Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 08.11.2007, Blaðsíða 4

Fjarðarpósturinn - 08.11.2007, Blaðsíða 4
4 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 8. nóvember 2007 Framkvæmdum við nýtt opið leiksvæði milli Dreka- og Einivalla er nú nýlokið en þar var sett upp nýtt fjölnotaleiktæki frá fyr ir tækinu Garðyrkju ehf í Hafn arfirði. Að sögn Björn Bögeskovs Hilmarssonar, garðyrkjustjóra eru opnu leikvellir í bænum að nálgast 65 en á hverju ári s.l. ár hefur verið bætt við 2-3 opnum leikvöllum í bænum. „Að framkvæmdum á þessum svæðum koma ýmsir aðilar t.d. verktakar og umhverfisdeild bæjar ins en deildin hefur yfir - umsjón með leikvöllunum.“ Að sögn Björns eru einnig á hverju ári endur gerð eldri leiksvæði en á þessu ári var t.d. endurnýjað undirlag og settar gúmmímottur sem undirlag á eftirfarandi svæði: Leiksvæði neðan við Eyrarholt (Ljónagryfjan). Leiksvæði milli Tinnu- og Vöruðubergs. Leiksvæði í Lindabergi Leiksvæði milli Eini- og Fjóluhlíðar. Einnig er reglubundið viðhald á opnum leikvöllum á öðrum svæðum í bænum. Framundan er endurgerð og framkvæmdir á nýjum opnum leik- og sparkvelli ofan við Vallar brautina (gamla Hval - eyrar holtsvellinum) en sú framkvæmd ætti að vera nýhafin. Nýir leikvellir og lagfærðir Nálægt 65 opnir leikvellir í Hafnarfirði Glæsileg leiktæki við milli Drakavalla og Einivalla. L j ó s m . : G u ð n i G í s l a s o n Fyrir skömmu voru þemadagar í Iðnskólanum í Hafnarfirði. Á þemadögum er skólastarfið brotið upp og nemendur og kennarar taka þátt í verkefnum sem ekki alltaf tengjast skóla - starfinu. Þemadögum er ætlað að auka samstöðu, bjartsýni og kraft nemendanna en víst er að lang flestir höfðu mjög gaman að. Fjölbreytt starf á þemadögum í Iðnskólanum Sjósund, hártíska, kvartmíla, listsköpun, smíði Svipmyndir frá þemadögunum í Iðnskólanum L j ó s m . : G u ð n i G í s l a s o n Óskum eftir um 70 m² húsnæði undir hárgreiðslustofu, helst í eða sem næst miðbænum. Upplýsingar í s. 555 1434, 691 9445 og 848 2537 Hárgreiðslustofan Guðrún Húsnæði óskast

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.