Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 15.11.2007, Blaðsíða 2

Fjarðarpósturinn - 15.11.2007, Blaðsíða 2
2 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 15. nóvember 2007 Útgefandi: Keilir ehf. kt. 681175-0329 Fjarðarpósturinn, Bæjarhrauni 2, 220 Hafnarfirði Vinnsla: Hönnunarhúsið ehf., umbrot@fjardarposturinn.is Ritstjóri og ábm.: Guðni Gíslason Ritstjórn: 565 4513, 896 4613, ritstjorn@fjardarposturinn.is Auglýsingar: 565 3066, auglysingar@fjardarposturinn.is Prentun: Steinmark ehf. Dreifing: Íslandspóstur ISSN 1670-4169 – Vefútgáfa: ISSN 1670-4193 www.fjardarposturinn.is Sala á hlut Hafnarfjarðarbæjar í Hitaveitu Suðurnesja virðis vera að koma í hámæli ef marka má skrif Gunnars Svavarsson, bæjarfulltrúa Samfylkingarinnar. Búast má við heitum umræðum um þetta mál í bæjarráði og ætti kannski ekki að koma mörgum á óvart ef ákveðið yrði að selja hlutinn til Orkuveitur Reykjavíkur eins og samkomulag Hafnarfjarðarbæjar og OR gerðu ráð fyrir. Reykjanesbær, eða öllur heldur bæjarstjórinn þar virðist berjast gegn því að aðrir hafi ítök í Hitaveitu Suðurnesja en er þó eins og aðrir búinn að sjá að hann getur ekki eignast meirihluta. Sennilega sjá Hafnfirðingar að lítill fengur sé að halda fengnum hlut og vart fáist hærra verð en OR býður nú. Hins vegar veit ég ekki hvað hefur komið út úr athugun OR á möguleika á samstarfi (eða kaupum) á Vatnsveitu Hafnarfjarðar og fráveitu en sé ekki neina glóru í að einhver milliliður fái að bíta af kökunni þegar við getum fengið eigið vatn sjálfrennandi heim í hús. Frá okkur rennur svo okkar eigin skítur í eigin lögnum sem enginn þarf að hafa hag af en við sjálf. Kannski getur Hafnarfjarðarbær rekið öflugt vatnsveitufyrirtæki enda gott vatn verðmæti. Gunnar nefnir samstarf við Grindavík og Voga, væntanlega samein ingakandidata Hafnarfjarðar. Þar hlýtur hann að vera að ýja að því að þessi sveitarfélögu geti saman myndað eigið orkufyrirtæki sem selji afnotarétt að orkuauðlindunum og veiti leyfi til frekari rannsókna en skv. sérfræðingum er enn ekki vitað hvar hitaupp - sprettan er í Krýsuvík og fyrr en það er vitið verði ekki hægt að nýta þá miklu orku sem þar er að finna. Grindavík, Vogar og Hafnarfjarðarbær eiga mikla sameiginlega hagsmuni í orkumálum og eflaust fleiri málum og hafa hingað til ekki viljað horfa til Reykjanesbæjar í sameiningarmálum. Hver veit hvað verður ef samstarf þeirra við Hafnarfjörð verður að veruleika. Guðni Gíslason 1. Netþjónabú í sveitarfélögum, rekstur og uppsetning Lagt fram erindi Fjárfestingar - stofunnar dags. 31.10.2007 þar sem verið er að bjóða þátttöku í athugun á aðstæðum fyrir rekstur og uppsetningu netþjónabúa í sveitarfélögum. Áætlaður kostn - aður er kr. 400.000 án vsk. Bæjarráð telur ekki ástæðu til þátttöku í þessu verkefni þar sem Hafnarfjarðarbær er að skoða þessi mál á eigin vegum. 5. Byggingaréttur íbúðalóða Tekið fyrir að nýju. Bæjarráð felur oddvitum flokk - anna að skoða verðlagningu bygg ingarréttar á milli funda. Jafn - framt er bæjarstjóra falið að undirbúa auglýsingu lóða á Völlum 7. 7. Bifreiðastöð BSH, réttur á leigubílastæðum. Lagt fram erindi BSH sent í tölvupósti 25.10.2007 varðandi fram lengingu á sérafnotarétti af leigubílarennu við Fjörð. Bæjar - lögmaður fór yfir málið. Bæjarráð synjar framlengingu á sérafnotaréttinum og felur skipu - lags- og byggingarsviði að merkja leigubílarennuna til nota fyrir alla og ítrekar jafnframt að fundin verði staðsetning fyrir annað almennt leigubílastæði. 11. Sléttuhlíð A-1 númer 123138, lóðarstækkun Lagt fram erindi Sigríðar Ragnh. Ólafsdóttur þar sem sótt er um lóðarstækkun í Sléttuhlíð A-1 skv. meðfylgjandi gögnum. dags. 19. júní 2006. Skipulags- og byggingarráð tók jákvætt í erindið á fund þann 23.10 sl. og vísaði málinu til bæjar ráðs. Bæjarráð samþykkir að leggja til við bæjarstjórn: „Bæjar stjórn Hafnarfjarðar sam - þykkir að úthluta Sigríður Ragnh. Ólafsdóttur lóðarstækkun í Sléttu - hlíð A-1 í samræmi við fyrir - liggjandi gögn.