Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 11.10.2007, Blaðsíða 8

Fjarðarpósturinn - 11.10.2007, Blaðsíða 8
2 Hafnarfjarðarkirkja Fimmtudagur 11. október 2007 Helgihald í Hásölum Strandbergs Helgihald Hafnarfjarðarkirkju fer nú fram í Hásölum Strand­ bergs. Þar eru guðsþjónustur haldnar hvern helgan dag og hefj­ ast kl. 11. Fyrsta sunnudag í mánuði syngur Barbörukórinn í Hafnarfirði. Annan sunnudag í mánuði er fjölskylduhátíð. Þá syngja barna og unglingakórar kirkjunnar. Sama dag fer fram kvöldbarnamessa. Þá leika og syngja Gleðigjafar, hljóm­ sveit Hafnarfjarðarkirkju eða önnur áþekk hljómsveit. Þriðja sunnudag í mánuði syngur Kammerkórinn A Cappella. Fjórða sunnudag í mánuði koma gestir í heimsókn og annast tónlistarflutning með Guðmundi Sigurðssyni kantor sem stjórnar jafnan allri tónlist nema í kvöldmessum. Jólavaka við kertlajós Jólavaka við kertaljós fer fram svo sem endranær 3. s.d. í aðventu sem ber upp á 16. desember. Að þessu sinni fer hún fram í Hásölum Strandbergs. Ræðumaður verður Lúðvík Geirsson bæjarstjóri. Barbörukórinn í Hafnarfirði og Kammerkórinn A Cappella undir stjórn Guðmundar Sigurðssonar kantors flytja fjölbreytta aðventu­ og jólatón­ list ásamt hljóðfæraleikurum. Haustmessa í Krýsuvíkurkirkju Haustmessa verður haldin í Krýsuvíkurkirkju á þessu 150 ára afmælisári hennar sunnnudaginn 21. október kl. 14. Sætaferð verður frá Hafnarfjarðarkirkju kl. 13. Eftir mes­ suna er boðð til messukaffis í Sveinssafni. Um 250 manns sóttu hátíðarguðsþjónustu í Krýsuvíkurkirkju á hvítasun­ nudag 27. maí á 150 ára vígsluafmæli hennar. Flestir sátu utandyra í blíðskaparveðri og tóku þátt í messunni sem var útvarpað þangað. Þorleifur Hauksson las upp nýort ljóð eft­ ir Matthías Johannessen. Munu Ósánir Akrar Vaxa við tón­ list Atla Heimis Sveinssonar sem jafnframt samdi tónlist við messuliði sem þekktir tónlistarmenn fluttu. Fjöldi manns sótti messukaffi í Sveinssafni þar sem listflutningurinn var endurtekinn. Munu Ósánir Akrar Vaxa Lokaerindin Moldhlý er jörðin, mosgrænn blær af fjalli mjúkhentur dagur við vatnsins öldunið, eilífðin þagnar, þögn við dauðans klið. Sól rís til himins, horfir eins og falli himneskur dagur, nýr að ösku og gjalli þangað sem hugarveröld vatnsins býr, þangað sem lífið einatt aftur snýr og jörðin föndrar glöð við sína liti og án þess nokkur undrist það og viti, hér er þinn guð og vinnur vorið að þeim veruleika sem er eins og hniti þríein sól um þennan grýtta stað, líkast því sem lífið endurriti leiftrandi von á dauðans minnisblað. Matthías Johannessen Komið til messu í Krýsuvíkurkirkju. Sr. Þórhallur Heimisson og dr. Gunnar Kristjánsson prófastur. Hanna og Matthías Johannessen og Atli Heimir ganga til altaris. Sr. Þórhildur Ólafs og sr. Gunnþór Þ. Ingason þjóna. Messugestir fyrir utan Krýsuvíkurkirkju.

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.