Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 18.10.2007, Blaðsíða 6

Fjarðarpósturinn - 18.10.2007, Blaðsíða 6
6 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 18. október 2007 Eldsneytisverð 17. október 2007 í Hafnarfirði: Sölustaður 95 okt. dísil Atlantsolía, Kaplakr. 124,4 124,3 Atlantsolía, Suðurhö. 124,4 124,3 Orkan, Óseyrarbraut 124,3 124,2 ÓB, Fjarðarkaup 124,4 124,3 ÓB, Melabraut 124,4 124,3 Skeljungur, Rvk.vegi 126,2 126,1 Öll verð miðast við sjálfs af greiðslu og eru fundin á vef síð u olíufélaganna. N1 gefur ekki upp verð á heimasíðu. Að auki getur verið í boði sérafsláttur. Kistur • Krossar • Sálmaskrár • Duftker • Blóm • Fáni • Gestabók • Erfidrykkja • Prestur Kirkja • Legstaður • Tónlist • Tilkynningar í fjölmiðla • Landsbyggðarþjónusta • Líkflutningar Flatahraun 5a • www.utfararstofa.is Vaktsími: 565 5892 & 896 8242 • Sólarhringsvakt Komum heim til aðstandenda ef óskað er Bryndís Valbjarnardóttir ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR Það sem hafa ber í huga varðandi andlát og útför Hermann Jónasson Geir HarðarsonSverrir Einarsson Barmmerki við öll tækifæri www.barmmerki.tk Frábær árangur með Herbalife Ráðgjöf og eftirfylgni. Fríar prufur Þyngdarstjórnun - Aukin orka Gerður Hannesdóttir sjálfst. dreifingaraðili. 865 4052 • 565 1045 • ghmg@simnet.is Hvítt fallegt Ikea rúm til sölu, 90x200 cm, vel með farið, selst á lágu verði. Nánari upplýsingar í síma 693 8978. Rúmdýna, undirdýna frá Betra baki til sölu. Mjög lítið notuð stærð 200x 152 cm. Verð kr. 12 þús. Uppl. í s. 554 5716. Þú getur sent smáauglýsingar á: a u g l y s i n g a r @ f j a r d a r p o s t u r i n n . i s e ð a h r i n g t í s í m a 565 3066 A ð e i n s f y r i r e i n s t a k l i n g a , e k k i r e k s t r a r a ð i l a . V e r ð a ð e i n s 5 0 0 k r . Ta p a ð - f u n d i ð o g f æ s t g e f i n s : F R Í T T R e k s t r a r a ð i l a r : F á i ð t i l b o ð í r a m m a a u g l ý s i n g a r ! Til sölu Rakel 869 7090 • Sindri 861 7080 • www.kolbrunrakel.is Næring + Hreyfing + Fræðsla = Árangur Sjálfstæðir dreifingaraðilarHERBALIFE Aðalfundur Samfylkingarinnar í Hafnarfirði er í kvöld, fimmtudaginn 18. október nk. 20 Fundarefni: Venjuleg aðalfundarstörf samkvæmt lögum Samfylkingarfélags Hafnarfjarðar. Stjórn Samfylkingarinnar í Hafnarfirði Bólusetning gegn inflúensu er virka daga milli klukkan 11.00 og 16.00 Ekki þarf að panta tíma Hverjum er einkum ráðlagt að láta bólusetja sig: • Öllum sem orðnir eru 60 ára • Öllum, bæði börnum og fullorðnum, sem þjást af langvinnum hjarta-, lungna-, nýrna- og lifrarsjúkdómum, sykursýki, illkynja sjúkdómum og öðrum ónæmisbælandi sjúkdómum. Þeir sem tilheyra ofangreindum hópum fá bóluefnið sér að kostnaðarlausu en greiða komugjald. Aðrir greiða 600 krónur fyrir bóluefnið auk komugjalds. Fyrirtæki sem panta bólusetningu fyrir starfsfólk sitt þurfa að senda inn nafnalista á: brynja.d.sverrisdottir@fjordur.hg.is eða faxa í númer 540 9420 Frekari upplýsingar eru á vef Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins: www.heilsugaeslan.is Heilsugæslan Fjörður, Fjarðargötu 13-15 FJÖRÐUR Atburðirnir í borgarstjórn Reykja víkur í síðuðstu viku sem leiddu til slits meirihlutasamstarfs Framsóknarflokks og Sjálf - stæðisflokks og mynd - un nýs meirihluta undir forustu Dags B. Egg - erts sonar oddvita Sam - fylk ingarinnar, eins - kon ar endurreisn R- list ans, hafa vakið at - hygli landsmanna meira en nokkuð annað að undanförnu. Deil - urnar um framgöngu stjórn ar Orkuveitu Reykja víkur (OR) um sam ein - ingu „útrásarfyrirtækjanna“ Geys ir Green Energy (GG) og Reykja vík Energy Invest (REI) sem var í eigu OR eru ástæðan fyrir þessum atburðum. Vakið hefur athygli skelegg framganga Svandísar Svavarsdóttur (VG) og hörð viðbrögð Dags B. Eggerts - sonar (SF) ásamt yfirvegaðri og öruggri framkomu Björns Inga Rafnssonar oddvita Framsóknar, á meðan að fulltrúar Sjálf stæðis - flokksins í borgarstjórn hafa virkað óöryggir og ósammála um flesta hluti. Þarna er einhver klaufa gangur að verki. Það