Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 25.10.2007, Blaðsíða 2

Fjarðarpósturinn - 25.10.2007, Blaðsíða 2
Antonioni í Bæjarbíói Á laugardaginn kl. 16 sýnir Kvik - myndasafn Íslands dönsku kvikmyndina Lejlighed til leje (1949) eftir Emanuel Gregers. Eitt mesta vandamál allra tíma er húsnæðiseklan, biðlistinn er langur og engin lausn í sjónmáli. Eva Jessen kemur heim í leiguíbúðina sína, þreytt eftir erfiði dagsins. Það kemur í ljós að búið er að segja henni upp húsnæðinu og hún þarf að finna nýtt í staðinn. Blaðamaðurinn Harry Brun er líka að leita að íbúð fyrir sig og unga, verðandi eiginkonu sína. Fyrir tilviljun koma Eva og Harry á sama tíma að skoða íbúð sem hefur verið auglýst og Harry platar Evu til að látast vera eiginkona hans, til að ná í íbúðina. Nokkrum dögum síðar flytur „nýgifta“ parið svo inn í íbúðina og þá hefjast vandræðin fyrir alvöru. Á þriðjudaginn kl. 20 sýnir Kvik - mynda safnið aðra danska mynd, En fremmed banker på eða Ókunnur gestur. Johan Jacobsen er leikstjóri en myndin var gerð árið 1959. Ókunnur maður er á flótta og bankar upp á í sumarbústað við ströndina. Ung ekkja sem þar býr skýtur skjóls - húsi yfir gestinn og dvöl hans dregst á langinn. Með þeim takast ástir en konan kemst að því að maðurinn hefur ekki hreint mjöl í pokahorninu auk þess sem fortíð þeirra tengist á skelfilegan hátt. Myndin þótti á sínum tíma óvenjulega djörf. Hún hlaut Bodilverðlaun fyrir báða leikarana í aðalhlutverkum og Johan Jacobsen fyrir leikstjórn sína. Leikarar: Preben Lerdorff Rye og Birgitte Federspiel. 2 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 25. okótóber 2007 Útgefandi: Keilir ehf. kt. 681175-0329 Fjarðarpósturinn, Bæjarhrauni 2, 220 Hafnarfirði Vinnsla: Hönnunarhúsið ehf., umbrot@fjardarposturinn.is Ritstjóri og ábm.: Guðni Gíslason Ritstjórn: 565 4513, 896 4613, ritstjorn@fjardarposturinn.is Auglýsingar: 565 3066, auglysingar@fjardarposturinn.is Prentun: Steinmark ehf. Dreifing: Íslandspóstur ISSN 1670-4169 – Vefútgáfa: ISSN 1670-4193 www.fjardarposturinn.is Hestamenn hafa fengið nokkra útreið hér í blaðinu og hafa birst greinar þar sem amast er út í að hestamenn ríði á göngustígum og svæðum sem ekki séu ætluð hestum. Hestaíþróttin er eflaust mjög skemmtileg íþrótt og vart er hægt að hugsa sér skemmtilegri ferðamáta um landið en á hestum. En hver skyldi ástæðan vera á þessum núningu sumra íbúa við suma hestamenn því hestamenn eru ekki einsleitur hópur? Ég er einn þeirra sem næ vart upp í nef mér af undrun yfir því að hesthús skuli vera byggð í Gráhelluhrauni, á fallegasta byggingar svæði bæjarins ef strjált og lágt er byggt. Þarna rísa nú stór „iðnaðarhús“ þar sem menn hafa kannski hugsað sér sveita - menninguna með hesta á beit við lítil hesthús. Þannig er því ekki farið í dag og þarna byggja ekki bara Hafnfirðingar svo kannski erum við að fórna þessu fallega hrauni fyrir aðra en Hafnfirðinga? En væru hestamenn ekki betur settir með svæði utar í bæjarlandinu þar sem byggð, hjólreiðamenn og gangandi trufla ekki, á svæði þar sem mætti byggja upp glæsilega umgjörð utan um þessa sívaxandi íþrótt. Kannski er seint í rassinn gripið að leggja þetta til en einhvern veginn finnst mér eins og ekki sé hugsað langt fram fyrir stórutána í skipulagsmálum í bænum og t.d. verða hesthúsin í Hlíðarþúfum örugglega brátt að víkja vegna kvartana íbúa um lyktarmengun! Það er ekki svo undarlegt þar sem fiskvinnsla hverfur líka af sömu ástæðum, því nú má ekki finnast fisklykt, sveitalykt eða gufustrókar sjást á lofti. Ósýnileg mengun frá stóru pallbílunum er hins vegar ásættanleg að því er virðist og umhverfisráðherrar virðast ekki hafa haft og eða hafa kjark til að taka á þeim málum. Guðni Gíslason 14. Gullhella 1, lóðaúthlutun Tekin fyrir umsókn Malbikunar - stöðvarinnar Hlaðbær Colas um ofangreinda lóð sem það hefur vilyrði fyrir. Bæjarráð samþykkir að leggja eftirfarandi til við bæjar - stjórn: „Bæjarstjórn Hafnarfjarðar sam þykkir að úthluta Malbikunar - stöðinni Hlaðbæ Colas lóðinni Gullhella 1“. 