Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 22.11.2007, Blaðsíða 6

Fjarðarpósturinn - 22.11.2007, Blaðsíða 6
6 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 22. nóvember 2007 Í grein Ómars Smára Ár - mannssonar, aðstoðar yfir lög - reglu þjóns, sem birt var í Fjarð - ar póstinum í liðinni viku var slegið til menn ingar- og ferða - mála fulltrúa og starfs manna Byggðasafns Hafnarfjarðar með ómerki legum hætti. Greinin er í raun ekki svara verð vegna útúr - snúninga en við teljum okkur þó knúin til að leiðrétta rangfærslur. Ómar Smári hefur þungar áhyggjur af stjórnun menn ingar - mála í Hafnarfirði. Hann telur menn ingar- og ferðamála fulltrúa ganga erinda annarra með því að afþakka tilboð um göngu leiðir og sagnakvöld og fela verk efnið starfsmönnum Byggðasafns og orðar það svo að „menn ingar - málafulltrúinn (sé) dag lega undir sviðs stjóra bygginga- og skipu - lagssviðs“. Undarlegt orðalag svo ekki sé meira sagt og ef verið er að vísa í skipurit bæjarins og hvar menn ingarfulltrúa sé að finna er lág mark að tala um réttan sviðs - stjóra, sviðsstjóra fjöl skyldu sviðs. Alvarlegra er þó að Ómar Smári ýjar að því að starfsmenn Byggða - safns ætli sér að „stela“ hug - myndum um gönguleiðir sem fram koma í tilboðinu. Hér er þó nauðsynlegt að árétta að Ómar Smári sendi ekki inn þetta tilboð heldur leiðsögumaður úr Reykja - vík. Göngu leið irnar sem um ræðir eru; Selvogsgata, Stór - höfða stígur og Alfara leið, leiðir sem birst hafa með ná kvæmum lýsingum á Ratleikskortum okkar auk Ketilsstígs sem er lýst á vef Reykja nes fólkvangs. Allt áhuga - verðar gamlar þjóð leiðir en samræmdust ekki okkar hug - myndum, hvorki göngu leiðirnar sjálfar né verðið sem upp var gefið og af þeim sök um var tilboðinu hafnað. Byggða safnið mun eftir sem áður standa fyrir þremur fróð leiks göngum á næsta ári og fyrir lestrarröð. Í greininni er einnig rætt um forn leifaskráningu. Í Þjóð minja - lögum segir m.a. að það sé hlut - verk byggðasafna að skrásetja og rannsaka minjar. Þar kemur einnig fram að það er skylda þess sem ber ábyrgð á skipulagsgerð, hvort sem um er að ræða aðal- svæðis- eða deiliskipulag, að láta vinna fornleifaskráningu fyrir umrætt svæði. Þegar Hafnar - fjarðarbær vinnur að skipu lags - gerð er það hlutverk Byggða - safns Hafnarfjarðar að vinna forn leifaskráninguna fyrir það svæði og er sú vinna unnin af starfs fólki safnsins, óháð hjú - skaparstöðu þess. Björn Pétursson, bæjarminja - vörður Marín Hrafnsdóttir, menningar- og ferðamálafulltrúi. Ekki svaravert en svörum því samt Björn Pétursson Marín Hrafnsdóttir Þegar skammdegið hvolfist yfir okkur háa sem lága er gott að hugsa til þess að eftir rúman mánuð fer aftur að birta um hænufet. En í svartasta skamm degi er einnig gott að hugsa til þess sem bjart og fagurt er. Vissulega er það orkan í fallvötnum og iðrum jarðar sem veitir okkur birtu og yl, gerir okkur lífið fegurra og lit - ríkara. Það er vissulega frá - bært framtak er sveitarstjórnir í Vogum, Grindavík og Hafnar - firði hafa gert með sér. Gefur okk ur öllum von um skyn sam - lega nýtingu þeirrar orku er þessi sveit arfélög hafa innan sinn bæjarmarka, fyrst og síðast íbú - um þessari bæjarfélaga til hags - bóta. Nú hafa 60+ á landsvísu og Samband eldri Sjálfstæðismanna náð að stilla saman strengi sína og sameinast um stefnu í helstu ba ráttumálum eldri borgara þessa lands. Það er að mínu mati stórkostlegt tækifæri sem í þessu stefnumarkandi samkomulagi felst og ber að