Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 29.11.2007, Blaðsíða 8

Fjarðarpósturinn - 29.11.2007, Blaðsíða 8
8 www.hafnarfjardarkirkja.is Fimmtudagur 29. nóvember 2007 Nýfætt blessað barnið sefur, bjart á svip og hvílir rótt. Ljós í myrkri líf þess gefur, líkn og gleði helga nótt. Bljúgir hirðar fjár það fregna fyrir englasöng og boð, Guð sé orðinn allra vegna allslaust barn í reifa voð Vitringar í leiðarljósi loga stjörnu himni á barnið finna í Brauðhúsfjósi, bera gjafir, segja frá, konungur úr kærleiksríki, kominn sé að græða sár, fjötrar brotni og bölið víki, blessun gefi og þerri tár Fæðast börn í bjargarleysi, birtu fjarri, hvergi skjól. Finnast víða vesöl hreysi, vegalausir menn um jól. Eldar slokkna ei ófriðsbála, auðsæld myrkvar skyn og vit. Helga mynd þó hægt að mála, hafa í fögrum jólalit Ljós af björtu barni sjáum, blikar stjarna er vísar á. Jesú nafni fylgt við fáum, fegurð heimsins skynjað þá, einnig sorgir, sár og vanda. Sigurfórn þær getur bætt. Berst þá friðarljós til landa. Lífið fagnar endurfætt Gunnþór Þ. Ingason P.S. Betlehem = Brauðhús. Allslaust barn Öflugt barnastarf Í Hafnarfjarðarkirkju fer fram öflugt starf fyrir fjölskyldufólk og sunnudaginn 11. nóvember sl. var sérstakur fjöl - skyldudagur í kirkjunni. Fullt var út að dyr um í Hásölum, báðir sunnudagaskólar kirkj unnar sameinuðust og tóku þátt í hátíð inni. Unglingakór kirkjunnar söng undir stjórn Helgu Loftsdóttur og popp hljómsveitin Gleðigjafarnir, sem svo oft hef ur glatt kirkjugesti, lék við góðar undir tektir. L j ó s m . : G u ð n i G í s l a s o n L j ó s m . : G u ð n i G í s l a s o n L j ó s m . : G u ð n i G í s l a s o n w w w .H af na rf ja rd ar ki rk ja .is Hafnarfjarðarkirkja: sími 555 4166. Sóknarnefnd: Sigurjón Pétursson, formaður Jónína Steingrímsdóttir, varaformaður Gunnlaugur Sveinsson, gjaldkeri Björg Jóhannesdóttir, ritari Guðbjörg Edda Eggerts - dóttir, Margrét Guðmunds - dóttir, Anna Ólafsdóttir. Kirkjuvörður: Jóhanna Björnsdóttir. ÞJÓÐKIRKJA Í ÞÍNA ÞÁGU

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.