Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 18.10.2007, Blaðsíða 3

Fjarðarpósturinn - 18.10.2007, Blaðsíða 3
www.fjardarposturinn.is 3Fimmtudagur 18. október 2007 Hvað er svona merkilegt að vera karlm aður? Þá geturðu kom ið og sungið m eð skem m tilegum körlum í góðum kór! Þessir svara í sím ann: Eyjólfur 863-2803 Jakob 840-0551 K olli 893-6109 K ristján 840-0825 1 9 1 2 Þ R ES TIR Flatahrauni 21 - Hafnarfirði Frá árinu 2003 hefur athvarfið Lækur verið rekið í Hafnarfirði. Athvarfið er ætlað fólki sem á við geð rask anir að stríða og er samstar fsverkefni Hafn arfjarðardeildar Rauða krossins, Hafn - arfjarðarbæjar og Svæð is skrifstofu um mál efni fatlaðra á Reykjanesi. Nýlega tryggðu þessir aðilar rekstur athvarfsins með samningi til næstu þriggja ára, þannig er því fólki sem á við geðraskanir að stríða tryggt mikilvægt úrræði sem getur skipt sköpum í lífi þeirra. Í Læk er rekið metnaðarfullt starf sem miðar að því að styðja gesti athvarfsins og gera þá virka í daglegu lífi. Gestakomur í athvarfið hafa sýnt að þörfin fyrir úrræði eins og Læk var brýn. Í Læk ríkir notalegt og heimilis - legt andrúmsloft enda athvarfið á einum af fallegri stöðum bæjar - ins. Eins og áður var nefnt sækja margir Læk og gestum hefur fjölgað ár frá ári. Nú er komið að tímamótum og vilja menn nú auka þjónustuna með laugar - dags opnunum. Í öðrum athvörf - um Rauða krossins í Kópavogi, Reykjavík og á Akureyri hafa sjálfboðaliðar séð um helgar opn - anir. Því viljum við hér í Hafnar - firði fara sömu leið og biðla til sjálfboðaliða um að taka þátt í þessu verkefni með okkur. Að byggja á sjálfboðnu starfi er í anda Rauða kross hreyfingar innar en allt starf henn ar er borið upp af sjálfboðaliðum þar sem menn krefjast engr ar þóknunar fyrir störf sín annarar en þeirrar vitn eskju að þeir séu að láta gott af sér leiða. Í Læk ráðgerum við að koma á fót hópi sjálfboðaliða sem sér um laugar dagsopnanir og er miðað við að hver og einn vinni að meðaltali einn laugardag í mánuði. Allir sjálfboðaliðar fá sérstaka fræðslu og þjálfun til að undirbúa sig fyrir þátttöku í verkefninu. Þeirra hlutverk er að spjalla við gesti og bjóða uppá kaffi og notalegt andrúmsloft. Vilji til góðra verka er allt sem þarf. Við hvetjum því þá sem áhuga hafa á að slást í hópinn til að hafa samband við okkur. Fólki gefst nú einstakt tækifæri til að vera með í verkefninu allt frá upphafi. Við höfum öll tíma til að láta gott af okkur leiða einu sinni í mánuði. Allar nánari upplýsingar um verkefnið má fá á skrifstofu Rauða krossins í Hafnarfirði í síma 565 1222. Lækur – athvarf fyrir fólk með geðraskanir Ingibjörg Ásgeirsdóttir Opið hús hjá Rauða krossinum Strandgötu 24 í dag til kl. 20. Bæjarbúar velkomnir, heitt kaffi á könnunni. Víðistaðakirkja Sunnudagurinn 21. október Sunnudagskóli kl. 11.00 Skemmtileg stund fyrir börn á öllum aldri. Umsjón: Guðmunda, Bryan, Halla, Jóhann og Hafsteinn. Guðsþjónusta kl. 13.00 Tónlistarflutningur: Kór Víðistaðasóknar Stúlknakór Víðistaðakirkju Sigurður Skagfjörð Veitingar, kynning á safnaðarstarfi og tónleikar í safnaðarsal á eftir Samverustundir 10 laugardagsmorgna kl. 10.30 - 12.00 Kynning á ýmsum bókum. Efni laugardagsins 20. okt.: Strandarkirkja Leibeinandi: María Eiríksdóttir www.vidistadakirkja.is Verið velkomin! Bragi J. Ingibergsson, sóknarprestur Engidalsskóli er forystuskóli í umhverfis- og útikennslu í Hafnar firði. Lögð er áhersla á að efla umhverfisvitund nemenda með útikennslu, útiveru og vett - vangsferðum. Þannig læra nem - end ur að bera virðingu fyrir um - hverfi sínu. Tengsl við náttúruna eru okkur öllum mikilvæg. Útivist og náttúru skoðun er þáttur sem for - eldrar allra bekkja skólans eru hvat tir til að stunda með börnum sínum. Í lok september fóru nem endur og foreldrar 5. BB í haustgöngu í Búrfellsgjá. Engi - dalsskóli stendur á hrauni sem rann úr Búrfelli fyrir um 7200 árum og markmiðið var að kanna eldstöðina. Það var hress - andi að ganga í rigningunni, skoða hraunið og njóta haust - litanna í fallegu umhverfi. Njótum náttúrunnar í nágrenni Hafnarfjarðar Nemendur í 5. BB í Engidalsskóla í Búrfellsgjá. Hvasst á toppnum. Hafnarfjarðarbæ hafa borist undirskriftalistar frá félögum í Safnaðarfélagi St. Jósefskirkju í Hafnarfirði þar sem mótmælt er harðlega fyrirhugaðri sölu og skipulagsbreytingum á lóð St. Jósefskirkju. Bent er á að í sam - komulagi við Hafnarfjarðarbæ frá 9. júní 1993 sé gert ráð fyrir að núverandi stærð kirkju lóðar - innar verði nýtt til framtíðarþarfa krikjunnar. Segir í mótmælunum að safn - aðarheimilið rúmi ekki þá miklu og fjölbreyttu starfsemi sem þarna fari fram á vegum kirkj - unn ar og verði deili skipulagið sam þykkt og hluti lóðarinnar seldur verði möguleiki á auknu æskulýðsstarfi brostinn. Það athyglisverða í þessu máli er að Kaþólska kirkjan, biskups - embættið stendur að sölu á bygg - ingarréttinum og ósk um skipu - lagsbreytingu á lóðinni og fram hefur komið í erindi em bættisins að þetta sé gert til að mæta erfiðri fjárhagsstöðu em bættisins. Safnaðarfélagsmenn í andstöðu við biskupsembættið Mótmæla öllum breytingum á lóð kirkjunnar

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.