Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 29.11.2007, Blaðsíða 6

Fjarðarpósturinn - 29.11.2007, Blaðsíða 6
6 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 29. nóvember 2007 Hafðu samband og fáðu frekari upplýsingar um Hafnarfjörð og margvíslega starfsemi á vegum sveitarfélagsins hjá þjónustuveri bæjarins í síma 585 5500 og á heimasíðunni www.hafnarfjordur.is VELKOMIN TIL HAFNARFJARÐAR! laugardaginn 1. desember kl. 15.50 kl. 15.50 Lúðrasveit Hafnarfjarðar. kl. 16 Jurgen Donner frá Cuxhaven flytur kveðju og tendrar ljósin á trénu. Eyjólfur Sæmundsson formaður Hafnarstjórnar flytur ávarp. Leikskólakór frá Víðivöllum, undir stjórn Margrétar Brandsdóttir. Tóti tannálfur og Hurðaskellir. Kakó á Kænunni. Tendrað á jólatrénu við Flensborgarhöfn Jólatréð er gjöf frá vinabænum Cuxhaven Fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks í Reykjavík lögðu fram svohljóðandi tillögu í Menntaráði þann 1.október sl.: „Samkvæmt 33. gr. Grunn skólalaga nr. 6/1995 með áorðnum breyt ingum er óheimilt að taka gjald af nem - end um vegna ferða - laga sem flokkast und - ir vettvangsnám eða eru að öðru leyti hluti af skyldunámi nem - enda. Menntaráð felur fræðslustjóra að ítreka við skólastjórnendur í Reykjavík þetta ákvæði laganna. Fræðslu - stjóra er jafnframt falið að gera ráð fyrir auknum kostnaði skól - anna vegna þessa í fjárhags - áætlun næsta árs.“ Svona tók fyrrverandi meiri - hluti Sjálfstæðismanna og Fram - sóknarmanna á þessum málum í Reykjavík. Hvað sem mönnum kann að finnast um umrædd lög þá eru lög til þess að fara eftir þeim. Engin breyting hefur verið á því gjaldi sem foreldrar hafa verið rukkaðir um vegna ferða - laga barna sinna í Hafnar firði svo það má ljóst vera að ekki er farið að þessum lögum hér í bæ. Foreldrafélög í mörgum skólum ræddu þessi mál í haust, skóla - stjórnendur í Hafnarfirði ræddu þessi mál og fundað var með fræðslu yfirvöldum Hafn arfjarðar. Niður - staðan er augljóslega engin. Af fundar gerð - um Fræðsluráðs Hafn - ar fjarðar að dæma hef ur verið fjallað um mál ið en meira hefur ekki verið gert. Hvern ig er það með meiri hlutann í Hafn - arfirði, hefur hann enga afstöðu í þessu máli? Ekki þykir mér skóla stjórn - endur í Hafnarfirði í eftir sóknar - verðri stöðu þessa dagana. Sam - kvæmt mínum skilningi eru lög brotin á foreldrum og börnum Hafnarfjarðar á meðan ástandið er svona. Mig langar að fá svör við því hvort Bæjarstjórn Hafn - ar fjarðar hefur ekki hugsað sér að aðhafast neitt í málinu. Best væri að fá svör frá þeim beint en ég bíð að minnsta kosti spennt eftir fjárhagsáætlun Hafnar - fjarðar bæjar fyrir árið 2008. Höfundur situr í stjórn Foreldrafélags Lækjarskóla. Hver á að borga? Eru skólastjórnendur grunnskóla í Hafnarfirði að brjóta lög? Sigurlaug Anna Jóhannsdóttir Þann 28. nóvember 1992 opnaði Guðrún Bjarnadóttir gullsmiður verslun og verkstæði að Lækjargötu 34c hér í bæ. Verslunin hefur dafnað ákaflega vel á þessum tíma en að sögn Guðrúnar gera Íslendingar mikl - ar kröfur um handsmíði og hönn - un sem skemmtilegt er að vinna við. Verslunin er vel staðsett við Lækinn í Hafnarfirði og á þess - um tímamótum verða afmælis - tilboð í versluninni á afmælis - daginn og í dag, fimmtudag en þá verður opið til kl. 22. Gullsmiðjan 15 ára Eitt af verkum Guðrúnar. Athygli hlutaðeigandi ráða - manna hjá Hafnarfjarðarbæ hefur verið