Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 15.11.2007, Blaðsíða 6

Fjarðarpósturinn - 15.11.2007, Blaðsíða 6
6 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 15. nóvember 2007 Kaldárkonur eru komnar á kreik með jólakortin og er sala hafin. Erla Sigurðardóttir mynd - listakona hannaði kortið þriðja árið í röð. Kortin eru seld 5 í pakka með umslagi, ýmist með eða án texa. Kortin eru m.a. seld í Gullsmiðjunni Lækjargötu 34c og á Hárgreiðslustofunni Guð - rúnu, Linnetstíg 6. Þá verða Kaldárkonur með jólakortin í Jólaþorpinu helgina 24. og 25. nóvember. Allur ágóði af sölu jóla - kortanna rennur til líknarmála og vilja Lionskonur þakka góðan stuðning á liðnum árum. Nánari upplýsingar um kortin veitir formaður fjáröflunarnefndar Ásta Úlfarsdóttir í s. 868 3290. Jólakort Kaldár Lionsklúbbur selur jólakort til styrktar líknarmálum Jólakort Lionskvennanna er teiknað af Erlu Sigurðardóttur. Stóra norræna portrett sýn - ingin Portrett nú! stendur yfir í Hafnarborg til 22. desember. Sýningin opnaði í maí sl. í Danmörku og voru veitt verðlaun fyrir þrjú bestu verkin, frum legustu verðlaunin og einn - ig verk sem gestir sýningarinnar tilnefndu og nú gefst íslensku sýningargestunum að gera slíkt hið sama. Sýningin er mjög fjölbreytt og er hægt að sjá listaverk í öllum miðlum listarinnar. Í afgreiðslu Hafnarborgar er hægt að nálgast atkvæðaseðlana og setja í kassa. Sýningargestir eru hvattir til þess að taka þátt og skoða sýninguna með það í huga hvað þeim finnist áhugaverðast, fallegast eða frumlegast. Allir ættu að gera sér ferð á safnið og láta ljós sitt skína. Á Portrett Nu sýningunni var öllum Norðurlöndunum boðin þátttaka og tekið fram að öll birtingarform portrettlistarinnar væru jafnrétthá. Á sýningunni eru verk eftir 6 ís lenska listamenn, Doddu Maggý Kristjánsdóttur, Helga Gísla son, Kristveigu Hall dórs - dóttur, Magdalenu Margréti Kjart ans dóttur, Sesselju Tómas - dóttur og Sigrúnu Eldjárn. Norrænu portrett verðlaunin Gestir geta látið ljós sitt skína ! Útsvar er nýr þáttur þar sem 24 sveitarfélög keppa sín á milli í skemmtilegum spurningaleik. Þættirnir eru í beinni útsendingu á föstudagskvöldum. Umsjónarmenn eru Sigmar Guð mundsson og Þóra Arnórs - dóttir en dómari og spurninga - höfundur er Ólafur B. Guðnason. Allir eru velkomnir í sjón - varps sal til að fylgjast með út - sendingu og hvetja sitt lið til dáða. Áhorfendur þurfa að vera mættir í Útvarpshúsið, Efstaleiti 1, kl. 19.45. Útsending hefst strax eftir Kastljós. Hægt er að skrá sig sem áhorf - andi í sal á www.ruv.is/utsvar á þar til gerðu skráningarformi, eða senda undirritaðri tölvupóst, lovisaa@ruv.is Lið Hafnarfjarðar skipa: Sævar Helgi Bragason, kennari og stjörnuskoðunar - áhugamaður, Björk Jakobsdóttir, leikkona og leikstjóri, Guðni Gíslason, ritstjóri og innanhússarkitekt. Lið Akraness skipa: Bjarni Ármannsson, fjármála - maður, Guðríður Haraldsdóttir, blaðamaður og bloggari. Sigrún Ósk Kristjánsdóttir, blaðamaður og bæjarfulltrúi. Viltu mæta í sjónvarpssal? Hafnarfjörður mætir Akranesi 30. nóvember Dansflokkurinnn Ugly Duck Productions verður með sýn - ingar í samstarfi við Hafnar - fjarðarleikhúsið dagana 17., 23. og 24. nóvember í Hafnar fjarð - ar