Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 13.12.2007, Blaðsíða 3

Fjarðarpósturinn - 13.12.2007, Blaðsíða 3
www.fjardarposturinn.is 3Fimmtudagur 13. desember 2007 Á nær þreföldum hámarkshraða Lögreglan mælda hraða með hraðamyndavél á Hvanna völl - um fyrir skömmu og var mælt kl. 13-14 en þar er 30 km. hámarkshraði. Á þessu tímabili vaktaði mynda vélin 33 ökutæki. Af þeim voru ljós mynduð 19 brot þar sem ökumenn óku yfir af - skiptahraða. Meðalhraði þeirra sem ljósmyndaðir voru var 49,3 km/klst. Sjö ökutækjum var ekið á 50 km hraða eða meira. Þremur ökutækjum var ekið á 60 km hraða eða meira. Sá sem hraðast ók mældist á 83 km hraða. Ók aftan á bíl í langri röð grunaður um ölvun Harður árekstur varð á Reykjanesbraut gengt Bónus á Völlum sl. fimmtudag. Á Reykja nesbrautinni hafði mynd ast löng röð bifreiða vegna umferðarslyss sem var á móts við álverið í Straumsvík. Bifreiðin sem ekið var aftaná var öftust í röðinni þegar pallbifreið var ekið aftaná hana með miklu afli. Ökumaðurinn sem ók aftaná var grunaður um ölvun við akstur. Jökull og sporhundurinn Píla félagar í Björgunarsveit Hafnarfjarðar við leit á Svínafellsjökli Jólatrjáasala Björgunarsveitar Hafnarfjarðar er í Hvalshúsinu, við Flatahraun, beint á móti Nóatúni Opnunartími 12.-23. desember frá kl. 10-21.30 Jólasveinar koma með jólatrén heim dagana 20., 21., og 22. des. frá kl. 18-21 Allur ágóði rennur óskiptur til björgunarstarfa Fríkirkjan Sunnudagurinn 16. desember Jólasöngvar fjölskyldunnar kl. 11 Góð aðventustund fyrir alla fjölskylduna. Góð aðventustund fyrir alla fjölskylduna kl. 17 Létt og skemmtileg jólalög í bland við hátíðlega jólasálma. Ásamt kórnum koma fram einsöngvarar og hljómsveit. Stjórnandi Örn Arnarson. Þriðjudagurinn 18. desember Tónleikar kl. 20.30 Esther Jökulsdóttir söngkona heldur tónleika til heiðurs gospeldrottningunni Mahaliu Jackson og syngur hennar helstu gospel- og jólalög ásamt karlatríói og hljómsveit. Karlatríóið skipa: Örn Arnarson, Skarphéðinn Hjartarson og Þorvaldur Þorvaldsson. Hljómsveit: Aðalheiður Þorsteinsdóttir, Helgi Egilsson og Kristinn Snær Agnarsson. www.frikirkja.is Verslum í Hafnarfirði! . . . og ve rum í jó laskap i !

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.