Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 08.11.2007, Blaðsíða 3

Fjarðarpósturinn - 08.11.2007, Blaðsíða 3
Mikill kraftur er nú í upp - byggingu á Norðurbakkanum og áætlað er að fyrstu íbúarnir flytji inn um áramótin. Sum húsanna eru þó skammt á veg komin og á einstaka lóðum er ekki enn byrjað að byggja. Íslenskir aðalverktakar eru að byrja á síðasta af 4 húsum sínum og í vikunni var verið að undir - búa að reka niður stein steypta staura niður í jörðina en víða er djúpt niður á fast á Norður - bakkanum. Barið niður og byggt á Norðurbakkanum www.fjardarposturinn.is 3Fimmtudagur 8. nóvember 2007 Sunnudaginn 11. nóvember Fjölskyldudagur Hafnarfjarðarkirkju Fjölskylduhátíð kl. 11 Báðir sunnudagaskólar kirkjunnar sameinast og allir leiðtogarnir taka þátt. Unglingakór kirkjunnar syngur undir stjórn Helgu Loftsdóttur, popphljómsveitin Gleðigjafar leikur, barn borið til skírnar. Prestur er sr. Þórhallur Heimisson. Poppmessa kl. 20 Hljómsveitin Gleðigjafar leikur. Sr. Gunnþór Ingason leiðir helgihaldið. Sr. Þórhallur Heimisson talar um kristna trú og fjölskylduna. Eftir poppmessuna bjóða fermingarbörn kirkjugestum til kaffihlaðborðs í safnaðarheimilinu þar sem sýndar verða myndir úr Vatnaskógi. Allir velkomnir. FJÖLMENNUM Á FJÖLSKYLDUDAG HAFNARFJARÐARKIRKJU Akstursíþróttaklúbbur Hafnarfjarðar Aðalfundur Rallycross deildar AÍH Aðalfundur Rallycross deildar AÍH verður haldinn þriðjudaginn 27. nóvember í ÍBH-húsinu við Strandgötu kl. 20.30 Eru allir félagar hvattir til að mæta. Minnum á að aðeins skuldlausir og skráðir félagar hafa atkvæðisrétt. Dagskrá. 1. Venjuleg aðalfundarstörf 2. Önnur mál. Stjórn RCA Foreldrar barna í vímuefnavanda stuðningur og ráðgjöf Percy Stefánsson, ráðgjafi starfar á mánudögum kl. 12-15 í Gamla bókasafninu á vegum Foreldrahúss. Hann veitir foreldrum barna í vímuefnaneyslu ráðgjöf og stuðning. Hægt er að panta viðtal í síma 511 6161 og fá þar nánari upplýsingar, einnig í vimulaus@vimulaus.is Að Rauðhellu 10 má finna fyrirtækið Bílamálun Hafnar - fjarðar. Fyrirtækið var stofnað í mars sl. af Hafnfirðingunum Ólafi Tryggva syni bifreiðasmið og Haraldi Garðari Ólafssyni, bílamálara. Báðir hafa þeir unnið við fagið í hátt á annan áratug. Að sögn þeirra félaga þjónusta þeir allri almennri sprautuvinnu á bílum og sjá um tjóna skoðun fyrir tryggingar félögin skv. sk. Cabas kerfi. Þeir segja að nú þurfi bifreiða eig endur ekki að fara til síns trygg ingarfélags við tjón, þeir sjái um tjónamat og útvegi tjónþola bifreið á meðan. Síminn hjá þeim er 565 0502. Nýtt fyrirtæki Bílamálun Hafnarfjarðar Ólafur Tryggvason og Haraldur Garðar Ólafsson. L j ó s m . : G u ð n i G í s l a s o n Auglýsing í Fjarðarpóstinum borgar sig! Auglýsingasíminn: 565 3066 L j ó s m . : G u ð n i G í s l a s o n Tæki sem lemur niður steypta staura undir nýbyggingu ÍAV. Hús ÞG-verktaka í bakgrunni. Ekki byrjað að byggja

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.