fjarðarpósturinn - 11.10.2007, Blaðsíða 4
4 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 11. október 2007 Víðistaðakirkja Sunnudagurinn 14. október Sunnudagskóli kl. 11.00 Skemmtileg stund fyrir börn á öllum aldri 8-9 ára starf á mánudögum kl. 15.30 10-12 ára starf (TTT) á mánudögum kl. 17.00 Unglingastarf á mánudögum kl. 19.30 Kyrrðarstundir á miðvikudögum kl. 12.00 Súpa og brauð í safnaðarheimilinu á eftir. Opið hús fyrir eldri borgara á miðvikudögum kl. 13.00 Spil, spjall og kaffiveitingar Foreldrastundir á fimmtudögum kl. 13.00 Gefandi samvera fyrir heimavinnandi foreldra. Samverustundir 10 laugardagsmorgna kl. 10.30 - 12 Kynning á ýmsum bókum. Efni laugardagsins 13. okt.: Í fjölþjóðasamfélagi Rætt um Jesse Owens og Toyohiko Kagawa Leibeinandi: María Eiríksdóttir www.vidistadakirkja.is Verið velkomin Bragi J. Ingibergsson, sóknarprestur Aðalfundur Aðalfundur foreldrafélags Lækjarskóla verður haldinn mánudaginn 15. október 2007 kl. 20. Fundurinn verður í fyrirlestrarsal Lækjarskóla Dagskrá: Skýrsla formanns, reikningar kynntir, kosning stjórnar, önnur mál Ljóst er að talsverðar breytingar verða í stjórninni, margir sem ganga út. Því hvetjum við alla sem áhuga hafa á að starfa í foreldrafélaginu að nota tækifærið og láta gott af sér leiða. Stjórnin Sigurlaug Anna Jóhannsdóttir er ein þeirra sem hefur tekið þátt í foreldrastarfi skólann hér í bæ. Hún var í foreldra ráði Lækjar skóla veturinn 2001-2002 en flutti þá til Danmerkur. Hún byrjaði aftur veturinn 2005-2006 og hefur verið í stjórn foreldrafélagsins síðan, síðasta vetur líka í foreldraráði. Hvað kom til að þú tókst að þér starf í félaginu? „Sennilega var það einhver blanda af stjórnsemi, forvitni og skyldurækni. Ég er dálítið þannig gerð að sogast að félagsmálum og ansi oft „lent“ í árshátíðarnefnd eða skemmtinefnd svo þetta kom fáum á óvart í kring um mig. Eftir að ég byrjaði hef ég tekið eftir því hvað dætur mínar eru áhugasamar um hvað ég er að gera og finnst merki - legt að ég viti stundum eitthvað meira um skólann þeirra og starfið í honum en þær. Það er mér mikils virði að þær finni að ég sé þátt - takandi í þeirra lífi og sýni því áhuga. Þó að þetta taki tíma frá fjölskyldunni þá gefur það líka mikið til baka.“ Hvaða hugmyndir hafðir þú gert þér um starf ? „Eldri dóttir mín var búin að vera í Lækjar skóla í 2 ár þegar ég byrj - aði þannig ég var búin að mæta í jóla fönd ur og á vorhátíðina sem allt af er haldin í maí. Mér óx það svo lítið í augum að taka þátt í skipulagningu svona stórra við - burða en sá fljótlega að marg ar hendur vinna létt verk. Þetta hefur gengið ótrúlega vel og verið virki - lega gaman að taka þátt í þessu.“ Í hverju felst starfið? Er það tímafrekt? Á hverju ári höfum við jóla fönd - ur, við tökum þátt í hátíðarhöldum skól ans á öskudegi og höldum vor - hátíð í maí eins og ég sagði áðan. Foreldraröltið hefur einnig verið mikilvægur þáttur af okkar starfi. Við höfum verið í góðu samstarfi með stjórnendur skólans sem og forvarnafulltrúa Hafnarfjarðar og lög reglu. Stjórn foreldrafélagsins get ur haft heilmikið um það að segja hversu mikið eða lítið hún gerir á hverju ári. Hver stjórnar - með limur getur líka tekið eins mikinn þátt í þessu og viðkomandi getur og vill. Ég hef aldrei upplifað það að þurfa að verja tíma í þetta þegar illa hefur staðið á. Það hefur verið góð verkaskipting milli okkar og þegar einn getur ekki, þá taka aðrir við.