“ 28. Mæðrastyrksnefnd Hafnarfjarðar, styrkbeiðni Lagt fram erindi mæðra - stryksnefndar í Hafnarfirði dags. 23. október 2007 þar sem óskað er eftir styrk vegna úthlutunar á árinu. Jafnframt er þess farið á leit að nefndinni verði útvegar hús - næði vegna úthlutunar o.fl. Bæjarráð samþykkir að veita mæðrastyrksnefnd styrk að upphæð kr. 300.000 sem takist af fjárveitingu bæjarráðs til styrk - veitinga. 30. Leiðarendi, varðveisla hraunhellis, styrkbeiðni Tekið fyrir að nýju erindi Árna B. Stefánssonar dags. 07.09.2007 þar sem óskað er eftir styrk að upphæð kr. 250.000 vegna varðveislu hellisins Leiðarenda. Lögð fram umbeðin umsögn umhverfisnefndar/Staðardagskrár 21 þar sem mælt er með erindinu. Bæjarráð samþykkir að veita styrk að upphæð kr. 250.000 sem takist af fjárveitingu bæjarráðs til styrkveitinga. Sunnudaginn 18. nóvember Guðsþjónusta kl. 11 Prestur: Sr. Þórhallur Heimisson Ræðuefni: Hinu hinstu tímar A Capella kór kirkjunnar leiðir söng Kantor: Guðmundur Sigurðsson Sunnudagaskólar í Strandbergi og Hvaleyrarskóla á sama tíma. www.hafnarf jardark i rkja. is Ástjarnarkirkja Sunnudagurinn 18. nóvember Messa kl. 11 Prestur er sr. Kjartan Jónsson og tónlistarstjóri Helga Þórdís Guðmundsdóttir Kaffisopi, spjall og ávextir í safnaðarheimilinu á eftir Sunnudagaskóli á sama tíma Foreldramorgunn á þriðjudaginn kl. 10-12 í Ástjarnarkirkju www.astjarnarkirkja.is Opið hús í Lækjarskóla Í dag, fimmtudag, frá kl. 16.30-18.30 verður opið hús í Lækjarskóla í tilefni af 130 ára starfsafmæli. Allir vel - unnarar skólans eru boðnir velkomnir. Málverkasýning á Sjónarhóli Bryndís Svavarsdóttir sýnir olíu mál - verk í gleraugnaversluninni Sjónarhóli Reykjavíkurvegi 22, 19.-30. nóvem - ber. Sýningin er sölusýning og er opin á opn unartíma verslunarinnar, kl. 10-18 alla virka daga. Þetta er fyrsta einka - sýn ing Bryndísar. Chaplin og Bergmann í Bæjarbíói Á laugardaginn kl. 16 sýnir Kvik - myndasafn Íslands Einræðisherrann (The Great Dictator 1940) eftir Charlie Chaplin. Á þriðjudaginn kl. 20 sýnir Kvik - mynda safnið mynd Ingmars Berg - man, Snertingin (Beröringen 1971). Sænska eiginkonan og móðirin Karin virðist lifa í hamingjusömu hjóna - bandi. Nálægt heimili hennar er fornleifa fræðingurinn David að störf - um. Hann er gyðingur sem hefur sloppið úr útrýmingarbúðum og síðan fengið hæli í Bandaríkjunum. Karin og David hefja ástarsamband sem af ýms um sökum er fyrirsjáanlega erfitt og að því kemur að Karin verður að ákveða hvort hún ætli að fylgja David áfram eða snúa aftur heim til eigin - manns síns og barna. Leikarar: Elliott Gould, Bibi Andersson og Max von Sydov. Jóladagskrá í Bókasafninu Kynstrin öll, jóladagskrá Bókasafns Hafnarfjarðar hefst á laugar daginn í Barna- og unglinga deild safns ins kl. 10: Barnakór Leikskóla Hörðuvalla syngur Upplestur úr jólabókum - Fyrir yngri börnin • Áslaug Jónsdóttir - Skrímsli í myrkrinu • Guðni Kolbeinsson - Sjóræningjar skipta ekki um bleiur • Þórarinn Eldjárn - Gælur, fælur og þvælur Kl. 13: Upplestur úr jólabókum - Fyrir eldri börnin • Hrund Þórsdóttir - Loforðið • Gunnar Lárus Hjálmarsson (dr. Gunni) - Abbababb • Marta María Jónasdóttir - Ef þú bara vissir Heitt kaffi á könnunni og hollt snarl fyrir börnin. Nemendur úr myndmennta - deild Lækjarskóla skreyttu barnadeild Bókasafns Hafnar - fjarðar í síðustu viku. Afrakstur vinn unnar er nú til sýnis gestum safnsins og er fjölbreytnin mikil í list barnanna. Barnalist í bókasafni L j ó s m . : G u ð n i G í s l a s o n

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.