Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 25.10.2007, Blaðsíða 11

Fjarðarpósturinn - 25.10.2007, Blaðsíða 11
Úrslit: Handbolti Karlar: FH - Selfoss: 29-24 Haukar 2 - Þróttur: 21-22 Afturelding - Haukar: 24-30 Körfubolti Konur: Haukar - Fjölnir: (miðv.dag) Hamar - Haukar: 76-85 Karlar: Breiðablik - Haukar: 99-78 Næstu leikir: Handbolti 27. okt. kl. 16.15, Ásvellir Haukar - Grótta (úrvalsdeild kvenna) 31. okt. kl. 19.15, Ásvellir Haukar - HK (úrvalsdeild karla) Körfubolti 26. okt kl. 20, Ásvellir Haukar - Höttur (1. deild karla) 24. okt. kl. 19.15, Ásvellir Haukar - Fjölnir (úrvalsdeild kvenna) 30. okt. kl. 20, Vodafone höllin Valur - Haukar (úrvalsdeild kvenna) Fræðslu fundur um styrktarþjálfun og hreyfingu Miðvikudaginn 7. nóvember kl. 16-18 verður haldinn fræðslu fundur um styrktar þjálf - un og hreyfingu barna og ungl - inga í fyrirlestrarsal Set - bergsskóla sem er í sama hús - næði og íþróttahús skólans. Á fundinum verða fluttir tveir fyrirlestrar: Styrktarþjálfun barna og unglinga (Örn Ólafsson). Fjallað verður um rannsóknir og framkvæmd á styrktar - þjálfun fyrir börn og unglinga og hvernær sé eðlilegt að hún hefjist. Umræður. Hópur í óbyggðum (Smári Stefánsson). Erindi um hópþróun, m.a. hvern ig ferðalög í náttúrunni eru kjörinn vettvangur til að byggja upp góða liðsheild og hvað þarf að hafa í huga áður en lagt er af stað í útivistarferð með hóp af börnum. Fræðslufundurinn er ætlaður íþróttakennurum grunn skól - anna, þjálfurum íþrótta félag - anna í bænum, kennurum og öðrum sem hafa áhuga á hreyf - ingu og íþróttum í æskulýðs- og tómstundastarfi. Frítt er á fræðslufundinn en það þarf að skrá sig á fundinn í síðasta lagi 5. nóvember til vigfus@hafnarfjordur.is eða í síma 585 5800. www.fjardarposturinn.is 11Fimmtudagur 25. okótóber 2007 Íþróttir Heilsusafi frá Hawai Noni-100% lífrænn ávaxtasafi www.puls.is Sunward beltavélar Sunward skóflur Powerpac þjöppur PowerPac beltabörur Skútahrauni 8 sími 565 2727 WWW.HRAUNBT.IS TIL LEIGU Til sölu! Til leigu og sölu! .. og sölu! 80-850 kg Til leigu og sölu! líka brothamar! Sendandi þessarar myndar spyr hvort ekki þurfi að ýta við einhverjum þegar framkvæmdir í götu verða þess valdandi að stórir pollar myndist. Fyrir allnokkru var hraða - hindrun endurnýjuð við Sund - höllin við Herjólfsgötu og svo virðist sem alveg hafi gleymst að hugsa fyrir niðurföllum enda kemst vatnið nú ekki sína eðlilegu leið undan hallanum á götunni. Skyldi þetta vera verksvið gæðastjóra að koma í veg fyrir að svona sé gert? Flóð vegna hönnunargalla? Hraðahindrun sett upp sem lokar á niðurfall Pollurinn nær næstum yfir götuna í verstu rigningum. Neytandi hafði samband við Fjaðrarpóstinn og var stór - hneykslaður á 15% hækkun á kleinum sem nú kosti heilar 115 kr. í Bæjarbakaríi. Aðspurður sagðist Logi Júlí - usson, rekstrarstjóri í Bæjar - bakarí að þeir hefðu dregið verð - hækkanir á langinn til hagsbóta fyrir neytendur en segja að 12- 15% hækkun á vöruverði nú dugi vart til að mæta kostnaði vegna mikilla hækkana á heims - markaðsverði á hveiti sem hafi hækkað um 75-80% frá því í vor auk þess sem önnur gjöld hafi hækkað líka, flutningsgjöld sem og launakostnaður en sífellt sé erfiðaðara að fá fólk til af - greiðslustarfa. Logi bendir jafnframt á að skv. verðlagseftirliti bresku rann - sóknar stofunnar EIU sé verð á hvítu brauði á Íslandi 20% lægra en meðalverð á hvítu brauði á Norðurlöndunum. 15% hækkun á kleinum Neytanda blöskrar en bakarinn segir eðlilegar skýringar á hækkuninni Sportbarinn Áttan á Trönu - hrauni 10 byggir á löngum grunni þar. Fyrst sem biljarðstofa en svo síðar sem sportbar með snóker- og poolborðum, stórum sjónvarpsskjám og veitingasölu. Blaðamaður Fjarðarpóstsins hitti rekstrarstjóra Áttunnar, Arnar Gísla Jensson sem segir að unnið sé að því að endurnýja staðinn og nú þegar hafi borð og stólar í veitingahlutanum verið endurnýjaðir og framundan séu fleiri beytingar. Á Áttunni eru 6 poolborð og eitt snókerborð og hægt er að leigja borðin fyrir fyrirtæki eða vinahópa en einnig verða haldn - ar keppnir á staðnum. Staðurinn allur er einnig til leigu fyrir af - mæli og fyrirtækjahópa. Á staðn um eru einnig þrjú risatjöld og fimm sjónvörp sem sér stak - lega eru ætluð fyrir fót boltann en Áttan er heimastaður Hafnar - fjarðar mafí unar, stuðn ings - manna klúbbs FH. Öll fimmtudagskvöld leika Hafnfirskar hljómsveitir en á staðnum er veitingasala þar sem hægt er að fá hamborgara, pítsur og samlokur en einnig fjölbreytt úrval af drykkjarvörum. Bolti og biljarð á Áttunni Hafnfirskar hljómssveitir spila á fimmtudögum Hlýlegt andrúmsloft í veitingahlutanum. L j ó s m . : G u ð n i G í s l a s o n Arnar Gísli rekstrarstjóri. L j ó s m . : G u ð n i G í s l a s o n Herbert Valdimarsson starfs - maður í Þjónustumiðstöð Hafn - ar fjarðarbæjar hefur nú hætt störf um hjá bænum eftir 44 ár. Herbert hefur alla tíð unnið sem véla maður í Þjónustu mið stöð - inni áður Áhaldahúsinu. Flestir minnast hans eflaust á veghefli, fyrst á litla heflinum en síðar þeim stóra. Vinir og sam starfs - menn Herberts héldu kveðjuhóf fyrir hann í Þjónustumiðstöðinni og var honum þakkað fyrir samstarfið og óskað velfarnaðar í því sem hann tekur sér fyrir hendur í fram tíðinni. Hebbi á heflinum hættur Vann í 44 ár hjá Hafnarfjarðarbæ Bæjarstjóri, Lúðvík Geirsson, heimsótti Herbert og færði honum mynd sem þakklætisvott fyrir vel unnin störf í þágu bæjarins. L j ó s m . : G u ð n i G í s l a s o n

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.