Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 25.10.2007, Blaðsíða 7

Fjarðarpósturinn - 25.10.2007, Blaðsíða 7
www.fjardarposturinn.is 7Fimmtudagur 25. okótóber 2007 Unglingamót Badminton fé - lags Hafnarfjarðar fór fram í Kaplakrika um helgina. Mótið var haldið annað árið í röð sem liða keppni milli félaga og virðist það fyrirkomulag verið komið til að vera. Árið 2006 skráðu 8 lið sig til keppni frá fjór um félögum en í ár voru það 22 lið frá níu félögum sem tóku þátt í þessu skemmtilega móti, alls um 120 leik menn. Bad minton er í flest - um tilvik um spil að í einstakl - ings mótum og að eins fullorðnir hafa tekið þátt í Deildakeppni BSÍ eina helgi ár hvert og lands - liðsfólkið í al þjóðlegum mótum. Þetta er því nýbreytni fyrir börn og unglinga á Íslandi. Badmintonfélag Hafnarfjarðar sendi lið til keppni í öllum ald - urs flokkum og stóðu hafn firsku unglingarnir sig með prýði. Í U15 flokknum sigraði BH keppnina, í U17/U19 flokknum varð BH liðið í 3. sæti og í U13 flokknum lenti lið BH í 4. sæti. BH sigraði í U15 flokki í badminton Lið BH í U17/U19 flokknum: Heiðar B. Sigurjónsson, Sigrún María Vals dóttir, Marcell Hevesi, Ólafur Örn Guðmundsson og Kristinn Ingi Guðjónsson. Meistaramót öldunga í frjáls - um íþróttum var haldið á Varm - ár velli í Mosfellsbæ í september síðastliðnum. Ágæt þátttaka var á mótinu og er greinileg aukning á keppendafjölda og áhugi í þess um aldursflokkum, en 42 kepp endur frá 13 félögum og héraðs samböndum tóku þátt í mót inu að þessu sinni. Veitt voru verðlaun í ein stakl - ingsgreinum og fyrir stigakeppni milli félaga, þar sem stigahæsta félagið fær þann heiður að varð - veita Ólafsbikarinn, sem gefin var til minningar um Ólaf Unn - steinsson, sem var aðaldriffjöður í öldungastarfinu til margra ára. Að þessu sinni var það FH sem sigraði í stigakeppi félaga, með nokkrum yfirburðum, hlaut sam - tals 255 stig, í öðru sæti varð ÍR með 155 stig og lið Breiðabliks í þriðjasæti með 110 stig. Það voru þau Unnur Sig urðar - dóttir og Trausti Sveinbjörnsson sem tóku á móti Ólafsbikarnum fyrir hönd FH. Einnig voru af - hentir bikarar fyrir stigahæstu konu og stigahæsta karl og voru það þau Unnur Sigurðardóttir FH og Sigurður Haraldsson Leikni Fáskrúðsfirði sem hlutu bikar ana fyrir bestu afrek karla og kvenna. FH-ingar hlutu Ólafsbikarinn Fyrirliðar FH, þau Unnur Sigurðardóttir og Trausti Sveinbjörnsson taka á móti Ólafsbikarnum, en með þeim á myndinni er stikahæsti karl mótsins, Sigurður Haraldsson Leikni Fráskrúðsfirði. Aukafundur var haldinn í bæjarráði sl. fimmtudag um þá stöðu sem komin er upp í málefnum Hitaveitu Suðurnesja og kynnti Gunnar Svavarsson, fulltrúi Hafnarfjarðar í stjórn Hitaveitu Suðurnesja, það sem kom fram á eigendafundinum fyrr þá viku. Í framhaldi af umræðum á fundinum lögðu fulltrúar Samfylkingarinnar fram eftirfarandi tillögu sem fulltrúi VG tók undir en fulltrúar Sjálfstæðisflokks sátu hjá: „Bæjarráð Hafnarfjarðar árétt - ar á grundveli hlut hafa sam - komulags milli fjögurra stærstu hluthafa i Hitaveitu Suðurnesja hf. frá því í júlí sl. að engar breytingar séu gerðar á sam - þykktum og félagslegri stöðu HS hf. án aðkomu allra eigenda félagsins. Jafnframt ítrekar bæjar ráð Hafnarfjarðar að þeir þættir sem snúa að uppskiptingu HS hf. og fjallað er um í sam - runasamkomulagi REI og Geysis Green hafa ekki verið formlega teknir fyrir á eigendafundi HS hf.“ Eins og fram hefur komið í fréttum vildu fulltrúar Reykja - nes bæjar skipta HS upp í tvennt en málið hefur tekið nýja stefnu við samruna Geysir Green Energ ys og Reykjavík Energy Invest og vilja sveitarfélögin tvö nú tryggja stöðu sína í Hitaveitu Suðurnesja. Vilja að eigendur fjalli um stöðu HS Sjálfstæðismenn tóku ekki undir bókun í bæjarráði Frá Svartsengi Ertu á leið til útlanda? Aðalstöðin Tilboð: Hafnarfjörður - Leifsstöð aðeins kr. 6.500 kr. (1-4 farþegar) aðeins kr. 8.000 kr. (5-8 farþegar) .. stöðin þín Leigubíll þegar þú þarft hann 520 1212 HRINGDU! Þú hringir og við vekjum þig og sækjum þig heim Tveir metangasbílar voru afhentir Þjónustumiðstöð Hafn - ar fjarðarbæjar í síðustu viku að sögn Gunnars Guðnasonar hjá Þjónustumiðstöðinni. Er þetta átak í vistvænni akstri og sagði Gunnar að fengnir hefðu verið stærri og fleiri slíkir bílar væri metanstöð komin upp í Hafnar - firði því enn sem komið er þarf að fara til Reykjavíkur til að fylla á tankinn. Á sama tíma voru endur - nýjaðir rekstrarleigubílar sem Þjón ustumiðstöðin er að jafn aði með. Þjónustumiðstöð Hafnarfjarðar fær metanbíla Væru fleiri og stærri ef metanstöð væri í bænum Nýju Wolksvagen bílar Þjónustumiðstöðvarinnar. Annar bílanna ber það skemmtilega númer MU-G68 — táknrænt fyrir hafnfirskan metangasbíl.

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.