Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 13.12.2007, Blaðsíða 15

Fjarðarpósturinn - 13.12.2007, Blaðsíða 15
Þetta er kannski ekki jóla - legasta laglína ever. En þegar við, ég og ungl ingur inn á heimilinu, sett umst niður og ákváð um að taka þátt í átaki sem Hafn arfjarðarbær stend ur fyrir, þar sem for eldrar, börn og ungl ingar eru hvattir til nota tímann saman um hátíðarnar, þá kom þessi laglína eftir Bubba upp í hugann. Kannski hefði verið meira við hæfi, svona í anda jólanna, texta brot sem Gunni og Felix sungu um árið, sem er einhvern veginn svona: „Á jólum eru allir vinir, á jólum er kærleikur við völd, á jólum er rosalega gaman...“ og svo framvegis en þannig er það bara ekki alltaf og það eiga því miður ekki allir góðar minningar frá jólum og áramótum. Góðar minningar mikilvægar Við, sem sagt ég og unglingur - inn, teljum það mikilvægt að eiga góðar og jákvæðar minn - ingar frá þeim hátíðum sem nú fara í hönd og ekki síður mikil - vægt að búa þær minningar til saman, fjölskyldan. Allar kann - anir sem gerðar hafa verið stað - festa það. Minningar um skemmtileg jól og áramót eru eitthvað sem við viljum öll eiga, það er ekki spurning. Það er líka mikilvægt fyrir okkur foreldra að vita hvað börnin og unglingarnir okkar hafa fyrir stafni. Þess vegna virðum við útivistartímann og leyfum ekki eftirlits - laus partý. Svo einfalt er það. Við, foreldr arnir, viljum ekki vera í sporum mömmunnar í texta brotinu hér fyrir ofan. Og það er ekki síður mikilvægt fyrir þau, börn og unglinga, að vita að foreldrar þeirra séu í lagi - þetta virkar nefnilega í báðar áttir. Tökum þátt Á næstu dögum verður hringt heim til foreldra unglinga í bænum og þeir hvattir til að taka þátt í átakinu og því flotta forvarnarstarfi sem fram fer í bænum. Átak eins og það sem nú stendur yfir er árviss viðburður þar sem bæjarstjórnin, skóla - stjórar, félagsmiðstöðvar og for - varnarfulltrúi taka höndum sam - an og hvetja okkur, unglinga og foreldrar til að gera hátíðarnar að flottri fjölskylduhátíð. Það hefur klárlega skilað árangri. Um síð - ustu áramót þurfti lögreglan ekki að hafa afskipti af neinum börn - um og unglingum í bænum. Frá - bært, þetta er einmitt málið og svona viljum við hafa það. Gerum eitthvað saman Það er enginn vafi á því að það er mikilvægt að fjölskyldan sé saman, ekki spurning í okkar huga. Notum tímann sem fram - undan er vel, gerum eitthvað skemmtilegt saman - það ætlum við að gera. Höfundur er upplýsingafulltrúi Hafnar fjarðarbæjar og skrifaði þessa grein með aðstoð og innleggi frá unglingnum á heimilinu. www.fjardarposturinn.is 15Fimmtudagur 13. desember 2007 Auglýsingar: 565 3066 Leiðrétting Rangur myndatexti birtist undir mynd á baksíðu í frétt af jólatré frá Cuxhaven. Þar stóð Jurgen Donner en átti að vera Dr. Karl-Ulrich Müller, sem er nýr sendiherra Þýskalands á Íslandi en hann flutti stutt ávarp á íslensku, blaðlaust. Að neðan eru birtar myndir af þeim félögum og beðist er velvirðingar á þessum mistök - um. Dr. Karl-Ulrich Müller Jurgen Donner „Móðir, hvar er barnið þitt svona seint um kvöld?“ Steinunn Þorsteinsdóttir Frá fjölskylduskemmtun skáta við Hvaleyrarvatn. L j ó s m . : G u ð n i G í s l a s o n

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.