Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 13.12.2007, Blaðsíða 4

Fjarðarpósturinn - 13.12.2007, Blaðsíða 4
4 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 13. desember 2007 Ný gerð korta Gjafakort Kaupþings Kaupþing hefur hafið útgáfu á nýrri tegund gjafakorts, sem er þeim kosti búið, að hægt er að nota það nánast hvar sem. Ekki eingöngu á Íslandi, heldur einnig í útlöndum. Nýja kortið er svipað hefð - bundnu kreditkorti, sem búið er að greiða inná fyrirfram. Því fylgir kreditkortanúmer og því hægt að nota það til viðskipta á netinu. Kortið gildir í a.m.k. ár frá út gáfudegi og þar sem það er ekki bundið við eina verslun, er hægt að nota það í öllum verslunum sem tengdar eru beinlínu teng ingu við greiðslukerfi Vísa. Ekki er hægt að eyða meiru en greitt er inn á kortið. Fyrst um sinn verða kortin að eins afgreidd í útibúum Kaup þings, en innan skamms verður einn ig hægt að kaupa þau á net inu. Þá verður hægt að velja um fjölda mynda til að setja á kortin og líka má koma með eigin myndir til að setja á þau. Þetta kemur fram í tilkyninningu frá Kaupþingi. Ég á heima á Hlælandi Heimilisfangalistinn minn á www.postur.is gerir þér kleift að vera alltaf með rétt heimilisföng vina og vandamanna H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA 0 7 - 1 5 3 5 www.postur.is Fjölmenni var við formlega opnun á nýrri stöð World Class á Dalshrauni 1 á laugardaginn. Þar hefur verið komið fyrir tækjasal í glæsilegu húsnæði þar sem menn geta m.a. horft til Bessastaða á meðan hlaupið er á brettum. Eigandi World Class er Þrek ehf. og þar eru hjónin Björn Leifsson og Hafdís Jónsdóttir í forystu, Björn er fram kvæmda - stjóri og Hafdís aðstoðar fram - kvæmdastjóri. Meðal gesta við opnunina voru Róbert Westman, forstjóri Acta - vis sem var einn áhrifavalda að því að stöðin var opnuð í Acta - vis húsinu og Lúðvík Geirsson, bæjarstjóri en þeir ásamt Birni Leifssyni tóku fyrstu sprettina á hlaupabrettum. Strákurinn í Róberti var ekki langt undan er hann teygði sig í tækið sem Lúð - vík hljóp á og jók hraðann hjá honum, enda vanur að hlaupa hjá World Class. Bæjarstjórinn brosti breitt og hlóp bara hraðar. Í samtali við Fjarðarpóstinn segir Hafdís Jónsdóttir mjög gaman að vera komin í Hafnar - fjörðinn þó tilviljanir hafi ráðið að stöð var opnuð þar. Hafdís er fæddur Hafnfirðingur en fluttist með foreldrum sínum rétt út fyrir bæjarmörkin á Hraunsholtið í Garðabæ. Þrátt fyrir það var hún að eigin sögn mikið í Hafnarfirði enda rak faðir hannar Jón Boði Björnsson verslun á Sjónarhóli, Boðabúð, en í því húsi bjuggu afi Dísu og amma. Hún var að sjálf - sögðu tekin með á alla handbolta leiki með FH ekki síst þegar föðurbróðir hennar Birgir lék með liðinu. Hún segist enn eiga góð tengsl í Hafnarfjörð og segir að Fríkirkjan í Hafnarfirði sé hennar kirkja. Hún segir að stefnan hafi aldrei verið að fara út fyrir Reykjavík en svo hafi málin bara þróast þannig að nú verði opnað í Mosfellsbæ, Seltjarn ar nesi, Kópavogi auk Hafn arfjarðar. Öll aðstaða til líkamsræktunar á þeim fjölmörgu tækjum sem í boði eru, er hin glæsilegasta. Í stöðinni er fullkominn tækja - salur, búningsherbergi með gufu baði, barnahorn og veitinga - sala. Þetta telst lítil vinaleg stöð, „aðeins“ um 700 m² og aðeins tækjastöð. Hafdís sagði við - tökurnar hafi verið mjög góðar og fyrsti viðskiptavinurinn hafi beðið við dyrnar þegar opnað var. Boðið er upp á frían prufu - tíma í desember og því ætti engum að vera að vanbúnaði að líta við og prófa nýju stöðina. Glæsileg heilsuræktarstöð opnuð Dísa í World Class á ættir að rekja á Sjónarhól Hafdís Jónsdóttir ávarpar gesti við opnunina. L j ó s m . : G u ð n i G í s l a s o n Róbert Wessman kitlar pinnann á hlaupabretti bæjarstjórans. Jón Boði Björnsson og tengdsonurinn Björn Leifsson. L j ó s m . : G u ð n i G í s l a s o n L j ó s m . : G u ð n i G í s l a s o n L j ó s m . : G u ð n i G í s l a s o n Stekkjarstaur og Giljagaur eru nú báðir komnir til byggða. Hér náðust þeir á mynd ofan Hafnarfjarðar. Komnir til byggða

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.