Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 01.11.2007, Blaðsíða 2

Fjarðarpósturinn - 01.11.2007, Blaðsíða 2
Wagner-aríur á hádegistónleikum Í dag kl. 12 eru hádegstónleikar í Hafnarborg og fær Antonía He vesi, listrænn stjórnandi tón leikanna, Elínu Ósk Óskars dóttur, sópransöngkonu með sér og á dagskránni eru þýskar. aríur: Töfrakvöld í Hafn ar fjarðar - leik hús inu Hið íslenska töframannagildi stendur fyrir töfrakvöldi í Hafnarfjarðar leik hús - inu í kvöld kl. 21. Þar koma fram töfra mennirnir Baldur Brjánsson, Ingó Geirdal, Lalli töframaður og Jón Víðis auk hins margverðlaunaða David Jon - es frá Bretlandi sem frægur er fyrir fjör lega og skemmtilega sviðs fram - komu. B.young 1 árs Verslunin B-young á Strandgötu 21 er eins árs og þar er opið til kl. 22 í kvöld og boðið verður upp á léttar veitingar. Ýmis tilboð verða svo um helgina og afmælisterta og kaffi á laugardaginn. Gamlar myndir í Bæjarbíói Á laugardaginn kl. 16 sýnir Kvik - myndasafn Íslands danska mynd, En fremmed banker på eða Ókunnur gestur. Johan Jacobsen er leikstjóri en myndin var gerð árið 1959. Ókunnur maður er á flótta og bankar upp á í sumarbústað við ströndina. Ung ekkja sem þar býr skýtur skjóls - húsi yfir gestinn og dvöl hans dregst á langinn. Með þeim takast ástir en konan kemst að því að maðurinn hefur ekki hreint mjöl í pokahorninu auk þess sem fortíð þeirra tengist á skelfilegan hátt. Myndin þótti á sínum tíma óvenjulega djörf. Á þriðjudaginn kl. 20 sýnir Kvik - mynda safnið mynd Ingmars Berg - manns frá 1977, Slöngueggið. Slöngu eggið gerist árið 1923, á einni viku í lífi Abels Rosenberg sem er at - vinnu laus og drykkfelldur loftfim leika - maður frá Bandaríkjunum. Á þessum tíma, eftir ósigur Þjóðverja í heims - styrjöldinni fyrri er erfitt að draga fram lífið í Berlín. Þegar bróðir Abels fyrirfer sér, leitar hann ásamt mágkonu sinni eftir atvinnu og fá þau vinnu og húsnæði hjá gömlum kunningja sín - um, prófessor Veregus. Abel er áfjáð - ur í að hafa í sig og á og tekur við starfi á meðferðarstofu Veregusar. Þar kemst hann í raun um hryllilegan sann leikann varðandi atvinnu þessa góð gerðarsama prófessors og upp - götvar jafnframt frostkalda ástæðuna fyrir því hvað kom bróður hans til að fremja sjálfsmorð. Bingó Hringsins Kvenfélagið Hringurinn verður með Bingó næsta fimmtudag, 8. nóvem - ber kl. 20 í Hringshúsi, Suð urgötu 72. Margir glæsilegir vinn ing ar og kaffiveitingar. Hringskonur eru minntar á árlega vöfflubaksturinn á Sólvangi á laugardaginn kl. 14. Portrett nu í Hafnarborg Í Hafnarborg stendur nú yfir sýning á samtíma portrettlist 70 norrænna listamanna. Sýningin byggir á samkeppni um myndlistarverðlaun fyrir portrett listaverk sem efnt er til að frumkvæði safnsins í Frederiks - borgarhöll í Danmörku (Det National - historiske Museum í Frederiksborg) en safnið á stærsta safn portrettlistaverka á Norðurlöndunum. Þetta er í fyrsta sinn sem efnt er til norrænnar samsýningar af þessu tagi en stefnt er að því að Portrett sýningar með þessu sniði verði framvegis haldnar annað hvert ár. 2 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 1. nóvember 2007 Útgefandi: Keilir ehf. kt. 681175-0329 Fjarðarpósturinn, Bæjarhrauni 2, 220 Hafnarfirði Vinnsla: Hönnunarhúsið ehf., umbrot@fjardarposturinn.is Ritstjóri og ábm.: Guðni Gíslason Ritstjórn: 565 4513, 896 4613, ritstjorn@fjardarposturinn.is Auglýsingar: 565 3066, auglysingar@fjardarposturinn.is Prentun: Steinmark ehf. Dreifing: Íslandspóstur ISSN 1670-4169 – Vefútgáfa: ISSN 1670-4193 www.fjardarposturinn.is Nú er verið að hrinda af stað vinnu við að skerpa á þeirri framtíðarsýn á miðbæ Hafnar - fjarðar sem liggur til grundvallar skipulagi miðbæjarsvæðisins. Þessi framtíðarsýn er ekki sérstaklega skýr í dag og það sem er enn verra að lítill drifkraftur virðist vera í að koma miðbænum nálægt því í það horf að vera lifandi miðbær með öflugri verslun, þjónustu og byggð. Fagna ber þessu framtaki miðbæjarnefndar og vonandi verða bæjarbúar kallaðir til hugmyndavinnu enda segir að samráð verði haft við hagsmunaaðila, sem eru ekki bara eins og margir halda, verslunareigendur