Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 13.12.2007, Blaðsíða 2

Fjarðarpósturinn - 13.12.2007, Blaðsíða 2
2 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 13. desember 2007 Útgefandi: Keilir ehf. kt. 681175-0329 Fjarðarpósturinn, Bæjarhrauni 2, 220 Hafnarfirði Vinnsla: Hönnunarhúsið ehf., umbrot@fjardarposturinn.is Ritstjóri og ábm.: Guðni Gíslason Ritstjórn: 565 4513, 896 4613, ritstjorn@fjardarposturinn.is Auglýsingar: 565 3066, auglysingar@fjardarposturinn.is Prentun: Steinmark ehf. Dreifing: Íslandspóstur ISSN 1670-4169 – Vefútgáfa: ISSN 1670-4193 www.fjardarposturinn.is Ég man þau jólin Jólatónleikar í Hamarssal í Flensborg í kvöld, fimmtudag kl. 20. Jólatónleikar í anda Frank Sinatra, Bing Crosby, Tony Bennet, Mahailiu Jackson, Hauks Morthens, Ellýar Vilhjálms, Ragga Bjarna ofl. Lög eins og White Cristmas, Christ - mas Song /Hvít jól , Have yourself a merry little Christmas og Ó helga nótt og mörg fleiri. Glæsilegir tónleikar með flottu swing/djass bandi og strengjasveit og hver veit nema að þjóðþekktur leyni - gestur reki inn nefið og taki jafnvel lagið. Söngvarar: Ólafur Már Svavars son, Ívar Helgason og Esther Jökuls dóttir. Hljómsveit: Stefán Örn Gunnlaugsson (píanó), Andrés Þór Gunnlaugsson (gítar), Þorgrímur Jónsson (kontra - bassi), Erik Qvick (trommur), Hildi - gunnur Rúnarsdóttir (fiðla), Fífa Jóns - dóttir (fiðla), Stefanía Ólafsdóttir (víóla), Páll Einarsson (selló). Jólaþorpið um helgina Laugardagurinn 15. des. kl. 14: • Kór Öldutónsskóla • Stúlkurnar í Nylon syngja • Forskóli Tónlistarskóla Hafnarfjarðar syngur • Grýla mætir á staðinn • Ásláttarhljómsveit Tónlistarskólans • Jólalest Víkurverks Sunnudagurinn 16. des kl. 14: • Jólaball með Gunna og Felix • Grýla mætir með syni sínum • Börn komast á hestbak fyrir 500 kr. Chaplin í Bæjarbíói Á laugardaginn kl. 16 sýnir Kvik - myndasafn Íslands Chaplin myndina Kóngur í New York (A King in New York) frá 1957. Þetta er fyrsta mynd Chaplins eftir að hann fór í útlegð frá Bandaríkjunum og sú síðasta sem hann leikur sjálfur aðalhlutverk í. Þetta er síðasta sýning ársins. Mozart við kertaljós Camerarctica heldur sína árlegu kertaljósatónleika í Hafnarfjarðarkirkju miðvikudaginn 19. desember kl. 21. Hópurinn hefur leikið ljúfa tónlist eftir Mozart í Hafnarfjarðarkirkju í fimmtán ár og þykir mörgum ómissandi að koma úr miðri jólaösinni inn í kyrrðina og kertaljósin í rökkrinu. Í ár færast tón leikarnir yfir í sal Hafnar fjarðar - kirkju, Hásali vegna viðgerða í kirkjunni. Á efnisskránni í ár eru tveir kvartettar eftir W. A. Mozart, annar fyrir flautu og strengi og hinn fyrir klarinettu og strengi. Einnig verður leikinn Kvartett fyrir klarinettu og strengi eftir sam - tíma mann Mozarts, Carl Stamitz. Að venju lýkur tónleikunum á því að Camerarctica leikur jólasálminn góða, Í dag er glatt í döprum hjörtum. Bjarni Sigurdsson sýnir leirlist um helgina Bjarni Sigurdsson leirlistarmaður er fluttur til Íslands efter 11 ára dvöl í Danmörku og hefur búsett sig í hinum fallega Hafnarfjarðarbæ. Býður hann gestum og gangandi að koma á opið hús á verkstæði hans að Hrauntungu 20 nú um helgina. Boðið verður upp á jólakökur og kaffi og einnig eru verk hans til sýnis og sölu. Opið er kl. 10- 18 laugardag og sunnudag. Lífið í Chirombo Skarphéðinn G. Þórisson