sem aftur á móti skiptir sköpum fyrir okk ur Hafnfirðinga er hvað verð - ur um hlut okkar í Hitaveitu Suð - urnesja (HS) er fram líða stundir. Það voru ekki neinar deilur um þá ákvörðun bæjarstjórnar Hafnar - fjarðar um sameiningu Rafveitu Hafn arfjarðar (RH) og HS á sín - um tíma. En síðan hafa skipast veður í lofti. GG (einkafyrirtæki) hef ur fengið að kaupa hlut í HS og síðan hafa GG og REI, fyrir - tæki sem var stofnað af OR, sam - einast og einkaaðilum heimilað að kaupa hlut í því fyrirtæki. REI er svokallað „útrásarfyrirtæki“ sem ætlað er að taka þátt í áhættu - fjárfestingum erlerndis. Uppi hafa verið hugmyndir um sölu hluts Hafnarfjarðar til OR sem aftur á móti ætlar (eða hefur) selt þennan hlut til einkaaðila. Þessi mál eru of flókin til þess að venjulegt fólk fái skilið þau öfl sem þarna eru að verki. Ég ætla því ekki að reyna að út - skýra þau. En það sem snýr að okkur Hafn - firðingum að þessu leyti er t.d. sá mögu - leiki að RH sem sameinaðist HS geti eftir að HS eða REI hafa verið seld einkaaðilum lent í rass - vas anum á einhverjum kvóta - erfingja eða bankafjárfesti og að við Hafnfirðingar höfum ekki leng ur neitt yfir okkar eigin orku - lindum að segja. Þarna er einnig um að ræða yfirráð yfir orku lind - um okk ar í Krýsuvík og annars stað ar í bæjar landinu. Það er bjarg - föst skoðun undirritaðs að orkulindir eigi að vera í eigu fólks - ins í land inu, ríkisins og sveit ar - félag anna. Ef það er talið fýsilegt að taka þátt í áhættu fjár festingum er lendis með stofnun dóttur fyrir - tækja eins og REI með aðild einka aðila þá á það að vera háð sam þykki við kom andi sveit ar - stjórna. Ef við leyfum einka aðil - um að eignast hluti í orku fyr ir - tækjunum þá endar það á einn veg; þessir fjár sterku aðilar eign - ast orkulindirnar og þar með erum við búin að búa til nýtt kvótakerfi fyrir eigendur auðmagns í land inu. Viljum við það? Hver er vilji bæjarstjórnar Hafnarfjarðar í þessu máli? Hvað ætlast hún fyr ir? Hvað viljum við Hafn firð ingar? Höfundur er fv. flugumferðastjóri. Klúður í borgarstjórn — Hans klaufi að verki? Hermann Þórðarson Skádeild Hauka stendur vel að vígi eftir fyrri hluta Íslandsmóts Skákfélaga sem lauk um helgina. A- sveit Hauka er í 3. sæti í 1. deild eftir að hafa leitt deildina fyrstu 2 umferðirnar af 4 sem að tefldar voru um síðustu helgi. B- sveitin er í 2. sæti í 2. deild og á góða möguleika á að komast upp í 1. deild að ári. C sveitin er svo í 5. sæti í 4. deild og á einnig góða möguleika á að færast upp um deild. Skákdeild Hauka sendi 5 sveit - ir til leiks og var aðeins eitt félag sem að sendi fleiri lið til keppni að þessu sinni. Taflfélag Reykjavíkur leiðir Íslandsmótið með 3½ vinninga forskoti og A- sveit Hellis er í öðru sæti með jafn marga vinninga og Haukar. Síðari umferðin verður tefld í marsbyrjun. Gott gengi skákdeildar Hauka L j ó s m . : G u ð n i G í s l a s o n Auglýsing í Fjarðarpóstinum borgar sig! Auglýsingasíminn er 565 3066 Toyota Carinu stolið Notaði skilríki bróður síns og var færður á lögreglustöðina Nýliðin helgi var nokkuð erilsöm hjá lögreglunni um helg - ina. Tveir bílar voru teknir ófrjálsri hendi í bænum. Önnur bif reiðin var stolin í Áslandinu en hin í miðbænum. Önnur bif reið in fannst sl. mánudag í Suður bænum en hinnar bif reið ar innar er enn saknað. Bifreiðin ber skráningar - númerið MZ-301 og er af gerð - inni Toyota Carina. Þá var brotist inn í tvær bif reiðar á Álfaskeiði og geisla spil ari tekinn úr annarri bifreiðinni. Á laugardagskvöldið hafði lög reglan afskipti af 17 ára ungl ings pilti á veitingastað í Hafnar firði. Pilturinn framvísaði skil ríkj um eldri bróður síns við lögreglu. Hann var færður á lög reglu stöðina þang að sem for - eldr ar hans sóttu hann. Pilturinn hafði neytt áfengis. Þá voru alls 5 útköll um helg ina vegna slagsmála á veitinga stöðum og í heimahúsum. Flest voru málin minniháttar en eitt þó alvarlegt þar sem glas var brotið á höfði manns á veitingastað í bænum.

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.