Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 06.12.2007, Blaðsíða 6

Fjarðarpósturinn - 06.12.2007, Blaðsíða 6
6 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 6. desember 2007 Hafðu samband og fáðu frekari upplýsingar um Hafnarfjörð og margvíslega starfsemi á vegum sveitarfélagsins hjá þjónustuveri bæjarins í síma 585 5500 og á heimasíðunni www.hafnarfjordur.is VELKOMIN TIL HAFNARFJARÐAR! Breyting á iðnaðarsvæði austan Reykjavíkurvegar, Flatahraun 13 Skipulags- og byggingarráð Hafnarfjarðar, samþykkti á fundi sínum þann 20. nóvember 2007, að auglýsa til kynningar breytingu á deili - skipulagi á iðnaðarsvæði fyrir lóð nr. 13 við Flatahraun, skv. 1. mgr. 26. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 m.s.br. Breytingin felst í að byggingarreitur kjallara er stækkaður að lóðarmörkum, bætt við inndreginni þakhæð og hús hækkað í 22 m frá aðkomuhæð. Deiliskipulagið verður til sýnis í þjónustuveri Hafnarfjarðarbæjar, Strandgötu 6, frá 3. desember 2007 – 3. janúar 2008. Nánari upplýsingar eru veittar á skipulags- og byggingarsviði. Þeim sem telja sig hagsmuna eiga að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við breytinguna og skal þeim skilað skriflega til skipulags- og byggingarsviðs Hafnarfjarðarbæjar, eigi síðar en 17. janúar 2008. Þeir sem eigi gera athugasemdir við breytinguna innan tilskilins frests, teljast samþykkir henni. Skipulags- og byggingarsvið Hafnarfjarðar. Auglýsing um skipulag – Hafnarfjarðarbær Skipulags- og byggingarfulltrúi Hafnarfjarðar, samþykkti á fundi sínum þann 20. nóvember 2007 að auglýsa tillögu að breyttu deili - skipulagi Kapelluhrauns 1. áfanga í Hafnarfirði, í samræmi við 1. mgr. 26. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 m.s.br. Breytingin felur í sér að innkeyrslu á lóð Silfurhellu 6-12 er bætt við og að sameiginlegar innkeyrslur á lóðum nr. 2 og 4 við Silfurhellu og nr. 6, 8, 10 og 12 við Tinhellu verði felldar niður en í stað þess gerðar sér innkeyrslur fyrir hverja lóð. Lóð fyrir spennistöð bætt við á Silfurhellu. Deiliskipulagið verður til sýnis í þjónustuveri Hafnarfjarðarbæjar, Strandgötu 6, frá 4. desember 2007 – 4. janúar 2008. Nánari upplýsingar eru veittar á skipulags- og byggingarsviði. Þeim sem telja sig hagsmuna eiga að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við breytinguna og skal þeim skilað skriflega til skipulags- og byggingarsviðs Hafnarfjarðarbæjar, eigi síðar en 18. janúar 2008. Þeir sem ekki gera athugasemd við breytinguna teljast samþykkir henni. Skipulags- og byggingarsvið Hafnarfjarðar. Tillaga að breytingu á deiliskipulagi Kapelluhrauns 1. áfanga í Hafnarfirði Í síðasta tölublaði Fjarðar - pósts ins ritar stjórnarmaður í for - eldrafélagi Lækjarskóla og fram - bjóðandi á lista Sjálf stæðis flokks - ins fyrir síðustu bæjar stjórn ar - kosningar grein undir yfirskrift inni „Hver á að borga“? Sett er fram fyrir spurn um það hvort Bæjarstjórn Hafnar - fjarð ar hafi ekki hugsað sér að aðhafast neitt varð andi kostnað við vettvangsferðir nem - enda í grunnskólum. Forsaga málsins Forsaga málsins er að í byrjun þessa árs tóku gildi lög nr. 98/2006 um breytingu á lögum nr. 66/1995, um grunn - skóla. Þar kemur fram að óheim - ilt er að taka gjald af nemendum vegna ferðalaga sem