Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 01.03.2007, Blaðsíða 6

Fjarðarpósturinn - 01.03.2007, Blaðsíða 6
6 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 1. mars 2007 Þar sem þú ert minn yfirmaður leita ég til þín í vandræðum mínum. Nú er svo komið í mál - um kennara að Launanefnd sveit arfélaga býður okkur 0,75% hækkun til að mæta al mennri verðlags- og kjaraþróun síðast - liðið ár. Þetta er auðvitað skammarlegt og mér finnst það niðurlægjandi þegar þeir segja að við fúlsum við því sama og aðrir hafa fengið. Ég hef kennt hér í Hafnarfirði frá því haustið 1999 og kunnað mjög vel við mig. Ég sinni mínu starfi af fagmennsku og alúð. Starf mitt felur ýmislegt í sér sem hvergi kemur fram, fyrir utan að kenna mínum nemendum, sinna foreldrasamskiptum, undirbúa kennsluna, mæta hverju barni þar sem það er statt, finna sterkar hliðar á hverjum og einum svo hann fái að njóta sín á sínum forsendum, finna veikar hliðar til að reyna að styrkja þær, veita öllum kennslu við hæfi, hafa kennsluhætti fjölbreytta, sækja námskeið, sinna námsmati, fara yfir heimavinnu, hafa vinnufrið, setja mörk, reyna að efla sjálfstæði, styrkja sjálfsmynd, koma námsefninu til skila, mæta á fundi, sinna faglegu samstarfi, ráðfæra mig við annað fagfólk, fylla út lista fyrir sálfræðinga og barnalækna, setja stuðnings - fulltrúa inn í starfið þá þarf einnig að hugga, reima, redda nesti, hringja heim, þurrka blauta sokka, leita að týndum vett ling - um, láta sækja boltann sem fór upp á þak, skola fernur, hlusta, þrífa pensla og svona mætti enda laust telja upp. Öllum þess - um störfum sinni ég af alúð og fagmennsku og hef gaman af. Mér finnst ég eiga fullt erindi í kennsluna, mér finnst ég sinna starfi mínu vel og láta gott af mér leiða. En nú er komið nóg. Ég treysti mér ekki til að halda áfram næsta vetur við stig - magnandi óánægju kennara, sífellt verra andrúmsloft og sífellt meiri kröfur. Ég treysti mér ekki til að leggja allt mitt í að sinna annarra manna börnum þegar viðmótið sem ég fæ úti í þjóðfélaginu er að kennarar séu annars flokks og eigi ekki skilið að njóta sömu kjara og aðrir sambærilegir hópar. Það er augljóslega enginn vilji til að rétta okkar hlut. Ég er einnig orðin þreytt á því að þið, sveitarstjórnarmenn, vís - ið í Launanefnd sveitarfélaga og þykist ekkert geta gert, eins og Launanefndin sé stödd á eyði - eyju án nokkurra samskipta við umheiminn. Þetta er alls ekki rétt. Launanefndin starfar í ykkar um boði og það er ykkar að koma þeim skýru skilaboðum til henn - ar að leysa úr þessu sem fyrst með því að bjóða kennurum kjarabætur sem þeir geta sætt sig við. Þið eruð okkar launa greið - endur og þið eruð okkar viðsemjendur. Valdið er ykkar. Ég er hrædd um að margir kenn - arar séu í sömu sporum og ég, ætli að skoða málin fram á vor og segja þá upp ef ekki semst. Ég er því hrædd um að ef ekkert gerist á næstu mánuðum muni skólarnir sitja uppi næsta haust með allt of fáa kennara og þá þýðir ekki, fyrir ykkur í sveitar - stjórnunum, að þykjast koma af fjöllum og láta sem þetta komi ykkur á óvart. Óánægja kennara er mikil og hún á eftir að versna ef ekki finnst lausn fljótlega. Ég vona því að þú látir til þín taka svo ekki verði flótti úr kennarastéttinni, því ábyrgð þín er mikil. Jónína Dögg Loftsdóttir, kennari í Engidalsskóla. Opið bréf til Lúðvíks Geirssonar bæjarstjóra í Hafnarfirði Haustið 2006 hófst tilraunaverkefni í leikskólanum Álfabergi, eingöngu ætlað 5 ára börnum og hefur verið ákveðið að halda starfseminni áfram. Meginmarkmið leikskólans er að mynda samfellu milli leik- og grunnskóla og er allt leik- og námsefnið sérstaklega valið fyrir þennan aldurshóp. Áhersla er lögð á leik og félagsleg samskipti ásamt því að læra íslensku og stærðfræði. Börnin í leik - skólanum spreyta sig í ensku, fara í Tónlistarskólann einu sinni í viku og í íþróttir í Bjarkarhúsið. Lífsgleði