leikhúsinu. Á sýning unni verða frumsýnd 2 ný dansverk eftir höfundana Andreas Con stantinou og Jessicu Winograd frá New York. Dauði vísinda er nýtt ágengt og þrungið sólóverk sam ið og dansað af Andreas. Mað ur leitar útgönguleiðar úr myrkv uðu her - bergi hvar enda lausar tilraunir hans og uppá kom ur, stigmagnast fram í dá leiðandi endalok. Titill - inn „Dauði vísinda“ vísar til enda loka mannlegra vitsmuna og endur hvarfs til hins frumstæða. What I've Been Doing er sóló - verk eftir Jessicu Winograd frá New York. Verkið þróaðist útfrá rannsóknum Jessicu á sam band - inu milli dansarans og áhorf - endanna. Verkið er tilraun til þess að skapa samfélag og tilfinningu fyrir sannri upplifun sem ókunnugir deila. Auk þess mun Steinunn Ketils dóttir sýna nýjasta verk sitt, Crazy in love with MR. PERFECT, sem frumsýnt var á Reykjavík Dance Festival í september á þessu ári. Það er dúett sem Steinunn og Brian Gerke dansa. Ugly Duck Production sýnir í Hafnarfjarðarleikhúsinu Dansverk eftir Andreas Constantinou, Jessicu Winograd og Steinunni Ketilsdóttur Íslandsmeistaramótið í kumite fór fram í Fylkishöllinni á laugardaginn. Haukar áttu þar níu keppendur sem stóðu sig allir mjög vel. Liðið stóð uppi sem Íslandsmeistari félaga með 22 stig, en næsta félag var með 14 stig. Guðbjartur Ísak Ásgeirsson vann í -70kg flokki, en þar lagði hann Tómas Lee frá Þórshamri að velli á mjög dramatískan hátt. Pálmar Dan Einarsson tryggði Haukum svo gullið í liðakeppni karla þar sem hann hreinlega valt - aði yfir Alvin Zogu frá Víkingi. Árangur Haukanna: Karlar -70 kg 1. Guðbjartur Ísak Ásgeirsson 3. Arnór Ingi Sigurðsson Karlar - 80 kg 2. Ari Sverrisson Karlar Opinn flokkur 2. Guðbjartur Ísak Ásgeirsson 3. Pálmar Dan Einarsson 3. Kristján Ó. Davíðsson Karlalið Hauka: 1. Ari Sverrisson, Guðbjartur Ísak Ásgeirsson, Kristján Da víðs - son, Pálmar Dan Einarsson. Konur +60 kg 3. María Björg Magnúsdóttir Konur Opinn flokkur 3. María Björg Magnúsdóttir Kvennalið Hauka: María Björg Magnúsdóttir, Eva Lind Ágústdóttir, Kristín Ingvarsdóttir, Sigríður Hrönn Halldórsdóttir. Haukar Íslandsmeistarar Karatedeild Hauka Íslandsmeistari félaga í Kumite Efri röð frá v. Gunnlaugur þjálfari, Guðbjartur Ísak, Ari, Arnór Ingi, Kristján Ó., Pálmar Dan og Karl Viggó þjálfari. Í fremri röð frá v. María Björg og Kristín. Á myndina vantar Evu Lind og Sigríði Hrönn. Skyndileg hálka eitt kvöld í síðustu viku kom mörgum á óvart. Ungur maður fann að bíllinn rann aðeins til á Reykja - nesbraut á móts við kirkju garð - inn, tiplaði örlítið á bremsunni en við það missti hann vald á bíln - um sem hafnaði á hvolfi utan vegar. Öku maðurinn taldi sig hafa verið á 70-80 km hraða en áttaði sig ekki á hálkunni sem ekki sást. Hann sagðist hafa hangið í bílbeltunum og var ánægður með að vera ómeiddur. Sama kvöld lenti eldri maður með bifreið sína á staur á Hjallabraut við Breiðvang eftir að hafa misst vald á bifreiðinni í hálku. Skall bifreiðin með nokkru afli á staurinn og kenndi ökumaðurinn til minniháttar meiðsla eftir slysið. Beltin björguðu í bílveltu í hálkunni Aðkoman var ekki falleg en ungi maðurinn slapp vel. L j ó s m . : G u ð n i G í s l a s o n

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.