Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 13.12.2007, Blaðsíða 12

Fjarðarpósturinn - 13.12.2007, Blaðsíða 12
12 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 13. desember 2007 Foreldrar barna í vímuefnavanda stuðningur og ráðgjöf Percy Stefánsson, ráðgjafi starfar á mánudögum kl. 12-15 í Gamla bókasafninu á vegum Foreldrahúss. Hann veitir foreldrum barna í vímuefnaneyslu ráðgjöf og stuðning. Hægt er að panta viðtal í síma 511 6161 og fá þar nánari upplýsingar, einnig í vimulaus@vimulaus.is SjálfstæÝisfólk! Vegna sölu Sjálfstæðishússins að Strandgötu 29 bjóða sjálfstæðisfélögin í Hafnarfirði öllu sjálfstæðisfólki í opið hús laugardaginn 15. des frá kl. 17-19. Komum - eigum stund saman og kveðjum húsið. Þorgrímur Þráinsson les úr bók sinni og félagar úr Stefni spila létta tónlist. Léttar veitingar í boði. Bergur Ólafsson bæjarfulltrúi hefur látið vinna deiliskipu lags til - lögur sem gera ráð fyrir að hótel rísi við Suðurgötu með aðkomu frá Víkingagötunni. Í tillögunni er gert ráð fyrir að lóðin að Suðurgötu 18 stækki úr 229 m² í 713,5 m² og að saman lagður gólfflötur byggingarinnar verði 1700 m² á fjórum hæðum og nýtingarhlutfall lóðarinnar verði 2,38. Núverandi stærð er 453 m². Tillagan var kynnt á forstigs kynningarfundi fyrir skömmu og komu fram fjölmargar athuga - semdir frá íbúum í nágrenninu og rekstraraðilum. Helst var gagnrýnt að svæðið þyldi ekki þá auknu umferð sem af rekstri hótels yrði, bílastæðum fækkar frá því sem nú er og að bygging - in verði allt of há. Vegghæð hússins hækkar nokkuð að Suðurgötu og mænishæð hækkar um 90 cm auk þess sem lyftuturn verður nokkru hærri. Íbúar í nágrenninu, sérstaklega á Suðurgötu 24 og 28 töldu ámælisvert að ekki hafi verið brugðist við athugasemdum sínum um lagfæringu á aðkomu og töldu hótel skerða enn frekar aðkomu að sínum húsum. Bergur Ólafsson sagðist skilja sjónarmið íbúa en taldi að vandamálið ykist ekki við tilkomu hótels og benti á að hægt væri að breyta húsinu í íbúðir án nokkurra skipulagsbreytinga sem þó kallaði á fjölgun bíla. Á heimasíðu Hótels Kiljan segir að hótelið verði opnað 17. maí nk. og þar sé m.a. í boði „free parking space“ eða frí bíla - stæði. Vill tvöfalda stærð gömlu Prentsmiðjunnar og breyta í hótel Íbúar í nágrenninu afhenda bæjarstjóra mótmæli Skipulagið kynnt á opnum forstigskynningarfundi. L j ó s m . : G u ð n i G í s l a s o n Núverandi mænishæð Lenging húss Núgildandi skipulag Tillaga að nýju skipulagi 28 28 Áttan Trönuhrauni 10 — Ekkert *** kjaftæði! OD-Avenue á Áttunni í kvöld, fimmtudag Frítt inn, kaldur á 350 og 2 fyrir einn á skotum Byrjum kl. 22 Sunnudagur 16. desember: Liverpool - Manchestur United kl. 13.30 Arsenal - Chelsea kl. 16 Borgari, franskar og gos á 1000 kr. — með öli á 1200 kr. Úr jólaþorpinu Það var ágæt stemmning í jólaþorpinu í snjónum á laugar - daginn og tónlistaratriði frá Félags miðstöðinni Ásnum vakti athygli enda spiluðu þarna ungir og efnilegir drengir. Jólaþorpið verður opið um helgina kl. 12-18 og skemmti - dagskrá er frá kl. 14. F j a r ð a r p ó s t u r i n n 0 6 0 8 – © H ö n n u n a r h ú s i ð e h f .

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.