flokkast undir vettvangsnám eða eru að öðru leyti hluti af skyldunámi nemenda. Skólastjórar grunnskóla Hafn - arfjarðar sendu fræðsluráði er - indi vegna þessa, sem lagt var fyrir fræðsluráð 19. mars sl. Fræðsluráð fól fræðslustjóra að afla upplýsinga frá ráðuneyti menntamála um túlkun á þessu ákvæði og einnig var óskað eftir upplýsingum um það hvort fyrir lægju útreikningar á kostnaðar - auka sveitarfélaga, miðað við ákveð inn nemendafjölda í hverj - um árgangi, vegna þessa nýja ákvæðis í 33. grein grunn skóla - laga. Svar ráðuneytis Fræðsluráði barst svar frá ráðu neytinu dagsett 12. sept. sl. sem lagt var fyrir fræðsluráð 24. sept. Í svari ráðuneytisins kemur fram að ekki er litið svo á að um kostnaðarauka sé að ræða hjá sveitarfélögum vegna þessa nýja ákvæðis í lögum um grunnskóla heldur hafi verið um áréttingu á gildandi lögum að ræða. Ekki er í svarinu skilgreint hvort allar nemendaferðir í skólum flokkist sem vettvangsferðir. Ráðuneytið sendi orðsend ing - una til allra hlutaðeigandi aðila. Það má því segja að þessi fyrir - spurn fræðsluráðs Hafnarfjarðar og svar ráðuneytisins, hafi orðið til efni viðbragða fyrrum meiri - hluta Sjálfstæðis- og Fram - sóknar flokks í menntaráði Reykja víkur þann 1. okt. sl, sem grein arhöfundur tilgreinir sér - staklega. 17 milljónir til vettvangsferða Fræðsluráð sá ekki ástæðu til að fela fræðslu stjóra að ítreka við skólastjórnendur í Hafnarfirði þetta ákvæði laganna þar sem ráðuneytið hafði sent þeim orðsendingu sína og skólastjórn - end um þar með full kunnnugt um laganna hljóðan. Aldrei hefur annað staðið til af hálfu meirihlutans í Hafnarfirði en að fara að lögum. Í drögum að fjárhagsáætlun fyrir árið 2008 er gert ráð fyrir tæplega 17 milljóna króna framlagi til vettvangsferða grunnskólanema. Á umræðu - vett vangi skólastjórnenda og fræðslu yfirvalda í Hafnarfirði hefur verið farið yfir þessi mál og skipst á skoðunum um álita - mál því tengdu. Eru allar ferðir sem farnar eru á starfstíma skóla vettvangsferðir, t.d. útskriftar - ferðir 10. bekkja (oft í samvinnu við foreldrafélög)? Kemur þetta ákvæði laganna í veg fyrir frum - kvæði nemenda og kennara sem t.d. ákveða að fara í utanlands - ferðir tengdar tungumálanámi, þar sem nemendur safna sér fyrir a.m.k. hluta ferðakostnaðar og foreldrar styðja börn sín til farar? Einnig er ljóst að uppihalds - kostn aður í skólabúðaferðum eins og t.d. að Reykjum í 7. bekk og Laugum í 9. bekk fellur ekki undir þessa skilgreiningu og er greiddur af foreldrum. Óþarfi er fyrir greinarhöfund að bíða spennt eftir fjárhagsáætlun, því eins og áður sagði er gert ráð fyrir ákveðnu fjármagni til skól - anna vegna vettvangsferða. Við borgum þ.e.a.s. allir þeir sem greiða útsvar í Hafnarfirði og lögð verður áhersla á gott sam - starf við foreldra í hverjum skóla ef nánari útfærslu er þörf. Höfundur er formaður fræðsluráðs. Við borgum Ellý Erlingsdóttir BRYNJA S IGURÐARDÓTTIR HÁRGRE IÐSLUMEISTARI Fífuvöllum 16 • Hafnarfirði Ný hársnyrtistofa á Völlunum Persónuleg og fagleg þjónusta. Tímapantanir í síma 555 4311 eða 695 4311. Heimilisleg hársnyrtistofa á öll Kvöldopnanir í desember. Tímapantanir í síma 555 4311. Verslum í Hafnarfirði! . . . það e f l i r jó laskap ið!

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.