Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 13.12.2007, Blaðsíða 10

Fjarðarpósturinn - 13.12.2007, Blaðsíða 10
Nú líður að jólum og er fólk að undirbúa jólahald og njóta þeirra fjölmörgu tækifæra sem gefast til að njóta góðrar tónlistar og annarra viðburða. Á meðan á því stendur er Alþingi að ljúka gerð fjárlaga og sveita - stjórnir að vinna að gerð fjárhags áætl ana fyrir árið 2008. Það er mjög eðlilegt að fólk setji ekki í forgang nú að fylgjast með gangi bæjarmála en vek samt athygli á að nú er meiri hluti Sam fylk - ing arinnar að fara fram með hækkun gjalda á Hafnfirðinga og um leið að keyra í gegn deili skipu lags - breytingu sem heimilar miklu meira bygg ingamagn og hærri hús en gildandi skipulag gerir ráð fyrir. Þetta eru með öfugum for - merkjum jólagjafir Samfylk ing - ar. Auknar álögur á almenning. Samfylkingin í Hafnarfirði er sjáfri sér samkvæm með aukn ar álögur á Hafn - firðinga. Út svar ið skal enn vera í há marki 13,03% og fast eigna - gjöld með því hæsta sem þekkist á höfuð - b o r g a r s s v æ ð i n u . Hafn firðingar þurfa að gera sér glögga grein fyrir því að Sam fylk ingin býður íbúum Hafnarfjarðar nú upp á amk 10% hækkun á útsvari í krónum talið útsvar meðan nágranna sveitarfélagið Garða - bær býður þegnum sínum upp á 12,46% og Seltjarnarnes er með 12,10%. Fasteignagjöld. munu einnig hækka um amk. 10% vegna hækk unar á fatseignamati þar sem álagsprósentan í Hafnarfirði verður samkvæmt tillögu Sam - fylkingarinnar óbreytt 0,27% af fatseignamati. Það er með því hæsta sem þekkist á höfuð - borgarsvæðinu og sem dæmi má nefna er Reykjavík með 0,22% fast eignagjald. Vatnsskattur og hol ræsagjald eru einnig í há - marki hér og því má kalla Sam - fylk inguna í Hafnarfirði „skatt - menn ársins“. Háhýsi í miðbæ S.l föstudag samþykkti meiri - hluti Samfylkingarinnar í Skipu - lags- og byggingaráði að leggja til við bæjarstjórn að samþykkja nýtt deiliskipulag við Strandgötu þar sem leyfð verður bygging 7 hæða húss. Samfylkingin hefur verið að pukrast með þetta mál enda óeining innan þeirra eigin raða en telur nú lag að koma þessu í gegn þrátt fyrir mikil and mæli íbúa í miðbænum sem annars staðar. Þegar tillaga um 9 hæða turna var auglýst bárust mótmæli frá 485 einstaklingum auk þess sem nokkrir undir skrift - ar listar gegn tillögunni bárust. Ekki verður séð að lækkun um 2 hæðir breyti neinu þar um. Íbúalýðræði í nýrri mynd? Hafnfirðingum er í fersku minni hvernig bæjarfulltrúar Samfylkingar komu sér hjá því að taka afstöðu til stækkunar álvers Alcan og dauðsáu svo eftir þegar stækkun var hafnað með naumum meirihluta. Nú fara þeir hins vegar fram með mjög umdeilda breytingu á skipulagi miðbæjarins án þess að kanna með formlegum hætti hug Hafnfirðinga. Glöggir menn hafa séð að í auglýsingu um háhýsin var tekið fram að þeir sem ekki gera athugasemdir teljist sam - þykkir breytingunni. Þetta er ný nálgun í íbúalýðræði en svo sem ekki nýtt að vinstri menn fari fram með þessum hætti því að bygging turna við versl unar - miðstöðina Fjörð var mjög umdeild og þáverandi meirihluti krata keyrði það í gegn þrátt fyrir undirskriftir þúsunda Hafn - firðinga. Lokaorð Þetta eru kaldar kveðjur Sam - fylkingarinnar til Hafnfirðinga nú í aðdraganda jóla. Ég bið ykkur ágætu bæjarbúar að fylgjast grannt með framvindu þessara mála og mun í byrjun næsta árs gera grein fyrir tillögum okkar Sjálfstæðismanna í þessum málum og viðbrögð við þeim. Höfundur er bæjarfulltrúi fyrir Sjálfstæðisflokkinn. 10 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 13. desember 2007 Frá Flensborgarskólanum í Hafnarfirði Mikilvægar dagsetningar! Lok haustannar 2007 Jólatónleikar Kórs Flensborgarskólans, Vinakvöld á aðventu, verða í Hamarssal Flensborgarskólans mánudaginn 17. og þriðjudaginn 18. desember kl. 20:30. Með kórnum koma fram söngvararnir Margrét Árnadóttir og Ívar Helgason, píanóleikarinn Jónas Þórir og hljómsveit. Stjórnandi Hrafnhildur Blomsterberg. Miðar til sölu hjá kórfélögum og á Súfistanum. Einkunnaafhending og staðfesting á vali verður þriðjudaginn 18. desember kl. 10:00 til 10:45. Að því búnu hefst prófsýning og stendur til kl. 13:00. Útskrift haustannar fer fram í Hamarssal Flensborgarskólans fimmtudaginn 20. desember kl. 13:30. Allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir. Aðstandendur útskriftarnema eru beðnir um að vera komnir tímanlega. Upphaf vorannar 2008 Stundatöflur verða afhentar föstudaginn 4. janúar frá kl. 11:00 til kl. 16:00. Kennt er samkvæmt hraðtöflu mánudaginn 7. janúar frá kl. 8:05. Kennt samkvæmt stundatöflu frá þriðjudeginum 8. janúar. Áætlað er að öllum töflubreytingum sé lokið föstudaginn11. janúar. Nánari upplýsingar m.a. um opnunartíma skrifstofu í kringum jól og áramót verða sendar út í Flensborgarfréttum og settar á heimasíðu skólans www. flensborg.is Skólameistari Jólagjafir Samfylkingar Almar Grímsson Bifreið valt eftir að hafa ekið upp á stoðvegg er hann var á leið frá hringtorginu við Hlíðarberg í átt að Reykjanesbraut. Er mesta mildi að enginn skyldi vera á gangbrautinni þar sem bíllinn lenti en þarna eru göng undir Reykjanesbrautina. Virðist sem bifreiðin hafi farið þar sem örvarnar á myndinni sýna og er hún fór upp á stoðvegginn valt hún. Allar líkur eru að jeppabifreiðinni hafi verið ekið á of miklum hraða. Valt niður á gangbraut Greinilega ýmislegt hægt ef of hratt er ekið innfeld mynd

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.