Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 13.12.2007, Blaðsíða 6

Fjarðarpósturinn - 13.12.2007, Blaðsíða 6
6 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 13. desember 2007 Fjárhagsáætlun Hafnar fjarðar - kaupstaðar fyrir árið 2008 var tekin til fyrri umræðu í bæjar - stjórn Hafnarfjarðar á þriðju - daginn. Reyndar var hún lítið meira en kynnt en seinni umræða fer fram að viku liðinni. Skv. áætluninni verður næsta ár mesta framkvæmdaár í sögu bæjar - félagins og á árinu verður heild - ar fjár festing bæjarfélagsins nær 6,7 milljarðar kr. á árinu. Gert er ráð fyrir verulegum fjár festingum í fasteignum, göt - um, fráveitu og vatnsveitu en eingöngu er gert ráð fyrir nýjum langtímalántökum á árinu 2008 vegna átaks í kaupum á leigu - íbúðum. Áætlað er að heildar tekjur A- og B- hluta verði um 13,9 milljarðar kr., hækki um 1,2 milljarða kr. á milli ára eða um 10%. Rekstrargjöld eru áætluð 12,9 milljarðar kr. á árinu 2008 og aukast því um tæpan 1,1 milljarð kr. á milli ára. Rekstrar niðurstaða fyrir fjár - magns liði er jákvæð um rétt rúmlega 1 milljarð kr. en fjár - magnsliðir eru áætlaðir um 400 m. kr. þannig að rekstrar niður - staða ársins er talin verða já - kvæð um 611 millj. kr. Veltufé frá rekstri 1700 millj. kr. Gert er ráð fyrir því að veltufé frá rekstri verði tæpir 1,7 milljarðar kr. sem er um 12% af heildartekjum. Veltufé er mæli - kvarði sem gefur vísbendingu um það hversu mikið er til ráð - stöfunar frá rekstri til fjárfestinga og til að greiða skuldir. Heildar eignir samstæðunnar eru ætlaðar um 33,3 milljarðar kr. í árslok 2008. Skuldir og skuldbindingar eru áætlaðar um 25,9 milljarðar kr. og eigið fé um 7,3 milljarðar króna. Í greinargerð með tillögunni kemur fram að bókfært verðmæti fasta fjármuna bæjarins s.s. eigna rhlutur hans í Hitaveitu Suðurnesja hf. og eignir Hús - næðis skrifstofu er mun lægra en al mennt markaðsverð. Fyrir ligg ur bæði verðmat á eignar - hlutnum í Hitaveitu Suðurnesja hf og bráðabirgðamat á eignum Húsnæðisskrifstofu. Á sama hátt eru dulin verðmæti í Vatnsveitu og Fráveitu auk þess sem regn - vatnsveita hefur enn ekki verið færð í bækur framkvæmdasviðs. Rekstrargjöld hækka um 1 milljarð króna Rekstrartekjur A hluta er áætlaðar tæpar 12,7 milljarða kr. en þær hækka um tæplega 1,2 millj arða kr. á milli ára. Rekstr - argjöld eru áætluð tæplega 12,3 milljarðar kr. og hækka því um rúman 1 milljarð kr. á milli ára. Meginþungi útgjaldaauka er vegna launahækkana og hækk - unar á lífeyrisskuldbindingu eða um 450 m.kr, viðhaldskostnaður fasteigna, gatna og útisvæða var hækkaður á milli ára um 75 m.kr. og styrkir vegna íþrótta- og tóm - stundastarfa um 40 m.kr. Á árinu 2008 verður tekin í notk un ný sundlaug og nýr leik - skóli, en rekstrarkostnaður sund - laugarinnar er áætlaður um 73 m.kr og rekstrarkostnaður leik - skólans um 48 m.kr. Þá er gert ráð fyrir 130 m.kr. fjárveitingu í 100 ára afmælishátíð bæjarins. Fjármagnsliðir eru áætlaðir um 148 m.kr. og að rekstar niður - staða A hluta á árinu 2008 verði jákvæð um 261 m.kr. Samkvæmt áætluninni er veltufé frá rekstri úr A-hluta um 1 milljarður kr. Áætlaðar heildar - eignir A hluta í árslok 2008 verða um 23,4 milljarða kr., skuldir rúmlega 20 milljarðar kr. og og eigið fé um 3 milljarðar kr. Helstu verkefni Aukið verður við niður greiðsl - ur til barna- og unglingastarfs í íþrótta- og æskulýðsmálum og aldursmörk færð í 16 ár frá næstu ára mótum. Komið verður á skipu lögðu æskulýðsstarfi félags - miðstöðva fyrir 5.