Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 06.12.2007, Blaðsíða 25

Fjarðarpósturinn - 06.12.2007, Blaðsíða 25
www.fjardarposturinn.is 25Fimmtudagur 6. desember 2007 World Class opnar á mánudag 700 m² heilsuræktarstöð í nýju húsnæði að Dalshraun 1 þar sem GP húsgögn var til húsa. Opnun stöðvarinnar markar upphaf öflugrar sóknar í heilsurækt þar sem opnaðar verða fjórar nýjar heilsuræktarstöðvar undir merkj - um World Class á höfuð borgar - svæðinu á tímabilinu frá 10. desember til 4. janúar – hér í Hafnarfirði, við Lágafellslaug í Mosfellsbæ, við sundlaugina á Seltjarnarnesi og á 15. hæð í nýja turninum í Smáranum í Kópa - vogi. Í byrjun janúar verða því sjö heilsuræktarstöðvar reknar undir merkjum World Class hér á landi með aðstöðu fyrir um 20.000 iðkendur. Björn Leifsson og Hafdís Jónsdóttir í World Class segja að frá opnun Lauga í ársbyrjun 2004 hafi markmiðið ávallt verið að bæta þjónustuna. „Við skipta - vinir okkar eru dreifðir um allt höfuðborgarsvæðið en með opn - un fjögurra nýrra stöðva færum við fyrsta flokks heilsuræktar - aðstöðu skrefi nær heimilum og vinnustöðum. Með tilkomu nýju stöðvanna verður þægilegra að stunda reglulega heilsurækt en viðskiptavinir okkar munu hafa aðgang að sjö heilsuræktar stöðv - um og þremur sundlaugum með fjölbreyttri aðstöðu til að rækta bæði líkama og sál. Auk þess hafa viðskiptavinir okkar aðgang að 16 Equinox-heilsu ræktar - stöðv um í Danmörku.“ Nýju heilsuræktarstöðvarnar verða allar búnar fullkomnasta búnaði til heilsuræktar frá Life Fitness og Hammer Strength auk ýmissa þæginda. World Class í Hafnarfirði er 700 m² en þar er tækjasalur, búningsherbergi með gufubaði, barnahorn og veitingasala. Eigandi World Class, sem sem stofnað var 1985, er Þrek ehf. Auk nýju stöðvanna eru stöðvar World Class í Spönginni í Grafarvogi, í húsi Orkuveitunnar við Bæjarháls og í Laugum í Laugardal, stærstu heilsu ræktar - miðstöð landsins. Korthafar eru samtals um 15.000. Ráðgert er að opna fjórar nýjar stöðvar í Dan mörku á næsta ári, eina í Óðins véum í janúar og þrjár stöðvar á Kaupmanna hafnar - svæð inu. Fjöldi korthafa í Dan - mörku er um 30.000. World Class opnar í Hafnarfirði Fjórar nýjar World Class heilsu - ræktarstöðvar opnaðar á einum mánuði Meirihluti íbúa Álftaness lýst vel á nýja skipulagstillögu um miðsvæði Álftaness sem nefnd hefur verið „Grænn miðbær“. Þetta er ein helsta niðurstaða könnunar sem Capacent Gallup gerði nýlega fyrir bæjaryfirvöld. Í henni var spurt um viðhorf Álftnesinga til helstu álitamála sem upp hafa komið við útfærslu á skipulagi nýs miðbæjar. Samkvæmt könnuninni er meiri - hluti bæjarbúa hlynntur tillögu um opin svæði, garða og stíga í stað stórra einkalóða. Sama á við um bílhýsi neðanjarðar, styttingu Breiðumýrar og byggingu bens - ínsjálfsala. Flestir eru líka á því að tillögurnar komi til móts við óskir og þarfir íbúa um þjónustu og uppbyggingu atvinnulífs. Skiptar skoðanir eru um áform um menningar- og náttúru fræða - setur ásamt ráðstefnuhóteli sunn - an Suðurnesvegar. Þar eru álíka margir með og á móti. Möguleiki er að hæð hótelbyggingar hafi haft áhrif á svarendur. Fjórðungur íbúa svaraði Í úrtaki könnunarinnar voru 720 íbúar á Álftanesi 18 ára og eldri. Það er nálægt helmingi íbúa Álftaness á þessum aldri. Svarhlutfall var 51,7%. Tæplega fjórðungur Álftnesinga yfir 18 ára aldri hefur því svarað spurn - ingum Capacent Gallup. Niður - stöður eiga að gefa skýra mynd af viðhorfum íbúanna til helstu álitamála varðandi skipu lagið. Óvenjuleg aðferð Óvenjulegt er að bæjarfélög kanni skoðun fólks á álitamálum sem þessum. Lögbundið ferli er þannig að skipulag er samþykkt í bæjarstjórn. Síðan er það auglýst og frestur gefinn til athuga - semda. Bæjaryfirvöld á Álftanesi hafa kynnt skipulagstillögur bæði með útgáfu á kynningar rit - um og íbúafundum sem hafa verið teknir upp og gerðir að - gengi legir á vef sveitar félagsins. Verðlaunatillaga Skipulagstillagan sem spurt var um hefur verið þróuð út frá tillögu sem vann til verðlauna í hönnunarsamkeppni um skipu - lag miðsvæðis Álftaness. Hún er unn in af arkitektastofunni GASSA arkitekter og hefur verið nefnd „grænn miðbær“. Tillagan var valin einróma af dómnefnd og samþykkt með öllum at - kvæðum í bæjarstjórn. Skipulagsmál á Álftanesi: Álftnesingar fylgjandi „Grænum miðbæ“ Ný verslun með fatnað fyrir ungar konur hefur verið opnuð á annarri hæð í Firði við hlið Café Aroma. Þetta er verslunin Punky sem Soffía Matthíasdóttir rekur en fyrir á hún verslunina Funky Fish í Glæsibæ. Að sögn Soffíu leggur hún áherslu á góð og vönduð föt á viðráðanlegu verði fyrir ungar konur, 12 ára og eldri, auk þess sem þar er að finna ýmsa fylgi - hluti. Segir hún að viðtökurnar hafi verið mjög góðar, miklu betri en hún hafi búist við. Í búð - inni má finna „töff glamourous“ föt eins og Soffía kemst að orði og ungu konurnar ættu að finna eitthvað við sitt hæfi. Punky - ný verslun í Firði Býður upp á föt fyrir ungar konur Soffía Matthíasdóttir í verslun sinni Punky á 2. hæð í Firði. L j ó s m . : G u ð n i G í s l a s o n Verslum í Hafnarfirði! . . . það e r svo s tu t t að fa ra!

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.