Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 18.10.2007, Blaðsíða 7

Fjarðarpósturinn - 18.10.2007, Blaðsíða 7
Er rætt var um mót - væg is aðgerðir ríki - stjórn arinnar var aldrei minnst á fórnir íslenskra sjóm anna eða fiskverka - fólks. Það var ekki einu orði minnst á sjómenn hversu mikið tekjutap þeirra yrði við minnkun fiski kvótans, hvað veldur ? Mér finnst það ís lenskri þjóð til skammar að þetta skuli vera skilningur íslenskra stjórnvalda á störfum sjómanna. Ég er sann - færður um að störf sjómanna í gegnum áratugina hafi stuðlað fyrst og fremst að því þjóðfélagi sem við þekkjum í dag. Er þetta þakklætið til þeirra er hafa fórnað öllum sínum kröft um til þeirrar velmegunar er við þekkjum í dag? Það er ekki minnst á að bæta sjómönnum tekju tapið, eiga þeir ef til vill að fara á ríki og sveitarstyrki ? Er það þakklætið, fyrir þeirra fram lag til íslensks velferðar - þjóðfélags? Eins og þetta blasir við mér og þeim er aldir eru upp við sjávarbyggðir landsins og þeim er áttu feður er fórnuðu lífi sínu og lögðu líf sitt í hættu, meðal annars á stríðstímum þeir eru bara gleymdir af ríkis stjórn - inni. Nei íslenska ríkisstjórnin ætti að skammast sín fyrir þessar svonefndu mót væg - is aðgerðir gagn vart íslenskum sjó mönn - um og fisk - verkarfólki. Manni finnst hinni íslensku ríkisstjórn ekki sjálfrátt í þess - um efnum. Höfundur er flokksstjórnar maður í Samfylkingunni. Hugsað upphátt Jón Kr. Óskarsson Stúlka í ökukennslu varð fyrir því óláni að stórskemma Benz bifreið ökukennara síns er bifreiðin lenti á framhjóli stórrar vörubifreiðar á FH-torgi sl. fimmtudag. Kennslubifreiðinni var ekið á innri akrein og hugðist beygja inn á Fjarðarhraun er hún lenti á vörubifreiðinni sem var á hægri akrein. Mjög algengt er á þessu hringtorgi að menn virði ekki rétt þeirra sem eru á innri akrein, ekki síst þeirra sem ætla að beygja inn á Bæjarhraunið enda hafa árekstrar þar verið tíðir. Úrslit: Handbolti Konur: Fylkir - Haukar: 18-24 Valur - FH: 35-20 Haukar - Stjarnan: 16-18 Karlar: FH - Haukar 2: 33-23 Haukar - Stjarnan: 30-37 Þróttur - FH: 25-40 Körfubolti Konur: Hamar - Haukar: (miðv.dag) Haukar - KR: 74-71 Næstu leikir: Handbolti 19. okt kl. 19.15, Kaplakriki FH - Selfoss (1. deild karla) 19. okt. kl. 21, Ásvellir Haukar 2 - Þróttur (1. deild karla) 19. okt. kl. 20. Varmá Afturelding - Haukar (úrvalsdeild karla) Körfubolti 19. okt kl. 20, Smárinn Breiðablik - Haukar (1. deild karla) 24. okt. kl. 19.15, Ásvellir Haukar - Fjölnir (úrvalsdeild kvenna) Nýr haust- og vetrarlisti frá ClaMal ClaMal er kvenfatalisti frá Danmörku og hefur aðallega verið kynntur í heima kynn - ingum en ClaMal er einn ig með verslun að Reykja - víkurvegi 66 í Hafnarfirði. Fötin frá ClaMal eru stíluð fyrir konur 20 ára og eldri í stærðum 36-58. Lögð er áhersla á að bjóða upp á þægi - leg, vönduð en umfram allt flott föt sem hægt er að blanda sam an á óendanlega margan hátt. Hægt er að fá nýja haust og vetrarlistann í verslun ClaMal- Freemans en einnig er hægt að panta listann www.clamal.is og í síma 565 3900. Pöntunarlínan er opin alla daga vikunnar frá kl. 10 til 18. www.fjardarposturinn.is 7Fimmtudagur 18. október 2007 Íþróttir 50 ára Guðni Gíslason, ritstjóri Fjarðarpóstsins, varð fimmtugur 16. október sl. Hann verður með opið hús fyrir skemmtilegt fólk á heimili fjöldkyldunnar frá kl. 17 á laugardaginn og fram eftir kvöldi. STRAUMLAUST Tilkynning til rafmagnsnotenda í Hafnarfirði, Álftanesi og hluta Garðabæjar, vestan lækjar: Vegna lagningar 132 kV strengs í stað loftlínu í Vallarhverfinu, verður straumlaust aðfaranótt föstudagsins 19. október kl. 04.00 í stutta stund. Beðist er velvirðingar vegna truflana sem þetta kann að valda. Ökunemandi í árekstri L j ó s m . : G u ð n i G í s l a s o n Það voru um 70 manns í Gamla bókasafninu á laugar - daginn þegar Hafnarfjarðarbær boðaði til opins umræðufundar um hjólabrettanotkun. Iðkendur á aldrinum 7-27 ára mættu en einnig foreldrar og annað áhuga - fólk. Fundurinn tókst mjög vel og var mikil ánægja og eftir - vænt ing með að fá úrbætur í hjóla brettaaðstöðu í Hafnarfirði. Margar hugmyndir komu fram en almenn ánægja var með tillög ur starfshópsins. Nú verður unnið úr þeim hugmyndum og athugasemdum sem komu fram á fundinum en starfshópurinn var mjög ánægður með að sókn ina á fundinum og virkni iðk enda í umræðunum eftir kynn ingu hópsins. 70 manns á hjólabrettafundi Margrét Gauja Magnúsdóttir, bæjarfulltrúi í ræðustól. L j ó s m . : G u ð n i G í s l a s o n Á mánudaginn, á afmælisdegi FH var undirritaður verk samn - ingur við Ris um byggingu á félagsaðstöðu, nýrri stúku, yfir - bygging á stúku, búnings að stöðu og lyftingasal. Arkitektastofan Batteríið hannaði húsið en VSB verkfræðistofa sá um verkfræði - hönnun. Þetta er annar verkhluti af þremur en eftir er útboð á bygg - ingu frjálsíþróttahúss. Heildar - kostnaður verksins er áætlaður um 1,2 milljarður kr. Áætluð verklok á öðrum áfanga, þessum sem nú er að hefj ast, er 15. ágúst 2008 en frjáls íþróttahúsið á að vera til - búið í febrúar 2009. Í dag er mikið svæði uppgrafið í Kaplakrika og inngangur í íþróttahúsið hefur verið færður vestan við húsið, frá Risanum og bílastæði eru sunnan við húsið. Skrifað undir á afmæli félagsins Brátt byrjað að steypa í Kaplakrika Bæjarstjóri undirritaði samninginn við Ris. FH-ingar fylgjast með. Hafnarborg L j ó s m . : G u ð n i G í s l a s o n

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.