Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 08.11.2007, Blaðsíða 6

Fjarðarpósturinn - 08.11.2007, Blaðsíða 6
6 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 8. nóvember 2007 Daglega á ég leið fram hjá Hvaleyrarlóni og alla daga hef ég það fyrir augum út um eld hús - gluggann. Drullupollurinn sem mér fannst lónið eitt sinn vera, er nú orðinn að föstum punkti með síbreyti - leika sínum, hvort sem er á flóði eða fjöru. Það munaði víst litlu að lónið hyrfi af kort - inu við stækkun hafn - arinnar til suðurs. Í dag er nærum - hverfi lónsins heldur dapurt. At vinnu hús - næð ið neðan Hval - eyrar brautar er niðurnýtt og um - hirðulítið og bátaskýlin við lónið með A-laginu orðin mörg hver döpur að sjá og drasldreifar um allt. Hvalbrú milli hafnar og Hvaleyrarlóns Úti fyrir Hvaleyrarlóni er hafn arstæðið nýja. Þar, meðfram útfalli lónsins er kominn vel gerður göngustígur að fráveitu - stöð inni yst á brimbrjótnum og það an er frábært að horfa út á Faxa flóann, ekki síst í sólar - laginu á góðum degi. Í stað þess að halda sömu leið til baka, væri þá ekki tilvalið að geta gengið á brú yfir sundið að Hval eyrar - lóninu og kringum lónið? Til að minna á hvalfund Hrafna-Flóka á Hvaleyrinni forðum, mætti hafa brúna að hluta til í hvallíki og ganga í gegnum hvalinn. Það væri viðeigandi á 100 ára af - mæli Hafnarfjarðar á næsta ári, að efna til hugmyndasamkeppni um e.k. „hvalbrú“ sem tákn um komu Hrafna-Flóka til Hafnar fjarð ar við upp - haf landnáms á Ís - landi. Bárujárnshús á Hvaleyri Svo er það svæðið fyrir neðan Hval eyrar - braut ina. Lóða eig end - ur þar munu vera farnir að huga að há - reistri íbúðabyggð á svæð inu í stíl við Norður bakk - ann og blokkaþyrpinguna of an við Hvaleyrarbrautina. Þetta heitir „bryggjuhverfi“ á fínu máli. Þá verða hamra borg irnar sitt hvoru megin hafnarinnar orðnar að táknmynd Hafnar - fjarð ar af hafi séð. Mér dettur í hug annars konar byggð. Í Reykja vík hefur með góðum ár - angri tekist að byggja upp ný hverfi gamalla húsa í Skerjafirði og á Bráðræðisholtinu vestast við Hringbrautina. Ég sá fyrir stuttu kort af Hvaleyrarlóninu og Hvaleyrinni inn af því frá því um aldamótin 1900. Þar teygðu lágreistu timburhúsin sig út eftir eyrinni. Hvernig væri nú að gera götu neðan við Hvaleyrar - brautina og láta hana byggjast upp af timburhúsum í stíl við gömlu byggðina norðan og innan við fjarðarbotninn?. Þetta gæti verið blanda af íbúðarhúsum, verslunum og veitingastöðum. Til að auðkenna svæðið betur, mætti finna stað fyrir vita, tákn Hafnarfjarðar, sem nú er í felum. Hvaleyri mætti hverfið og gatan heita og það þarf að tengjast vel byggðinni við Strandgötuna og umhverfi Hvaleyrarlónsins. Hugmyndir frá bæjarbúum, ekki bara verktökum Um stundir hafa aðgangsharðir verktakar og fjárfestinga fyrir - tæki ráðið ferðinni um of í skipulagsmálum Hafnarfjarðar. Ég set þessar hugmyndir fram til að hvetja bæjarbúa sem og skipulagsyfirvöld bæjarins, til að leyfa hugmyndafluginu að blómstra og leyfa sérkennum Hafn arfjarðar að njóta sín sem best. Eitt af sérkennunum eru húsin og bátaskýlin sérstæðu við Hvaleyrarlónið. Þau þurfa að öðlast nýtt líf. Þar mætti t.d. gera glæs ilega vinnustaði fyrir mynd - listarfólk og aðra í margvíslegum sköpunarstörfum. Þar dugar langt nálægðin við sjávarföllin og Hvaleyrarlónið. Leggist nú undir feld, Hafn - firðingar. Það er gott að æfa sig fyrir næstu 100 árin. Höfundur er nágranni Hvaleyrarlónsins. Hvaleyrarlón og Hvaleyri þurfa andlitslyftingu Reynir Ingibjartsson Foreldrafélag Hvaleyrarskóla stendur dagana 6. til 16. nóv em - ber fyrir könnun meðal foreldra barna í Hvaleyrarskóla þar sem stjórn félagsins kannar hug og vilja foreldra til þátttöku í foreldrastarfi. Virkt foreldrastarf stuðlar að jákvæðum bekkjar - anda, bættri líðan og um leið betri námsárangri nemenda. Virkt foreldrastarf stuðlar að aukn um forvörnum á mörgum svið um og er líka góð leið fyrir for eldra að kynnast öðrum for - eldrum sem láta sér annt um hag barna sinna. Könnunin er send foreldrum á tölvupósti. Ný stjórn foreldrafélags Hval - eyrarskóla og nýtt foreldraráð tók við í haust. Hugur fereldra kannaður Virkt foreldrastarf sagt stuðla að forvörnum F.v.: Jóhannes Þór Skúlason og Bryn dís Jónsdóttir í foreldra ráði, Þórdís Jóna Hrafnkelsdóttir, Hulda Ragnheiður Árna dóttir, Rúnar Matthíasson, Benedikta Hannesdóttir, Helga Lára Páls dóttir og Þorsteinn Gunnlaugsson í stjórn foreldrafélags. Á mynd ina vantar Sveindísi Jóhannsdóttur og Óskar Stein Gunnars son. Mótið framtíðina með okkur Er nokkuð skemmtilegra en að taka þátt í að móta framtíðina með börnum og unglingum? Við leik- og grunnskóla bæjarins eru laus störf og hægt er að velja um heilar stöður eða hlutastörf. Allar upplýsingar gefa stjórnendur skólanna. Sjá nánar á heimasíðum skólanna og heimasíðu Hafnarfjarðar, www.hafnarfjordur.is. Auglýsing í Fjarðarpóstinum borgar sig! Auglýsingasíminn er 565 3066 Það ríkti kátína í verslun B.young á Strandgötunni á fimmtudagskvöld. Að sögn Hrefnu Óskar Benediktsdóttur, framkvæmdastjóra var stöðug gestakoma allt kvöldið og mjög létt yfir öllum. Sigríður Klingen - berg, spákona með meiru átti mikinn þátt í að halda kátínunni á lofti og ekki sakaði góð tilboð í versluninni og óvæntir glaðn - ingar. Fjölmenni í ársafmæli B.young Inger Rós, Silla Sig, Hrefna Ósk og Sigríður Klingenberg á góðri stundu. Skammdegisskreyting Starfsmenn Hafnarfjarðarbæjar setja upp ljósaskreytingar. L j ó s m . : G u ð n i G í s l a s o n

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.