Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 01.03.2007, Page 1

Fjarðarpósturinn - 01.03.2007, Page 1
„Okkur er harmur í huga en við viljum ekki berja höfðinu við steininn; bærinn mun ekki finna gott húsnæði í tíma, við eigum ekki fyrir byggingu - og síst af öllu viljum við standa að starfi sem tryggir ekki gæði á öllum sviðum!“ Þetta var meðal þess sem Margrét Pála Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Hjalla stefn - unnar ehf. segir í bréfi sem sent var til foreldra skóla barn anna 60 í vikunni. Málið var tekið upp á bæjar - stjórnarfundi og þar upplýsti Ellý Erlingsdóttir að viðræður hafi verið í gangi við Hjallastefnuna um húsnæðismál við Hjallabraut og hafi tillögur verið lagðar fram. Því kom henni á óvart sú ákvörðun Hjallastefnunnar að hætta skólastarfi í Hafnarfirði og taldi að málið væri í ferli. Ástæða lokunarinnar segir Margrét Pála í bréfinu að sú eina stofa sem Hafnarfjarðarbær hafi boðið hafi ekki dugað auk þess sem Hjallastefnan hafnaði því að fyrirtækið bæri að hluta eða í heild kostnað við uppbyggingu grunn skólaeiningar. Ellý sagði hins vegar að aðeins hafi verið spurt um það hvort Hjallastefnan vildi taka þátt í slíkum kostnaði eins og fyrirtækið gerði í Garða - bæ. Í máli Ellýar kom fram að hún harmaði mjög þessa ákvörðun Hjallastefnunnar og vonaðist til þess að þetta yrði ekki endanleg ákvörðun. Einn viðmælandi Fjarðar - póstsins sagði málið lykta af því að áhuginn fyrir skólarekstrinum við Hjallabraut væri ekki fyrir hendi núna og taldi óábyrgt að hefja og slíta skólastarfi með þessum hætti. Skólastjóri Barnaskóla Hjalla - stefnunnar er Þorgerður Anna Arnar dóttir. ISSN 1670-4169w w w. f j a r d a r p o s t u r i n n . i s 9. tbl. 25. árg. 2007 Fimmtudagur 1. mars Upplag 9.800 eintök. Dreift frítt í Hafnarfirði og á Álftanesi www.66north.is Miðhraun 11 - Sími 535 6600 www.as.is Sími 520 2600 Fjör færist í álversum - ræðuna Hagur Hafnarfjarðar, ný samtök stuðningsmanna ál - vers stækk unar hafa hellt sér í kosningabaráttuna. Héldu sam - tökin blaðamannafund á sunnu dag og fengu strax við - brögð andstæðinga stækkunar. Hafa fulltrúar Hags Hafnar - fjarð ar og Sólar í Straumi mæst í umræðuþáttum og hefur fullyrðing verið á móti full - yrðingu. Starfsemi leikskólans við Hjallabraut verður óbreytt. Skóli Hjallastefnunnar hættir Bæjarfulltrúum kom ákvörðunin á óvart L j ó s m . : S m á r i G u ð n a s o n Hagur Hafnarfjarðar boðar til opins fundar í Hafnarborg Hafnarfirði fimmtudaginn 1. mars kl. 20.00. Frummælendur á fundinum eru: • Sveinn Hannesson, framkvæmdastjóri SI • Örn Friðriksson, vélvirki • Ingi B. Rútsson, formaður Hags Hafnarfjarðar 9 ára fékk silfur

x

Fjarðarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.