-7. bekki grunn skóla og styrkt starfsemi í heimaþjónusta við eldri borgara. Þá verður gert átak í fjölgun leiguíbúða á árinu. Helstu framkvæmdir í ný - byggingu fasteigna verða loka - fram kvæmdir við nýja sund mið - stöð á Völlum, 3. áfangi Hraun - vallaskóla í Vallahverfi, fram - kvæmdir við íþrótta miðstöðina í Kaplakrika og nýr leikskóli við Hamravelli og nýr leik- og grunnskóli við Bjarkar velli. Þá verða umfangsmiklar fram - kvæmdir í gatnagerð fyrir vel á annan milljarð kr. á nýbygg - ingar svæðum á Völlum og nýjum iðnaðar- og atvinnu svæð - um í Hellnahrauni og Kapellu - hrauni. Unnið verður að umhverfis - verk efnum á miðbæjarsvæði við Lækinn frá Hverfisgötu að Strand götu, haldið áfram með gerð strandstígs við Norður - bakk ann og lokið gerð nýs úti - svæðis og torgs við Byggða - safnið við Vesturgötu. Lokið verður endurbótum á Bunga lowinu sem sýningar- og mót töku hús bæjarins og unnið að end ur bótum í Hellisgerði og frek ari uppbyggingu úti vistar - svæðis við Hvaleyrarvatn. Á síðari hluta ársins verður lokið við endurbyggingu dælu - stöðvar við Óseyrarbraut og nýrr ar dælu- og hreinsistöðvar og útrásar í Hraunsvík fyrir nær 850 milljónir króna. Nýfram - kvæmdir Vatnsveitu kosta um 290 milljónir króna. Á vegum Hafnarsjóðs verður áfram unnið að rannsóknum og hag kvæmnis - úttekt varðandi mögulega nýja hafnaraðstæðu vestan Straums - víkur. Markmiðin sem sett eru fram í fjárhagsáætlun fyrir árið 2008 eru skýr og afdráttarlaus, að treysta enn frekar rekstur og afkomu sveitarfélagsins sam - hliða áframhaldandi uppbygg - ingu á öllum sviðum. Miklar fjárfestingar á afmælisári Fjárhagsáætlun Hafnarfjarðarbæjar lögð fram Sjötti bekkur í Setbergsskóla safnaði skóladóti, pennum, pennaveskjum, skólatöskum og fleiru þarflegu til skólastarfs. Örn Ragnarsson hjá Fataflokkun Rauða kross Íslands mætti til að taka á móti gjöfinni og greindi frá því að þessar skólavörur færu til barna í Malaví en þar styður Rauði kross Íslands við munaðarleysingjahæli og fleiri verkefni sem snúa að velferð barna. Sjötti bekkur styður Rauða krossinn Gáfu skóladót sem fer til Malaví Stoltir krakkar í 6. bekk Setbergsskóla Þær kitluðu hláturtaugarnar frásagnir Eyþórs Þórissonar athafnamanns í bókinni Engin miskunn - El Grillo karlinn sem Tryggvi Harðarsona ritaði og gaf út. Tryggvi las úr bókinni á Hótel Víking sl. föstudag og Eyþór gaf gestum El Grillo bjórinn að smakka. Féllu frásagnirnar í góðan jarðaveg og var frásögnin lipur af þessum athafna- og ævintýramanni sem kallaði ekki allt ömmu sína og gerir vart enn. Gaf enga miskunn Tryggvi Harðarson, fv. bæjarfulltrúi og bæjarstjóri á Seyðisfirði las úr bók sinni um El Grillo-karlinn Eyþór Þórisson með bjórinn og Tryggvi Harðarson með bókina. L j ó s m . : G u ð n i G í s l a s o n

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.