19. Fimleikafélag Hafnarfjarðar, lóðargjöld í Kaplakrika 2007 Lagt fram erindi Fimleikafélags Hafnarfjarðar dags. 10.9. 2007 þar sem óskað eftir niðurfellingu á lóðarleigu vegna FH-Knatthúsa. Bæjarráð synjar erindinu þar sem samkvæmt lögum er ekki heimild til að fella niður lóðargjöld. 20. Hafnarfjarðarkirkja, styrkbeiðni Tekið fyrir að nýju erindi Hafnar - fjarðarkirkju um styrk vegna end - urbóta. Fulltrúar sóknar nefnd ar, Sigurjón Pétursson og Gunn laug - ur Sveinsson mættu til fundarins. Bæjarráð vísar erindinu til vinnslu fjárhagsáætlunar 2008. 21. Flugmódelfélagið Þytur, niðurfelling lóðarleigu Tekið fyrir að nýju erindi Flugmódelfélagsins Þyts frá 30. mars 2007 þar sem óskað er eftir niðurfellingu á lóðargjöldum. Bæjarráð synjar erindinu þar sem samkvæmt lögum er ekki heimild til að fella niður lóðargjöld. 11. Melabraut 21, athugasemd frá íbúa. Oddfríður Jónsdóttir Móabarði 20B óskar eftir að fyrirtækið á Melabraut 21 fari eftir skipu - lagsskilmálum og fjærlægi bíla við bíla stæði sem stendur við Suður - braut. Einnig er óskað eftir að skilti verði fjarlægt. Lagðir fram gildandi skilmálar frá árinu 1985. Erindið var til umfjöllunar á afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa 17.10.07, sem vísaði því til skipu - lags- og byggingarráðs. Skipulags- og byggingarráð tekur undir athugasemdir ná - grann ans og vísar í gildandi deili - skipulag frá ágúst 1986 þar sem segir að ekki skal hafa úti - geymslu svæði né heldur stæði fyrir stóra bíla eða vinnuvélar við Suð urbraut. Skipulags- og bygg - ingarsviði er falin endanleg af - greiðsla málsins. 13. Jófríðarstaðarvegur lóð kaþólsku kirkjunnar Tekin fyrir á ný tillaga að breytingu á deiliskipulagi fyrir reit 4.05 Jófríðarstaðir-Skuld hvað varðar lóð kaþólsku kirkjunnar við Jófríðarstaði, dags. 18.03.07. For - stigskynningarfundur var haldinn 13.02.2006. Skipulagið var aug - lýst samkvæmt 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997. Athugasemdafresti er lokið, at - huga semdir bárust. Haldinn var kynn ingarfundur á skipu lags til - lögunni mánudaginn 3. október 2007. Lagðar fram innkomnar at - hugasemdir við tillöguna. Skipulags- og byggingarráð frestar erindinu á milli funda. Sunnudaginn 28. október Guðsþjónusta í Hásölum Strandbergs kl. 11 Siðbótardagur í kirkjunni og skákmessa Prestur: Sr. Gunnþór Þ. Ingason Kantor: Guðmundur Sigurðsson Kór: Barbörukórinn í Hafnarfirði Skákmenn á 4. Strandbergsmóti lesa ritningarorð og leiða bænir. Léttur hádegisverður fyrir skákmenn og gesti þeirra. Verðlaunafhending og fjöltefli við Helga Ólafsson, stórmeistara. www.fjardarposturinn.iswww.hafnarf jardark i rkja. is Víðistaðakirkja Sunnudagurinn 28. október Sunnudagskólinn kl. 11.00 Skemmtileg stund fyrir börn á öllum aldri. Guðsþjónusta kl. 13.00 Kór Víðistaðasóknar syngur undir stjórn Úlriks Ólasonar Samverustundir 10 laugardagsmorgna kl. 10.30 - 12.00 Kynning á ýmsum bókum. Efni laugardagsins 27. okt.: „Sigur þinn oss sigur gefi sigurhetjan, Jesús minn.“ Leiðbeinandi: María Eiríksdóttir www.vidistadakirkja.is Verið velkomin! Bragi J. Ingibergsson, sóknarprestur L j ó s m . : G u ð n i G í s l a s o n

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.