Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 15.11.2007, Blaðsíða 9

Fjarðarpósturinn - 15.11.2007, Blaðsíða 9
Kynstrin öll Jóladagskrá Bókasafns Hafnarfjarðar Þessi ganga tengist deginum 11.11. sem er í þýskalandi kall - aður Sankt Martinsdagur og er nefndur eftir heilögum Martin sem var uppi 316-397 e.kr. Hann var hermaður og sagan segir að hann hafi hitt fátækl ing á köldum vetrardegi. Þegar hann sá hvað hann var kald ur og klæðalítill tók hann sverð sitt og skar her - manna kápu sína í tvennt til að gefa fátæk ingnum hinn helming - inn. Eftir þennan atburð dreymdi hann Jesú og í draumnum sá hann Jesús með helming kápu sinnar. Lét hann þá skírast og helgaði líf sitt kristni. Seinna varð hann biskup og enn í dag þekkja margir sögu hans, sérstaklega vegna þess að hann var sagður vera góð - hjartaður maður. Á hverju ári safnast fjölskyldur í öllum fylgjum Þýskalands saman til þess heiðra minningu hans með þvi að fara í skrúð - göngu og hver krakki útbýr lukt. Sungin eru lög um Sankt Martin og í lok skrúðgöngunnar safnast fólkið saman við bálköst. Í Bókasafni Hafnarfjarðar eru haldin barnanámskeið í þýsku og fóru m.a. fjölskyldur þessara barna í samskonar göngu á laug - ar daginn og bókasafnið var opið lengur til þess að allir gátu fengið sér smá hress ingu eftir á. Þessi ganga hefur verið farin í nokkur skipti með síaukinni þátttöku og áhuga. Sagan var svo svið sett með leikurum og hesti í Hellisgerði og hljóðfæra leik arar vor með í för. www.fjardarposturinn.is 9Fimmtudagur 15. nóvember 2007 Heilagur Martin gaf hálfa kápu sína Sankt Martins ganga um miðbæ Hafnarfjarðar með lúðrablæstri og blysum 17. nóvember – laugardagur Barna- og unglingadeild Dagskrá hefst kl. 11:00 Barnakór Leikskóla Hörðuvalla syngur Upplestur úr jólabókum - Fyrir yngri börnin • Áslaug Jónsdóttir - Skrímsli í myrkrinu • Guðni Kolbeinsson - Sjóræningjar skipta ekki um bleiur • Þórarinn Eldjárn - Gælur, fælur og þvælur Kl. 13:00 Upplestur úr jólabókum - Fyrir eldri börnin • Hrund Þórsdóttir - Loforðið • Gunnar Lárus Hjálmarsson (dr. Gunni) - Abbababb • Marta María Jónasdóttir - Ef þú bara vissir Heitt kaffi á könnunni og hollt snarl fyrir börnin 22. nóvember – fimmtudagur Setustofa á jarðhæð Dagskrá hefst kl. 20:00 Upplestur úr jólabókum • Edda Andrésdóttir - Í öðru landi: saga úr lífinu • Yrsa Sigurðardóttir - Aska • Þráinn Bertelsson - Englar dauðans Hlé • Lóa Aldísardóttir - Sautjándinn • Vigdís Grímsdóttir - Sagan um Bíbí Ólafsdóttur Við myndum kaffihúsastemningu á Bókasafninu í samstarfi við Súfistann sem selur veitingar 29. nóvember – fimmtudagur Setustofa á jarðhæð Dagskrá hefst kl. 20:00 Erindi • Bergþór Pálsson flytur erindi um veislur og borðsiði í tilefni útgáfu nýrrar bókar sinnar - Vinamót: veislur og borðsiðir Við myndum kaffihúsastemningu á Bókasafninu í samstarfi við Súfistann sem selur veitingar Heilagur Martin nútímans gekk í fararbroddi göngunnar. L j ó s m . : G u ð n i G í s l a s o n L j ó s m . : G u ð n i G í s l a s o n Haustmót Fimleikasambands Íslands var haldið í Bjarkar hús - inu um helgin og sá Fim - leikafélagið Björk um fram - kvæmd mótsins. Var mótið félaginu til sóma en þar kepptu um 300 einstaklingar frá 9 félögum víðs vegar að af land - inu. Mótinu var skipt niður í þrep skv. íslenska fimleikastiganum og sýndu keppendur glæsileg tilþrif alla helgina. 300 kepptu á fimleikamóti Hafnfirksu keppendurnir stóðu sig vel Katrín Tanja Davíðsdóttir stóð sig vel á jafnvægisslánni. Benedikt Arnar Bollason náði 2. sæti í hringjunum Andrea Rós Jónsdóttir náði 3. sæti samanlagt í 3. þrepi 11 ára og yngri stúlkna. L j ó s m . : G u ð n i G í s l a s o n L j ó s m . : G u ð n i G í s l a s o n

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.