Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 11.10.2007, Blaðsíða 9

Fjarðarpósturinn - 11.10.2007, Blaðsíða 9
Hafnarfjarðarkirkja 3Fimmtudagur 11. október 2007 Djákni til þjónustu á St. Jósefsspítala- Sólvang Sunnudaginn 25. febrúar vígði hr. Karl Sig­ urbjörnsson biskup Guðbjörgu Ágústsdótt­ ur sem djákna á St. Jóssefspítala –Sólvang. Dr. Gunnar Kristjánsson prófastur setti hana inn til þjónustunnar í Geisla kapellu Sólvangs, sunnudaginn fyrir hvítasunnu 20. maí á liðnu vori. Guðbjörg djákni tengist formlega í starfi sínu Hafnarfjarðarkirkju. Hún er boðin hjartanlega velkomin til helgrar kærleiks og djáknaþjónustu og óskað blessunar Guðs í lífi og starfi. Fullorðinsfræðsla Nú á haustmisseri eru hin vinsælu fjölskyldunámskeið sem sr. Þórhallur Heimisson annast enn í boði svo og einnig nám­ skeið þar sem fjallað er um gildi og sérstöðu kristinnar trúar undir heitinu. ,,Hvað viltu mér Kristur?” Gestafyrirlesarar koma að því námskeiði. Sr. Þórhallur veitir upplýsingar um þessi námskeið. Netfang: thorhallur.heimisson@kirkjan.is Fjórða Strandbergsmótið í skák Fjórða Strandbergsmótið í skák þar sem Æska og Elli, skák­ menn 60 ára og eldri og upprennandi skákmenn 15 ára og yngri tefla, verður haldið í Strandbergi helgina 27.­28. okt. Mótið sjálft fer fram á laugardeginum kl. 13­16:30. Á sunnu­ deginum verður skákmessa kl. 11. Eftir hana er skákmönn­ um og fylgdarliði boðið til hádegisverðar og verðlaunaf­ hendingar. Strandbergsmótið endar á fjöltefli við Helga Ólafsson skákmeistara. Góðir gestir í kirkju kveikja á bænakertum. Börn í fjölskyldumessu. Kvenfélag Hafnarfjarðarkirkju. Kvenfélag Hafnarfjarðarkirkju heldur haustfund laugardag­ inn 27. október n.k. í rútu á leið á Suðurnesin. Þar verður kertagerð skoðuð og fleira merkilegt. Lagt verður af stað frá Strandbergi kl. 11:00. Jólafundur fer fram 1. sunnudag í aðventu 2. desember. Tímasetning auglýst síðar. Göngu­ hópur sem kvenfélagskonur hafa stofnað hittist í safnaðar­ heimilinu kl. 10:15 á sunnudagsmorgnum og fer í létta gönguferð í miðbænum fyrir messu. Allir eru hjartanlega velkomnir. Magnea Þórsdóttir formaður. Sími: 8478081 Á tindi Helgafells í göngumessu. Kvenfélagskonur á ferð á Eyrabakka. Gleðigjafar. Á fræðslufundi um fíknefnavarnir. Prestar og nýfermd börn. Í skógarrjóðri í Vatnaskógi.

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.