Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 11.10.2007, Blaðsíða 6

Fjarðarpósturinn - 11.10.2007, Blaðsíða 6
Hilmar Þór, starfsmaður hjá Skipaþjónustu Ís lands segir marga hafa for vitnast um 50 ára gamlan lóðsbát sem félagið hefur fest kaup á í Dan mörku og var verið að mála í Drafnarslipp fyrir skömmu. Öll málning hafði verið hreinsuð af honum í Reykjavík og í Drafnarslipp fékk hann þennan sérstaka gula lit sem dregið hefur athyglina að sér. Skipaþjónusta Íslands sinnir, eins og nafnið gefur til kynna, ýmissri þjónustu við skip í höfnum og í slipp, vaktir og viðhald. 6 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 11. október 2007 Gamall lóðs vakti athygli í slipp L j ó s m . : G u ð n i G í s l a s o n Þeir sem aka um Vesturgötuna sjá að víða er komið gler í glugga í nýbyggingunum á Norður bakk- anum. ÍAV er eitt þeirra fyrir - tækja sem þarna byggja og nú hefur verið sett í sölu fyrstu tvö húsin af fjórum sem fyrir tækið byggir þar. Fyrirtækið hef ur langa reynslu í byggingu íbúðar - húsnæðis víða um land og sem dæmi má nefna að ÍAV byggði vel heppnaðar íbúðir fyrir 60 ára og eldri að Herjólfsgötu 36-40 hér í bæ. Hjá fyrirtækinu starfa um 590 manns og svipaður fjöldi vinnur fyrir fyrirtækið á vegum undirverktaka. Staðsetning húsanna á Norður - bakkanum er frábær, við sjávar - síðuna mót suðri rétt í göngufæri við miðbæ Hafnarfjarðar. Þau verða á fjórum til fimm hæðum með lyftu sem gengur niður í sam eiginlegan bílakjallara en sérstæði í bílageymslu fylgir hverri íbúð. Húsin verða mjög vönd uð í alla staði, klædd við - halds lítilli álklæðningu og að hluta til með harðviði. Gluggar verða álklæddir timburgluggar en íbúðunum verður skilað alveg full búnum með parketi á gólfum en baðherbergis- og þvotta - húsgólf verða flísalögð. Eyjólfur Gunnarsson, fram - kvæmdastjóri hjá ÍAV segir að nú hafi verið ákveðið að skila íbúðunum alveg fullbúnum, líka með gólfefnum sem tryggi vand - aðan frágang og skjótari inn - flutning íbúanna. Húsin eru hönnuð og teiknuð af hafnfirsku arkitektastofunni Batt - eríinu en stofan gerði deiliskipu - lagið og þekkir því vel alla mögu - leika sem skipulag hverf is ins býð ur uppás. Lögð var áhersla á að hafa íbúðirnar stórar og bjartar og ná gluggar niður í gólf sem hleypa inn mikilli birtu. Hönn - unin er nýtískuleg og eru m.a. mik ið notaðar rennihurðir í íbúð - unum. Þá er lofthæð meiri heldur en gengur og gerist til að auka gæði íbúðanna að sögn Eyjólfs. Að ýmsu öðru hefur verið hug - að með það að markmiði að bæta þægindi og öryggi íbúanna. Þannig verður hugað sérstaklega að hljóðeinangrun með tvöföld - um upphituðum gólfum, mynd - dyrasími er í húsinu, bruna við - vörunarkerfi, loftskiptakerfi, snjó bræðslukerfi í göngustígum og tvennar svalir með vind skerm - um verða með flestum íbúð um. Innréttingar verða spón lagðar og hægt að velja á milli þriggja viðartegunda og heim ilis tæki verða vönduð. Við hönnun lóða er lögð rík áhersla á snyrtilegan frágang og nota gildi en fyrirtækið leggur mikinn metnað í vel hannaðar lóðir og hefur fengið mörg verð - laun fyrir þær, m.a. frá Hafnar - fjarðarbæ fyrir húsin á Herjólfs - götu. Á þaki bílakjallara er sam - eigin legur garður með leik svæði garðbekkjum og púttvelli en þar er útsýnið stórkostlegt. Að sögn Eyjólfs verða fyrstu íbúðirnar tilbúnar í maí á næsta ári, í 8 íbúða húsi á Norðurbakka nr. 15 en í október að ári verða 30 íbúðir tilbúnar í húsinu nr. 17. Á milli þessara húsa er hið sögufræga kennileiti Fiskaklettur sem er friðaður en hann var út - vörður hafnarinnar frá fornu fari. Eyjólfur segist m.a. höfða til fólks í sérbýli sem vill fá rúm - góða og vandaða íbúð en íbúð - irnar í húsunum eru frá 2-4ra her bergja en flestar íbúðirnar eru 3ja herbergja. Verðið er frá um 27 -51 milljónum kr. eftir stærð og staðsetningu íbúðar. Skemmtileg lóð er á milli húsanna. Litað gler í svalahandriðum er notað til að skapa skemmtilegan og líflegan blæ á húsin. Glæsileiki við sjávarsíðuna ÍAV setur íbúðir á Norðurbakka á sölu Umræðufundur með hjólabrettaiðkendum Starfshópur um bætta aðstöðu hjólabrettaiðkenda auglýsir opinn umræðufund með hjólabrettaiðkendum, foreldrum og áhugafólki laugardaginn 13. október kl. 14.00 í Gamla bókasafninu, Mjósundi 10. Allir áhugasamir hvattir til að mæta! Málþing um brjóstakrabbamein í Hafnarborg Þriðjudaginn 16. október kl. 20 á vegum Samhjálpar kvenna, Krabbameinsfélags Hafnarfjarðar og Krabbameinsfélags Reykjavíkur. Dagskrá: Jóna Einarsdóttir leikur létt lög á harmónikku Léttar bleikar veitingar Staða mála og nýjungar í meðferð Helgi Sigurðsson, prófessor flytur erindi Reynslusögur Halla M. Hallgrímsdóttir Magnea S. Ingimundardóttir Ragnheiður Gröndal syngur Fundarstjóri: Sigþrúður Ingimundardóttir Málþingið, sem er öllum opið, er hluti af árveknisátaki um brjóstakrabbamein þar sem frætt er um sjúkdóminn og konur hvattar til að nýta sér boð Leitarstöðvar Krabbameinsfélagsins um röntgenmyndatöku. Styrktaraðilar: ● Estée Lauder ● Hafnarfjarðarbær ● Roche Á innfelldu myndinni má sjá allsérstakan drifbúnað skipsins.

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.