Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 08.11.2007, Blaðsíða 2

Fjarðarpósturinn - 08.11.2007, Blaðsíða 2
Einræðisherrann í Bæjarbíói Á laugardaginn kl. 16 sýnir Kvik - myndasafn Íslands mynd Ingmars Berg manns frá 1977, Slöngueggið. Slöngu eggið gerist árið 1923, á einni viku í lífi Abels Rosenberg sem er at - vinnu laus og drykkfelldur loftfim leika - maður frá Bandaríkjunum. Á þriðjudaginn kl. 20 sýnir Kvik - mynda safnið Einræðisherrann (The Great Dictator 1940) eftir Charlie Chaplin. Í upphafi fyrri heims styrjald - arinnar bjargar óbreyttur hermaður lífi hins virta flugkappa Schultz. Á flótta þeirra undan óvininunum missir hermaðurinn minnið og endar á sjúkrahúsi. Hann dvelur nokkur ár á sjúkrahúsinu en er síðan útskrifaður og tekur til við að raka menn og klippa í gyðingahverfinu, eins og hann hafði gert fyrir upphaf stríðsins. En tímarnir hafa breyst í landinu Tomania, eins og það er kallað í myndinni. Einræðis - herrann Adenoid Hynkel, sem svo vill til að er ótrúlega líkur rakaranum í útliti, heldur landinu í heljargreipum og er haldinn miklum fordómum gagnvart gyðingum. Dag nokkurn lendir rakar - inn í vandræðum og er dreginn fyrir her foringja sem reynist vera fyrr - verandi stríðsfélagi hans, flugkappinn Schultz. Eftir það nýtur gyðingahverfið skyndilega verndar hans. Portrett nu í Hafnarborg Í Hafnarborg stendur nú yfir sýning á samtíma portrettlist 70 norrænna listamanna. Sýningin byggir á samkeppni um myndlistarverðlaun fyrir portrett listaverk sem efnt er til að frumkvæði safnsins í Frederiks - borgarhöll í Danmörku (Det National - historiske Museum í Frederiksborg) en safnið á stærsta safn portrettlistaverka á Norðurlöndunum. Þetta er í fyrsta sinn sem efnt er til norrænnar samsýningar af þessu tagi en stefnt er að því að Portrett sýningar með þessu sniði verði framvegis haldnar annað hvert ár. Opið hús í Lækjarskóla Fimmtudaginn 15. nóvember frá kl. 16.30-18.30 verður opið hús í Lækjar skóla í tilefni af 130 ára starfs - afmæli. Allir velunnarar skólans eru boðnir velkomnir. Sterkar kvenímyndir á Norrænu bókasafnsvikunni Norræna bókasafnavikan stendur yfir í Bókasafni Hafnarfjarðar 12.-18. nóvember. Í ár er þemað sterkar kven ímyndir og af því tilefni verður sér staklega litið til verka Sigrid Undset og Astrid Lindgren. Verk þessara kvenna þykja sýna vel fram á ólíka texta frá mismunandi tímabilum og lýsa vel norrænum konum/stúlkum í hinni norrænu menningararfleifð. Við setningu Norrænu bókasafna vik - unnar verður lesið samtímis úr sög - unni um Kristínu Lafransdóttur eftir Sigrid Undset á um 2000 stöðum víðsvegar um Norðurlönd og Eystar - saltslönd. Uppákomur verða út vikuna á safninu og má meðal annars nefna flutning Ragn heiðar Gröndal á lögum norræna kvenna. Á mánudaginn kl. 16.30 les Ragn - heiður Gestsdóttir rithöfundur úr verk - um Astrid Lindgren og fjallar um skáldkonuna. Kl. 18 les Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamála ráð - herra kafla úr bókinni Kristín Lavrans - dóttir eftir Sigrid Undset. Kl. 18.30 flytur Hjalti Snær Ægisson bók - mennta fræðingur erindi um