vakin. Það var megin - tilgangurinn með fyrstu greininni af nokkrum næstu þrjú árin um menningu hér í bæ. Hafa ber í huga að hægt væri að skrifa langa grein um skil greiningu á hugtakinu menn ingu, en þegar upp er staðið grundvallast orð ið á minningu. Í bæjarlandinu eru forn ar minjar, sem alls ekki hefur verið sýndur verðskuldaður sómi. Hér verður geti ð um eina þeirra; forna rúst í Helgadal. Framhjá henni fer árlega fjöldi gangandi fólks, en hvorki hefur verið gerð athugun á minj unum eða þær merktar við kom andi til fróðleiks. Í Árbók hins ísl. fornleifafélags 1908, bls. 0-12, segir Brynjúlfur Jónsson m.a.svo frá: „Í sama skiptið sem mér var bent á Skúla tún, var þess getið um leið, að skammt þaðan héti Helgadalur og sæist þar til rústa. Skoðaði ég því þann stað, og reyndist þetta rétt. Helgadalur er skamt fyrir neðan Helgafell. Það er ofurlítil dalkvos, er þar gengur inn í austurenda Undir hlíða. Gengur melhóll norð ur úr hlíðinni, austanmegin við upptök Kaldár, myndar sá melhóll vesturhliðina á dalkvosinni. En að austan beygist hlíðin lítið eitt að sér. Hraunflóð hefir runnið ofan fyrir austan enda Undirhlíða, og er það framhald hraun flák ans, sem nú var getið að lægi kringum Skúlatún. Það hefir breitt sig vítt út og runn ið út með Undir - hlíðum. Liggur það þvert fyrir neðan dal - kvosina yfir að mel - hólnum og byrgir þannig fyrir hana. Þar hefir það sprungið og myndað gjáhamar, sem snýr móti dalbrekkunni og heldur inni vatni, sem þar kemur upp, svo af því verður ofurlítil tjörn. Rústin er ofan til í miðri brekkunni. Það eru tvær tóftir, er hver gengur af enda annarar frá suðri til norðurs, eða því sem næst. Er hvor tóft 10 faðm. löng og nál. 2 faðm. breið út á veggjabrúnirnar; en þær eru raunar óglöggar víða. Á norðurtóftinni sá ógjörla til dyra og sama er að segja um mið - gaflinn. Rústin er öll óglöggvari norðantil; sér að eins fyrir ummáli hennar. Þeim megin hefir verið húsaþyrping á hlaðinu. Eru þar útflettar rústir, sem ekki er hægt að greina hverja frá annari, né ákveðna lögun þeirra húsa, sem þar hafa verið. Eg dró upp mynd af rústinni. Hraunið sem nú var getið, hefir breitt sig yfir alt láglendi norður og vestur frá enda Undirhlíða og nær til sjávar við Hafnarfjörð. Holtin ein standa upp úr. Er feyki legt landflæmi byrgt undir hraun flákum þeim. Er þar ærið rúm fyrir marga bæi. Og þar eð víst má telja að það hafi verið kostaland, þá hafa þar óefað verið allmargir bæir, sem nú eru hrauni huldir. Eigi verður sagt [hve]nær hraun þessi hafa brunnið, heldur en önnur hraunin á Reykja - nes skag an um, er þó hafa brunnið eftir landnámstíð og eyðilegat meiri eða minni bygðir svo sem fornu Krýsuvík o.fl. (sbr. Árb. fornl.fél 1903 bls. 43-44 og 47-50). Vegur Selvogsmanna til Hafnar fjarðar - kaupstaðar (Grindaskarðsvegur) liggur um Helgadal hjá rústinni. Er eigi allskamt til Hafnar fjarðar.“ Í rauninni liggur fátt annað fyrir menningarfrömuði, þ.m. talin skipulagsyfirvöld, en að hefja þarna fornleifauppgröft með það fyrir augum að aldursgreina minj - arnar sem og setja þær í samhengi við aðrar sýnilegar minjar á svæð - inu. Líklegt má telja að minjarnar séu frá fyrstu tíð landnáms hér á landi. Vanda þarf þó til verka. Menningarmál í óminni... Ómar Smári Ármannsson Helgadalur, vatnsfullur að vori. 24 • Sími • Netfang:

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.