Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 08.11.2007, Blaðsíða 9

Fjarðarpósturinn - 08.11.2007, Blaðsíða 9
10 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 8. nóvember 2007 Eldsneytisverð 7. nóvember 2007 í Hafnarfirði: Sölustaður 95 okt. dísil Atlantsolía, Kaplakr. 128,7 130,2 Atlantsolía, Suðurhö. 128,7 130,2 Orkan, Óseyrarbraut 128,6 130,1 ÓB, Fjarðarkaup 128,7 130,2 ÓB, Melabraut 128,7 130,2 Skeljungur, Rvk.vegi 130,7 131,9 Öll verð miðast við sjálfs af greiðslu og eru fundin á vef síð u olíufélaganna. N1 gefur ekki upp verð á heimasíðu. Að auki getur verið í boði sérafsláttur. Kistur • Krossar • Sálmaskrár • Duftker • Blóm • Fáni • Gestabók • Erfidrykkja • Prestur Kirkja • Legstaður • Tónlist • Tilkynningar í fjölmiðla • Landsbyggðarþjónusta • Líkflutningar Flatahraun 5a • www.utfararstofa.is Vaktsími: 565 5892 & 896 8242 • Sólarhringsvakt Komum heim til aðstandenda ef óskað er Bryndís Valbjarnardóttir ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR Það sem hafa ber í huga varðandi andlát og útför Hermann Jónasson Geir HarðarsonSverrir Einarsson Barmmerki við öll tækifæri www.barmmerki.tk Frábær árangur með Herbalife Ráðgjöf og eftirfylgni. Fríar prufur Þyngdarstjórnun - Aukin orka Gerður Hannesdóttir sjálfst. dreifingaraðili. 865 4052 • 565 1045 • ghmg@simnet.is Stórt furu barnarúm m/ auka lægri gafli fæst gefins. Hægt að fjarlægja rimlahliðar og lengja. Uppl. í s. 896 4613. Raunkjærs konversations leksikon, danskt alfræðisafn frá um 1953 fæst gefins. 13 bindi í fallegu brúnu bandi, mjög vel með farið. Uppl. í s. 896 4613. Gott borðstofuborð til sölu á góðu verði. Uppl. í s. 565 3176, 862 9606. Lítið notaður silfurgrár svalavagn til sölu. Uppl. í síma 822 8444. STÆRÐFRÆÐI - RAUNGREINAR Þarftu aðstoð fyrir prófin? Ef svo er, hringdu þá í mig og við skulum skoða málin saman. Marteinn Guðjónsson, framhaldsskólakennari s. 898 7725 eða 565 1045. Þú getur sent smáauglýsingar á: a u g l y s i n g a r @ f j a r d a r p o s t u r i n n . i s e ð a h r i n g t í s í m a 565 3066 A ð e i n s f y r i r e i n s t a k l i n g a , e k k i r e k s t r a r a ð i l a . V e r ð a ð e i n s 5 0 0 k r . Ta p a ð - f u n d i ð o g f æ s t g e f i n s : F R Í T T R e k s t r a r a ð i l a r : F á i ð t i l b o ð í r a m m a a u g l ý s i n g a r ! Kennsla Til sölu Gefins Rakel 869 7090 • Sindri 861 7080 • www.kolbrunrakel.is Næring + Hreyfing + Fræðsla = Árangur Sjálfstæðir dreifingaraðilarHERBALIFE Fyrir skömmu las ég frétt í blaði um að Indverjar hefðu áhyggj ur af þeim áróðri sem er í gangi og Ísraelsmenn standa helst fyrir, um að banna notkun Þórs merkisins (Mjölnis), tákni eins helsta guðs Ásatrúar - manna, sem einnig hef - ur verið nefndur haka - kross, einkum í sam - bandi við misnotkun nasista á þessu forna indóevrópska og nor - ræna tákni. Hjá Indverjum er þetta tákn í miklum hávegum haft enda æva fornt og hefur mikla helgi í þeirra trúarbrögðum. Tákn ið þekkist víða um heim, m.a. hjá frumbyggjum N-Ame ríku, Indí - án um, og var einnig þekkt hjá hinum fornu Súmerum. Oft er hakakrossinn tákn sóla rinnar en hjá norrænum mönnum var hann tákn þrumuguðsins Þórs. Eimskipafélagið notaði táknið sem einkennismerki sitt frá upp - hafi og fram á síðustu ár, m.a. á stríðsárunum, en nýlega var því hætt og breytt var yfir hið fallega merki á framhlið Eimskipa félags - hússins vegna þess að túristar frá Ísrael höfðu kvartað yfir því. Mér þótti það mjög miður þegar þetta gerðist. Eigum við að „lúffa“ svona fyrir tilfinningum útlendra túrista? Haldið þið að tekið yrði mark á kvörtunum frá okkur út af þjóðlegum táknum annarra í út - lönd um? Ein ástæðan var talin vera að merkið tengdist nasim - anum of náið. Þetta er dálítið kaldhæðnislegt því engir aðrir en þeir, Ísraelsmenn, komast nær því að haga gjörðum sín um á svipaðan hátt og nasistar gerðu gagnvart Gyðingum, en einmitt þeir sjálfir gera gagn vart nágrönnum sínum í Palestínu og Líbanon. Hakakross nasistana, eða svastikan, er þó nokk uð frábrugðin okkar krossi því hann er hallandi