í miðbænum, heldur líka bæjar - búar sjálfir. Ef hagsmunaaðilar væru einungis verslunareigendur þá kallaði jafnræðisreglan á að sambærileg vinna yrði gerð á öðrum svæðum í bænum þar sem verslun þrífst. Nú er brýnt að horfa á miðbæinn í heild sinni og hafa metnað að leiðarljósi við uppbyggingu í bænum. Vanda þarf vel til þessarar vinnu og þegar sæst hefur verið á niðurstöðu og deiliskipulagi hefur verið breytt í samræmi við óskirnar verður að vinna hratt. Þá þýðir ekki að láta menn komast upp með það að rífa niður hús og láta lóðirnar standa auðar og jafnvel hindra nýtingu með óþarfa girðingum sem gera miðbæinn eins og fangaklefa. Hafnarfjarðarbær þarf að markaðssetja miðbæinn og leita eftir þátttöku áhugaverðra fyrirtækja og þjónustuaðila til að tryggja sem fjölbreyttustu þjónustu í miðbænum. Við viljum ekki lengur langar bankahliðar og tómar lóðir. Enn á ný skora ég á Hafnarfjarðarbæ að halda hugmynda - samkeppni um framtíðarútlit miðbæjarins. Á grunni bestu hugmynda mætti svo vinna nýtt deiliskipulag sem vekti áhuga á þátttöku sem flestra í uppbyggingu miðbæjarins. Guðni Gíslason 2. Sléttuhlíð framlenging á lóðarleigusamningi Lagt fram erindi Kristrúnar Bjarna dóttur dags. 8. október 2007 þar sem óskað er eftir fram - leng ingu á lóðarleigusamningi vegna sumarhúss í Sléttuhlíð. Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til afgreiðslu á skipulags- og byggingarsviði þar sem verið er að yfirfara alla lóðarleigusamninga í kjölfar nýs deiliskipulags. 3. Strætó bs, leiðakerfis - breytingar Lagt fram erindi Strætó bs. dags. 8. október 2007 þar sem óskað er eftir tillögum að breyt - ingum við leiðarkerfið í samræmi við samþykktar verklagsreglur fyrir 15. nóvember nk. Bæjarráð samþykkir að vísar erindinu til starfshóps um málefni Strætó bs. 3. Þátttaka í kostnaði vegna íþrótta- og tómstundaiðkunar Lögð fram skýrsla „Hugleiðingar um endurskoðun íþróttastyrkja“ dags. í október 2007. Vísað til íþrótta- og tómstunda - nefnd ar og íþróttafulltrúa til um - sagnar. 9. Samtökin ´78, þjónustu - samningur Lagt fram erindi frá Sam tök - unum ´78, dags. í sept. 2007, þar sem óskað er eftir viðræðum um þriggja ára samning vegna þjón - ustu félagsins við íbúa sveit ar - félagsins. 1. Óla Run tún - hugmynda - samkeppni. Uppdráttur af svæðinu var lagð - ur fram. Málið var áður á fundi Umhverfisnefndar/sd 21 17. októ - ber sl. Nefndin óskar eftir að drög að skilmálum fyrir hugmynda sam - keppni um nýtingu túnsins verði unnar á skipulags- og bygg - ingarsviði. 5. Straumur, útilistaverk Erindi Viking Circle um útilista - verk við Straum. Erindið er tekið inn með afbrigðum. Umsagnir Menningar- og ferða - málafulltrúa (dags. 17.04.2007) Fornleifaverndar ríkisins (dags. 11.10.2007), Umhverfisstofnunar (dags. 07.09.2007) og skipulags- og byggingarsviðs (17.04.2007) lagðar fram ásamt tillögu að nýrri staðsetningu. UHN/Sd21 frestar málinu og óskar eftir því að það verði ekki af - greitt á öðrum stjórnsýslustigum á meðan umsögn nefndarinnar ligg - ur ekki fyrir. 1. Flutningur flotkvíar, slippur, Óseyrarbraut 31 ofl. Lagðir fram útreikningar vegna flotkvíarfestinga, verkfundargerðir um flutning flotkvíarinnar frá 10. og 17. október 2007 ásamt tölvu - póstum um sama málefni. Hafnarstjórn fagnar þeirri hreyf - ingu, sem komin er á málið. Sunnudaginn 4. nóvember ALLRA HEILAGRA- OG SÁLNAMESSA Guðsþjónusta kl. 11 Kammerkór Hafnarfjarðar syngur undir stjórn Helga Bragasonar. Prestur: Sr. Þórhallur Heimisson Ræðuefni: Er tilvist eftir dauðann? Kantor: Guðmundur Sigurðsson Sunnudagaskólar í Strandbergi og Hvaleyrarskóla á sama tíma. www.fjardarposturinn.is www.hafnarf jardark i rkja. is Víðistaðakirkja Allra heilagra messa 4. nóvember Barnaguðsþjónusta kl. 11.00 Skemmtileg stund fyrir börn á öllum aldri. Messa kl. 13.00 Látinna minnst. Kór Víðistaðasóknar syngur Sálumessu eftir Schubert Einsöngur: Sigurður Skagfjörð Kyrrðarstundir á miðvikudögum kl. 12:00, súpa og brauð í safnaðarheimilinu á eftir. www.vidistadakirkja.is Verið velkomin! Bragi J. Ingibergsson, sóknarprestur

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.