og vel - líðan barnanna í heimilislegu umhverfi er í fyrirrúmi. Nánari upplýsingar um leikskólann er að finna á heimasíðu skólans www.leikskolinn.is/alfaberg Innritun um leikskólavist í leikskólanum Álfabergi stendur nú yfir fyrir næsta skólaár. Hægt er að sækja um flutning á milli leikskóla en eyðublöð má nálgast í öllum leikskólum, þjónustuveri Hafnar - fjarðar og á Skólaskrifstofu Hafnarfjarðar. Umsóknarfrestur er til og með 10. mars og verður umsóknum raðað í forgang eftir því sem þær berast. Allar upplýsingar um uppeldisstarf leikskólans gefa stjórnendur í síma 555 3021 netfang alfaberg@hafnarfjordur.is Fræðslustjórinn í Hafnarfirði Skólaskrifstofa Hafnarfjarðar Leikskóli fyrir 5 ára börn — Álfaberg Vetraríþróttafélag Hafnarfjarðar Stofnfundur Vetraríþróttafélags Hafnarfjarðar verður haldinn fimmtudaginn 8. mars kl. 20. Fundurinn verður haldinn í fyrirlestrarsal Íþróttahúss Setbergsskóla Allir sem vilja láta sér vetraríþróttir varða eru hvattir til að mæta. Undirbúningsnefnd. Það er gott að búa í Hafnarfirði og hér er mannlíf og atvinnulíf með miklum blóma. Hafnfirskir atvinnurekendur eru mjög öflugur hópur sem sést best á því að á síðastliðnum 7 árum hefur störfum í bænum fjölgað að meðaltali um 240 störf á ári. Kraftmikið atvinnulíf er undirstaða hag - sældar og ábati bæjar - búa af því er marg - víslegur. Í umræðunni um hugsanlega stækkun álversins í Straumsvík hafa nokkrir þjón - ustu aðilar álversins í bænum kos ið að leggjast á árar með álver inu til þess að fá bæjarbúa til að samþykkja stækkun. Við það er ekkert að athuga og eðli - legt að þau fyrirtæki sem eiga beinna hagsmuna að gæta vilji allt að því þre falda viðskipti sín við fyrirtækið. Ég geri hinsvegar alvarlega at hugasemd við þá orð ræðu sem sá hópur hefur kosið að nota, en hún á ekki heima í annars málefnalegri og upplýsandi um - ræðu um þetta mál í bænum. Af hverju segir hópurinn ekki eins og satt er að hópurinn hefur áhuga á því að auka hjá sér veltuna og þar með ábata sinn af rekstri sínum? Það er eðlilegt og Eru Hafnfirðingar upp við vegg í stækkunarmálinu Pétur Óskarsson ekkert við það að athuga. Sú aðferð að nota hræðslu áróður og reyna að stilla Hafnfirðingum upp við vegg með fullyrðingum um að störf séu í hættu og allt fari á versta veg samþykki Hafn - firðingar ekki stækkun er þessum hópi til minnkunar og ég skora á hópinn að stunda ábyrgari um - ræðu um þetta mikilvæga mál. Á heimasíðu Alcan www.alcan.is segir orðrétt „Engar áætlanir eru uppi um lok - un álversins ef ekki kemur til stækk unar, enda gengur verk - smiðjan vel og árangurinn er góð ur, bæði á tæknilegum mæli - kvörðum og í um hverfismálum.“ Við skulum ræða stækkunar - málið án þess að gera lítið úr kraftmiklu og fjölbreyttu at - vinnu lífi Hafnarfjarðar. Styrkur bæjar ins til lengri tíma liggur í möguleikum bæjarins til þess að vaxa og dafna og þar setjum við í Sól í Straumi hagsmuni Hafn - firðinga framtíðarinnar í fyrsta sæti. Ég hvet alla Hafnfirðinga til þess að kynna sér málið vel á næstu vikum og svo auðvitað mæta á kjörstað 31. mars n.k. Höfundur er talsmaður Sólar í Straumi. Breytingar hjá Actavis Fearghal Murphy hefur verið skipaður í stöðu fram kvæmda - stjóra fram leiðslustýringar og mun taka sæti Elin Gabriel, sem lét nýlega af störfum hjá félaginu. Þá mun Doug Boothe taka við stöðu fram kvæmda - stjóra sölu- og markaðs sviðs í Bandaríkjunum og munu báðir taka sæti í framkvæmdastjórn samstæðunnar. Fearghal starfaði nú síð ast sem yfirmaður inn kaupa sviðs. Helstu verkefni hans verða að hámarka nýtingu og skilvirkni fram - leiðslueininga samstæðunnar í samvinnu við yfirmenn fram - leiðslusviða. Doug gekk til liðs við félagið í kjölfar kaupa félagsins á lyfja - fyrirtækinu Alpharma. Doug mun bera ábyrgð á sölu- og mark aðsmálum samstæðunnar í Banda ríkjunum.

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.