sýnir ljós - myndir og muni frá þorpi á strönd Malavívatns í Nýsishúsinu, Reykja - víkur vegi 74. Opið er kl. 9-22 og kl. 14-19 um helgina. Hann verður á staðn um og fræðir gesti um lífið í Chirombo. Skarphéðinn dvaldi með fjölskyldu sinni 2004-2006 í þorpinu Chirombo á strönd Malavívatns og er sýningin afrakstur þess. Hún er þakklætisvottur til íbúanna fyrir góðar móttökur og ánægjulegar stundir með þeim. Hún er líka til að votta að í Malaví býr glaðlynt og hjartahlýtt fólk. Menningar- og ferðamálanefnd segir að kannanir sýni að Hafnfirðingar séu stoltir af bókasafni sínu og því fagnar nefndin stækk unar - áformum á bókasafnsreitnum. Hvenær var spurt um húsaskost bókasafnsins? Er ekki kominn tími til að druslast upp úr hokurbúskapnum og byggja almennilega undir upplýsingamiðstöð bæjarins sem bókasafnið er og á að vera enn frekar en nú. Sami hugsanagangur er í húsnæðismálum Ráðhússins, þar á að tjasla og bæta við, dröslast upp hálfar hæðir en þorið vantar að byggja glæsilegt ráðhús. Vissir þú að Ráðhúsið á Strandgötu er fyrsta sérbyggða ráðhús landsins? Er ekki kominn tími til að Hafnfirðingar sýni stórhug og byggi glæsilegt og reisulegt „Hús fólksins“ þar sem ráðhús, bókasafn, upplýsingamiðstöð, sýningarsalur og fleira skemmtilegt gæti verið til húsa. Hús sem fólkið notaði og hefði áhuga á að gera ferð sína í án þess að þurfa bara að þrasa yfir skipulagi. Af hverju eigum við ekki stjórnmálamenn með metnað fyrir hönd bæjarins í þessum málum? Það kostar óhemju fé að reka bókasafn á mörgum hæðum og það er dýrt að byggja við húsið þarna og aðgengi almennings er alls ekki gott, fátt um bílastæði og verður jafnvel verra. Það er langt síðan að ég lagði til við bæjarstjóra að gefa bæjarbúum Hellisgerði á ný. Hann sagði að það væri svo sjálfsagt mál að endurreisa Hellisgerði að það væri ekki rétt afmælisgjög. Þá lagði ég til „Hús fólksins“ sem ég hef nefnt hér. Við fáum pínulítinn hluta af Hellisgerði í afmælisgjöf. Gott sem vel er gert. En ég vildi sjá nú þegar unnið er í fjárhagsáætlunargerð að fé yrði lagt í könnun á mögulegri staðsetningu á „Húsi fólksins“ í miðbænum. Það gæti orðið tákn fjölmenningar Hafnfirðinga! Guðni Gíslason Víðistaðakirkja 3. sunnudagur í aðventu 16. desember Fjölskylduhátíð kl. 11:00 Hinn árlegi Helgileikur í flutningi Stúlknakórs Víðistaðakirkju undir stjórn Áslaugar Bergsteinsdóttur, einsöngvara og hljóðfæraleikara, fermingarbarna, starfsfólks kirkjunnar, systrafélagskvenna og sóknarnefndarfólks. Veitingar verða í safnaðarheimilinu á eftir í boði Systrafélags Víðistaðakirkju. Allir velkomnir. www.vidistadakirkja.is Bragi J. Ingibergsson, sóknarprestur Sunnudaginn 16. nóvember – þriðji sunnudagur í aðventu Jólavaka við kertaljós í Hásölum kl. 20 Ræðumaður: Lúðvík Geirsson, bæjarstjóri í Hafnarfirði. Fjölbreytt tónlistardagskrá. Fram koma barna- og unglingakórar kirkjunnar undir stjórn Helgu Loftsdóttur og kammerkórinn A Cappella undir stjórn Guðmundar Sigurðssonar. Anna Magnúsdóttir leikur á píanó. Einnig koma fram einsöngvararnir Örvar Már Kristinsson, Þóra Björnsdóttir og Jóhanna Ósk Valsdóttir. Hjörleifur Valsson leikur á Stradivariusfiðlu. Heitt súkkulaði og smákökur eftir vökuna. Sunnudagaskólar í Hásölum og Hvaleyrarskóla kl. 11

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.