Sigrid Undset og verk hennar. Á miðvikudag kl. 20 verður upp lestur úr jólabókum, Kristín Svava Tómas - dóttir (Blótgælur), Sigurlín Bjarn ey Gísladóttir (Fjallvegir í Reykja vík – örsögur), Guðrún Hann es dóttir (Fléttur – fyrsta ljóðabók). Kl. 21 flytur Ragn - heiður Gröndal, söng kona og Ásgeir Ásgeirsson, gítarleikari tónlist eftir norrænar konur. Sögustund verður klukkan 11.30 á barnadeild Bókasafns Hafnarfjarðar alla daga meðan á Norrænu bóka - safna vikunni stendur. 2 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 8. nóvember 2007 Útgefandi: Keilir ehf. kt. 681175-0329 Fjarðarpósturinn, Bæjarhrauni 2, 220 Hafnarfirði Vinnsla: Hönnunarhúsið ehf., umbrot@fjardarposturinn.is Ritstjóri og ábm.: Guðni Gíslason Ritstjórn: 565 4513, 896 4613, ritstjorn@fjardarposturinn.is Auglýsingar: 565 3066, auglysingar@fjardarposturinn.is Prentun: Steinmark ehf. Dreifing: Íslandspóstur ISSN 1670-4169 – Vefútgáfa: ISSN 1670-4193 www.fjardarposturinn.is Fjölgun íbúa í Hafnarfirði er með því almesta sem gerist á landinu og virðist engin lát vera á henni. Einhvers staðar þarf allt þetta fólk að búa og óvíða er uppbyggingin hraðari en hér í Hafnar - firði. Svona mikil uppbygging ætti að geta gefið kost á ýmsum tilraunum og þróun í hús bygg - ingar list. En er það staðreyndin í Hafnarfirði? Hafnfirðingar hafa ekki verið sérlega ginn - keyptir fyrir nýjungum í húsagerðarlist og man ég þegar félagarnir í Batteríinu teiknuðu blokkir með bogaþaki. Ætlaði allt um koll að keyra og húsin eftir það nefnd bragga blokk irnar. Það er auðvelt að deila um arkitektúr en spurning um fallegt eða ljótt á ekki alltaf endilega við. Sérstakur arkitektúr er oft umtalaðri en hús sem að flestra mati teljast ekki falleg. Nú rísa blokkirnar á Norðurbakkanum og sýnist sitt hverjum. Ég kann vel að meta brotnar línur í þakformi sumra húsanna á meðan aðrir hrífast af litum eða einhverju öðru. Hér í Hafnarfirði er í raun enginn vett - vangur fyrir umræður um arkitektúr og skipulag. Við verðlaunum fólk fyrir að halda bakgarðinum sínum fallegum á meðan enginn fær viðurkenningu fyrir að hanna og reisa glæsileg hús. Við veitum viðurkenningar eða styrki til listamanna en engin til húsa gerðar - manna. Af hverju ekki, menningarmálanefnd? Hins vegar er engin ástæða að bíða eftir frumkvæði frá þriggjamannanefndum Hafnarfjarðar, atvinnulífið á að vera fullfært um að halda málþing um hafnfirskan arkitektúr og hafa frumkvæði að því að veita framsæknum arkitektum og byggingarmeisturum viðurkenningar. Jólaskreytingar eru farnar að sjást í bænum og jólin nálgast. Umferðarteppur eru að fá Hafnfirðinga til að skilja að það sé hag - kvæmt að versla í Hafnarfirði. Þetta hefðu Hafnfirðingar átt að skilja fyrir löngu síðan og væru þá eflaust mun fleiri verslanir hér í bæ en nú eru. Verslanirnar færa líf í bæinn og lifandi verslanir gefa líf í miðbæinn. Þess vegna er gaman að sjá þegar verslanir halda upp á t.d. afmæli sín og bjóða til sín fólki og hafa opið fram á kvöld að því tilefni. Þetta mátti sjá t.d. á konukvöldi í Firði fyrir skömmu og nú síðast í versluninni B.Young á Strandgötu. Meira svona! Guðni Gíslason 2. Flutningur flotkvíar, slippur, Óseyrarbraut 31 ofl. Lögð fram fundargerð 6. verk - fundar og drög að fundargerð 7. verkfundar um flutning flotkvíar frá Háabakka. 