og svartur, en okkar lóðréttur og blár. Þetta rifjar upp atburð sem henti mig á stríðsárunum þegar ég var nýfluttur til Reykjavíkur og bjó á Grimstaðaholtinu skammt frá her búðum Breta og Kanada - manna. Einn sunnu dag þegar ég spókaði mig á Fálkagötunni í matrósarfötununum mínum sem voru skreytt íslenska fán an - um og fána Eimskipa - félagsins, vék sér að mér enskur dáti, þreif í mig og benti á fánann. Ég aðeins 9 ára skildi ekkert í því hvernig maðurinn lét en við - skiptum okkar lauk þannig að félagi hans dró hann á brott og sagði mér að fara heim. Eftir það lét ég móður mína fjarlægja fánann af ótta við reiði fáfróðra breskra dáta. Kristnir Íslendingar ættu einnig að halda heiðri Þórs hátt á loft því hann átti sinn þátt í því þegar Íslendingar tóku upp kristni þótt önnur atriði kæmu þar einnig við sögu. Sagt er að þegar Þorgeir Ljós vetningagoði hafði hallað sér undir feld til að hugsa málið að honum hafi runnið í brjóst og dreymt að Þór kæmi til hans og gæfi honum fyrirmæli um að samþykkja kristnina. Þetta sannar að Þór var góður karl enda skipaður af drottni allsherjar sem verndari mannanna. Ég vona að núverandi eigendur Eim skipa - félagsins skipti um skoðun á merki Eimskips. Það sem nú er notað er ómerkileg eftiröpun á merki Flugleiða sem er frekar látlaust og ekki eftirtektarvert. Íslendingar! Höldum minningu Þórs í heiðri og hefjum merki hans hátt á loft! Höfundur er fv. lofskeytamaður. Höldum merki Þórs á lofti Hermann Guðmundsson Á aðalfundi Ungra Jafnaðar - manna í Hafnarfirði sl. laugardag var Jón Steinar Gunnlaugsson kosinn formaður. Á fundinum voru samþykktar átta ályktanir. Ungir jafnaðarmenn vilja að staldrað verði við í háhýsa - væðingu miðbæjarins og segja núverandi skipulag einkennast af hálfkláruðum hugmyndum og framtíðarsýn skorti. Þá er harm - aður fundur stríðsmangara hér á landi, Alþingi er hvatt til að setja lög um nýtingu og eignar hald auðlinda hið fyrsta, þing heimur er hvattur til að sam þykkja frumvarp til breytinga á áfengis - lögum og vekja athygli á ósam - ræmi í að sjálfræðisaldur sé ekki sá sami og áfengis kaupa aldur. Þá harma ungir jafnaðar menn ástandið í Pakistan, þeir hvetja Samfylkinguna til að halda hátt á lofti stefnu sinni um ESB aðild og fagna að Hafnar fjarðar bær taki forystu í uppbyggingu aðstöðu til hjólabrettaiðkunar. Í síðustu ályktuninni er skorað á ríkis stjórnina að hætta ríkis - stuðn ingi við landbúnaðar fram - leiðslu. Jón Steinar Guðmundsson nýr formaður ungra jafnaðarmanna Ungir jafnaðarmenn vilja nýja óháða þverpólitíska nefnd til að móta framtíðarsýn um miðbæinn Hafnfirðingar eru í ágætum málum þegar kemur að löggæslu og ekki er annað að sjá út úr tölfræðinni en að nær allir Hafn - firðingar séu löghlýðnir borgarar. Þetta var meðal þess sem kom fram á fundi lögreglunnar og forystu manna bæjarins á fundi þeirra sem haldinn var sl. fimmtu dag. Sævar Örn Guð - mundsson, aðalvarðstjóri fór ítarlega yfir stöðu mála í Hafnarfirði og sagði ástandið á flestum sviðum vera gott. Í sama streng tók Hörður Jóhannesson aðstoðar lögreglu stjóri en hann fór einnig yfir helstu markmið embættisins. Kristján Ólafur Guðnason að stoðar yfir lögreglu - þjónn kynnti stefnu umferðar - deildar og skýrði fundarmönnum frá ýmsum for vitnilegum niður - stöðum. Í gögn um hans kemur m.a. fram að slysum á fólki í umferðinni hefur fækkað mjög verulega í Hafn arfirði á undan - förnum misserum. Kristján Ólaf - ur tiltók sérstaklega hring torg í þessu sambandi og sagði að með tilkomu þeirra hafi ein mitt dreg - ið mjög úr slysum á fólki þegar umferðin er annars vegar. Því megi óhikað segja að þau hafi sannað gildi sitt. Hringtorg sanna gildi sitt Slysum á fólki hefur fækkað verulega í Hafnarfirði Vinnupallar fuku Sl. fimmtudagskvöld fuku vinnu pall ar af nýbyggingu á Norðurbakka og út á Vesturgötu. Enginn bíll var þar á ferð og var svæðið hreinsað strax. L j ó s m . : J a k o b G u ð n a s o n Verslum í Hafnarfirði! L j ó s m . : G u ð n i G í s l a s o n

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.