“ Gengur vel að fá foreldra til að taka þátt? „Við höfum verið heppin síðustu 2 ár með frábæran hóp af foreldr - um sem hefur verið duglegur og samhentur í því að láta þetta ganga sem best. Það vill samt brenna við að það þurfi að ganga dálítið á eftir foreldrum til að gefa kost á sér. Við höfum haft bekkjarfulltrúakerfi sem snýst um að tveir foreldrar í bekk taki sig saman á hverri önn og standi fyrir einhverju sem eflir bekkinn sem hóp. Þetta getur verið haldið í skólanum eða utan hans og höfum við heyrt um ýmsar frá - bærar hugmyndir, stórar og smáar sem foreldrar hafa verið að fram - kvæma. Í ár ætla reyndar margir úr stjórn foreldrafélagsins að draga sig í hlé og því mikil þörf á að gott fólk gefi sig fram við okkur.“ Hvaða ráð getur þú gefið þeim sem langar til að taka þátt í foreldrastarfi? „Bara setja sig í samband við okkur og bjóðast til að vera með. Það er alltaf þörf á fólki til að taka þátt í því sem við erum að gera. Foreldrafélagið í Lækjarskóla setur upplýsingar á heimasíðu skólans auk þess sem starfsfólk skólans veit hverjir eru í foreldrafélaginu og geta gefið upplýsingar um hvernig er best að ná í okkur. Best væri ef allir foreldrar gæfu kost á sér einhvern tímann á skólagöngu hvers barns, þá dreifist álagið jafnt milli foreldra og gefur öllum tækifæri til að kynnast og vera með.“ Allir foreldrar ættu að prófa að vera í stjórn foreldrafélags Sigurlaug Anna Jóhannsdóttir. Hinn geysivinsæli einleikur Bjark ar Jakobsdóttur Sellófón var frumsýndur á finnsku í Alex - ander leikhúsinu í Helsinki 27. september sl. í leikstjórn Bjarkar. Sýningin í Finnlandi hlaut lof - samlega dóma í finnsku blöð - unum. Leikritið var upphaflega frum - sýnt á Íslandi árið 2002 með Björk sjálfa í aðalhlutverki og hlaut fádæma góða viðtökur en hér gekk það í þrjú ár samfleytt og var sýnt yfir 200 sinnum. Síðan þá hefur það verið sýnt í tíu öðrum Evrópulöndum og er þetta í annað sinn sem það fer á fjalirnar í Helsinki en áður var það sýnt þar á sænsku við mjög góðar undirtektir. Gert hefur verið samkomulag um uppsetningu verksins í Rúss - landi snemma á næsta ári og kom tíu manna sendinefnd þaðan til að fylgjast með lokaæfingum og frumsýningu í Finnlandi en það sýnir fram á hversu mikið Rússar leggja í undirbúninginn. Það er þekkt finnsk leikkona sem fer með aðalhlutverkið, Sari Siikander. Hafnfirsk leiklistarútrás Sellófón sýnt í Helsinki og verður sýnt í Rússlandi! Sari Siikander. Sterar í iðnaðarhúsnæði – lögreglumenn óvelkomnir á ball Í sl. viku gerðu lögreglu menn á svæðisstöðinni í Hafn ar firði húsleit í iðnaðarhúsi, að undan - gengnum úrskurði hér aðs dóms. Í leitinni var lagt hald á um tals - vert magn stera lyfja sem grunað var að væru ætluð til sölu. Þá var um nýliðna helgi mik - ill erill hjá lögreglunni. Ítrekað voru útköll á sama veitinga stað - inn vegna ölvunar, óláta og áfloga. Þá voru einnig nokkur út köll á stórdansleik sem hald - inn var í Kaplakrika á laugar - dags kvöldið. Þar braut kona rúðu, tilkynnt var um slagsmál og höfð afskipti af aðila með fíkniefni í fórum sínum. Lög - reglu menn, sem fóru til eftirlits á staðinn og hugð ust kanna með leyfa mál og aldur gesta, voru ekki boðn ir velkomnir af for - svars mönn um dansleiksins. Þá hefur að undanförnu verið nokkuð um útköll í versl unar - miðstöðina Fjörð vegna óláta í unglingum. Þarna hafa ungl ing - ar verið að leika sér á hjóla - brettum innandyra og hefur öryggis vörður verslunar mið - stöðvarinnar ítrekað þurft að kalla eftir aðstoð lögreglu. Auglýsing í Fjarðarpóstinum borgar sig! Auglýsingasími: 565 3066

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.