3. Gamli lóðsbátur Lagt fram erindi Þjóðminjasafns Íslands og Minjavarðar Hafnar - fjarðar um varðveislu gamla lóðs - báts Hafnafjarðarhafnar, sem er í geymslu hjá Þjóðminjasafninu í Kópavogi. Einnig voru lagðar fram ljós myndir af bátnum í kópavogi. Hafnarstjórn samþykkir að færa Þjóðminjasafni Íslands gamla lóðsbátinn, að gjöf. Jafnframt felur hafnarstjórn hafn arstjóra að ræða við minja vörð Hafnarfjarðar um kostnað og fleira við að láta gera líkan af bátnum. 7. Óseyrarbraut 26, nýtingarhlutfall Lögð fram umsókn Atlantsskipa ehf. um hækkun nýtingarhlutfalls lóðarinnar Óseyrarbrautar 26 úr 0,3 í um 0,6, dagsett 31. október 2007, undirrituð Símon Kjærne - sted. Þegar nýtingarhlutfall lóða við hafnarbakka var ákveðið eins og það er í skipulagi var vandað vel til verka og nýtingarhlutfallið miðað við að lóðirnar nýtist sem best til vöruflutninga og annarrar sam - bærilegrar hafnsækinnar starf - semi. Hafnarstjórn getur ekki orðið við erindinu, vegna þess ójafn - vægis sem gæti myndast við nýtingu lóðarinnar til framan - greindrar starf semi. 1. Vísindamaður að láni Lagt fram til kynningar tilboð Ranníss sem kallast „Vísinda - maður að láni, tilboð til grunnskóla skólaárið 2007 - 2008“. Tiboðið er hugsað til að örva áhuga grunnskólanemenda á náttúrufræðigreinum og er skólum að kostnaðarlausu. Fræðsluráð óskar eftir við - brögð um skólastjórnenda við þessu verkefni. 5. Ungbarnaleikskóli Lagt fram bréf, dags. 25.október 2007 frá Helgu Björgu Axelsdóttur og Svövu Björgu Mörk, leik - skólakennurum þar sem óskað er eftir samningi við Hafnarfjarðarbæ um rekstur ungbarnaleikskóla í bæjarfélaginu. Fræðsluráð tekur jákvætt í erindið og felur fræðslu - sviði og formanni fræðsluráðs að ræða við bréfritara. 1. Kapelluhraun, deiliskipulag, svæði fyrir aksturs- og skotíþróttir Yngvi Þ. Loftsson kynnir tillögu að deiliskipulag fyrir aksturs- og skotíþróttasvæði í Kapelluhrauni. Guðjón Ingi Eggertsson kynnir um hverfismat skipulagstil lögunn - ar. Nefndin þakkar Yngva fyrir kynninguna. Nefndin ítrekar bók - un sína frá 30. maí s.l. 2. Hamranesnáma, mat á umhverfisáhrifum Guðjón Ingi Eggertsson kynnir drög að tilkynningu til Skipu lags - stofnunar um beytingu á fram - kvæmd, aukið efnisnám í Hamranesnámu. Nefndin þakkar kynninguna. Fríkirkjan Sunnudagurinn 11. nóvember Sunnudagaskóli kl. 11 Kvöldvaka kl. 20 Yfirskrift kvöldvökunnar að þessu sinni er: Stress og kröfur. Hvernig er staðan hjá þér? Matti Ósvald Stefánsson heilsuráðgjafi flytur hugleiðingu um streitu og áhrif hennar í daglegu lífi. Verið velkomin Víðistaðakirkja Allra heilagra messa 11. nóvember Barnaguðsþjónusta kl. 11.00 Skemmtileg stund fyrir alla fjölskylduna. Kyrrðarstundir á miðvikudögum kl. 12.00, súpa og brauð í safnaðarheimilinu á eftir. www.vidistadakirkja.is Verið velkomin! Bragi J. Ingibergsson, sóknarprestur www.frikirkja.is

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.