fagna því af heil - um hug. Nú er það ríkisstjórnar og þingmanna Samfylkingar og Sjálfstæðismanna fyrst og fremst að koma þessum málum á kopp - inn. Ég vil trúa því og treysta að þessum markmiðum sem þessi félaga sam tök hafa komið sér sam an verði hrundið í framkvæmd stig af stigi sem allra fyrst. Við sem erum komin á efri ár og höfum að mínu mati átt stærstan þátt í því velferðar þjóð félagi er við þekkj um á Íslandi. Eigum það inni hjá íslensk um stjórn völd - um að tekið sé hraust lega og af skilningi á okkar mál um. Í þeirri trú vona ég að við sem á efri árum erum, getum litið til bjartara tíma með sól í hjarta og sól í sinni. Þar sem undirritaður er til tölu - lega nýfluttur á Vellina í Hafn ar - firði vil ég þakka bæjar yfir - völdum fyrir frábæra um gjörð hér í kring. Frábærir göngu stígar, hraunið nýtur sín og fögur og óendanlega stórkostleg fjallasýn. Ég segi bara kærar þakkir til þeirra er hafa skipulagt þetta svæði, þið eigið heiður skilið fyrir gott starf. Höfundur er formaður 60+ Hafnarfirði. Hugsað upphátt Jón Kr. Óskarsson Það þykir sjálfsagt að merkja hjáleið þegar götum er lokað. Það virðist gegna allt öðru máli þegar gangstéttar eða göngu - leiðir eru grafnar í sundur. Þá eru sjaldnast nokkrar merkingar og gangandi vegfarendum eru bók - staflega ýtt út á götu án nokkurra varúðarmerkinga. Gangstétt gengt Setbergsskóla var sundurgrafin í a.m.k. tvo sólarhringa, svæðið snúrað af frá lóðarmörkum að götu svo gang - andi vegfarendur komust hvergi nema að ganga út á götu. Þarna fara börn um á leið í skólann og áttu engan annan kost en að ganga á götunni. Íbúar krefja svara frá bæjaryfirvöldum um ábyrgð á slíkum glæfraskap? Af hverju var ekki sett plata (brú) yfir skurðinn? Er öryggi barnanna einskis metið? Þetta er ekkert einsdæmi hér í bæ, á síðasta ári var hér í blaðinu t.d. sagt frá gangstétt sem fjar - lægð hafði verið á stórum kafla við Hvaleyrarbraut án nokkurra ráðstafana og þetta mátti sjá á Strandgötunni í lang an tíma á meðan á bygg ingar framkvæmd - um stóð. Börnunum ýtt út á götu Framkvæmdaraðilar virðast bera litla virðingu fyrir gangandi vegfarendum Gangstétt við Hlíðarberg lokuð og engin hjáleið. L j ó s m . : G u ð n i G í s l a s o n Nemendur og kennarar í 5. bekk Hraunvallaskóla tóku þátt í verkefninu Jól í skókassa, sem er á vegum KFUM og -K. Í lok október komu nemendurnir og kennararnir í skólann, með inn - pakkaða skókassa fulla af gjöf - um, sem senda á svo á munaðar - leysingja hælin í Úkra ínu. Allir voru mjög áhugasamir og jákvæðir gagn vart verk efninu, sem vannst mjög vel, en alls söfnuðust á milli 40 og 50 kassar. Miðviku daginn, 31. októ ber, fór svo hópurinn í höfuð stöðvar KFUM og -K, við Holtaveg, og afhenti alla kass ana, við mikla gleði og ánægju. Leifur heppni Þriðjudaginn 23. október fór 5. bekkur skólans í heimsókn á Sögusafnið í Perlunni. Krakk - arnir eru að vinna með Leif heppna í skólanum og var því mikill áhugi fyrir ferðinni. Flestir voru að fara á safnið í fyrsta skiptið og fannst þeim það mjög skemmtilegt og áhugavert. Krakk arnir stóðu sig mjög vel og fengu hrós frá starfsfólkinu fyrir góða hegðun. Jól í skókassa og Leifur heppni Nemendur og kennarar í Hraunvallaskóla tóku höndum saman Stoltur hópur með kassana við höfuðstöðvar KFUM- og K. Kennararnir Kristjana Helga Sigurðardóttir og Ingibjörg Magnúsdóttir. Í Sögusafninu Auglýsing í Fjarðarpóstinum borgar sig! Hringdu: 565 3066

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.