Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 13.12.2007, Blaðsíða 11

Fjarðarpósturinn - 13.12.2007, Blaðsíða 11
Fríkirkjan í Hafnar firði er evangelísk- lúterskur söfnuður og starfar á sama kenn ingar - grundvelli og Þjóðkirkja Íslands. Það vita flestir að fríkirkjurnar heyra ekki undir íslenska bisk - ups embættið eins og nafn kirkj - anna segir. Samt hefur tenging biskupsstofu við kirkjuna verið mikil, Sr. Bernharður Guð - mundsson var starfsmaður bisk - ups stöðu samhliða prests störf um í Fríkirkjunni, sr. Magn ús Guð - jónsson var biskupssritari sam - hliða prestsstörfum í Frí - kirkjunni. Þannig hefur myndast gott samstarf og oft var leitað til hr. Sigurbjörns Einarssonar biskups um ráðleggingar þegar nýr prestur var ráðinn. Hr. Sigurbjörn flutti hugleiðingu á fjölmennu aðventukvöldi í Fríkrikjunni sl. sunnudag. Biskup Íslands í Fríkirkjunni Lengi verið góð tengsl Fríkirkjunnar í Hafnarfirði við Biskupsstofu Sr. Einar Eyjólfsson, hr. Sigurbjörn Einarsson biskup og sr. Sigríður Kristín Helgadóttir ásamt dóttur sr. Sigríðar. L j ó s m . : G u ð n i G í s l a s o n www.fjardarposturinn.is 11Fimmtudagur 13. desember 2007 Síðastliðin tíu ár hefur verslunin Úr & Gull, í verslunarmiðstöðinni Firði í Hafnarfirði verslað með vönduð úr og skartgripi. Fyrir skömmu fór verslunin í gegnum gagngerar endurbætur þar sem allar innréttingar búðarinnar voru endurnýjaðar og útliti búðarinnar gjörbreytt. Þessi breyting hefur gert það að verkum að búðin er í dag ein glæsilegasta úra- og skartgripaverslun landsins. Úrval verslunarinnar er einkar glæsilegt og er þar meðal annars hægt að fá armbandsúr frá mörgum þekktum framleiðendum á borð við Raymond Weil, Seiko, Pulsar, DKNY, Fossil, Kenneth Cole, D&G, Armani og Diesel. Enn fremur skartgripi frá Morellato, Zoppini, Miss Sixty, Molecole, Manuel Zed, Rochet, Sector, glæsilega demantsskartgripi og mikið úrval af skartgripum úr gulli og silfri. Íslenskt handverk og hönnun frá gullsmiðunum Sigurð Inga Bjarnasyni með hönnun sína Sign of Iceland, Dýrfinnu Torfadóttur og Elínu Guðbjartsdóttur. Stórglæsileg úra- og skartgripaverslun KOMIÐ • SJÁIÐ • SANNFÆRIST Vinakvöld á aðventu Einsöngur: Margrét Árnadóttir og Ívar Helgason Píanó: Jónas Þórir Gítar/rafbassi: Einar Logi Hreinsson, Sigurður Árni Jónsson og Úlfar Karl Arnórsson Trommur: Ragnar Sverrisson Stjórnandi: Hrafnhildur Blomsterberg Þriðjudaginn 18. desember 2007 kl. 20:30 í Hamarssal Flensborgarskólans Frítt kaffi og meðlæti í hléi. Aðgangseyrir kr. 2000, kr. 1000 fyrir nemendur Flensborgarskólans og börn yngri en 16 ára2 Vinakvöld á aðventu er yfir - skrift tónleika Kórs Flens - borgarskólans sem verða 17. og 18. desember k. 20.30 í Hamars - sal Flensborgarskólans. Uppselt er á tónleikana þriðjudaginn 18. des. og því verða aukatónleikar mánudaginn 17. desember og hægt er að kaupa miða hjá kórfélögum og í Súfistanum. Með kórnum koma fram hafn - firsku söngv ararnir Margrét Árna dóttir og Ívar Helgason. Píanó leikari verður Jónas Þórir og hljóm sveitina skipa þeir Einar Logi Hreinsson, Sigurður Árni Jónsson, Úlfar Karl Arnórsson og Ragnar Sverrisson. Stjórn andi kórsins er Hrafnhildur Blomster - berg. Aukatónleikar 17. desember Uppselt á tónleika Kórs Flensborgarskólans 18. des. Mánudagi n 17. d sember kl. 20.3 í Hamarssal Flensborgarskólans L j ó s m . : G u ð n i G í s l a s o n

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.