Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 01.03.2007, Blaðsíða 10

Fjarðarpósturinn - 01.03.2007, Blaðsíða 10
10 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 1. mars 2007 Á bæjarstjórnarfundi Á Álfta - nesi í síðustu viku voru undir - ritaðir samningar við Eignar - haldsfélagið Fasteign hf. um upp byggingu íþróttamannvirkja í sveitarfélaginu. Samningarnir, sem staðfestir voru með at - kvæðum allra bæjarfulltrúa, eru stærstu einstöku samn ingarnir sem sveitarfélagið hefur gert. Samningarnir eru um við - byggingu við íþróttahús og bygg ingu nýrrar sundlaugar með inni- og útilaug. Búist er við að framkvæmdir hefjist í sumar og er áætlaður framkvæmdartími 14-15 mánuðir. Jafnfram seldi Álftanes Fast - eign íþróttahúsið og sundlaugina við Breiðumýri ásamt 6375 m² lóð fyrir tæpar 586 milljónir kr. Fasteign greiddi fyrir að hluta með hlutafé sínu, fyrir alls 196,5 milljónir kr. Fasteign leigir svo sveitar - félag inu íþróttahúsið frá 28. febrúar sl. og viðbygginguna og sundlaug frá 20. desember 2008 en þá á framkvæmdum að vera lokið. Upphæð leigunnar er 0,685% af kostnaðarverði. Útilaugin verður 25 m löng og innilaugin 12 m auk þess sem þarna verða 2 tækjalaugar, heitir pottar og gufubaðsklefar. Gert er ráð fyrir nýrri líkamsræktar - aðstöðu, rúmgóðum afgreiðslu - sal og búningsklefum bæði fyrir sund miðstöð og íþróttasvæði. Framkvæmdin var samþykkt samhljóða af öllum bæjar full - trúum en fulltrúar Sjálfstæðis - flokks létu bóka afstöðu sína til samninga við Fasteign þar sem þeir töldu hagstæðara að sveitar - félagið byggði sundlaugina sjálft Þá bentu fulltrúar á að skv. bréfi frá skólastjóra Álftanes - skóla, dags. 22. janúar sl. eru alvarlegur misbrestur á kynningu og yfirferð hönnunarforsendna og verulega hafi skort á samráð við stærsta notanda mann virk - isins, Álftanesskóla. Þá benda fulltrúar D-lista að ýmislegt vanti inn í kostnaðaráætlunina, ýmsar innréttingar fyrir starfs - fólk og fl. Teiknistofan T-ark hannaði nýju sundlaugina. Ný úti- og innisundlaug byggð á Álftanesi Íþróttahúsið selt Fasteign sem mun eiga og reka íþróttamiðstöðina – sveitarfélagið kaupir í Fasteign Núverandi íþróttahús er það sem sést með rauðbrúnu þaki. Vaðlaug fyrir unglinga og öldulaug verða á útisvæðinu. Að venju er fyrsti sunnudagur í mars helgaður æskulýðsstarfi Þjóð kirkjunnar og kallast hann Æskulýðsdagurinn. Að þessu sinni verður öll helg in undir merkjum æsku lýðs starfsins og kallast því Æskulýðshelgin. Hefstu hún á fundi fermingar - barna foreldra þeirra og tollvarða fimmtudaginn 1. mars kl. 20. Á laugardaginn kl. 16 er boðið upp á kaffihúsamessu í safnaðar - heimilinu. Kaffihúsamessa er sérstæð samvera og form á guðs - þjón ustu sem gengur út á það að brjóta upp hnakkasamfélagið í kirkj unni með nokkurs konar kaffihúsasniði. Þátttakendur sitja við lítil borð í safnaðarsalnum og njóta samfélagsins yfir kaffibolla og jafnvel vöfflum eða öðru kaffibrauði. Aðgangur er ókeypis en foreldrafélag barna- og unglingakóranna stendur fyrir kaffi- og vöfflusölu við inn - ganginn til fjáröflunar fyrir kórfélögin.im ilinu. Kaffihúsakór Landakirkju syngur gospelsöngva, sálma og lofsöng undir stjórn Óskars Sigurðssonar, sem kenndur er við Hvassafell í Vestmanna - eyjum. Hann leikur jafnframt und ir á flygilinn. Prest ar Landa - kirkju og Hafnar fjarð arkirkju lesa guðspjall, flytja hugvekju og leiða stundina með aðstoð frá góðu fólki. Sunnudagurinn, Æsku lýðs - dag urinn, fer síðan fram með hefðbundnum hætti. Hefst hann með fjölskylduhátíð kl. 11 þar sem hljómsveitin Gleðigjafar leik ur og barnakórinn syngur. Um kvöldið er æskulýðsmessa kl 20 í umsjá Æskó, æsku lýðsfélags Hafnarfjarðarkirkju. Þar syngur Friðrik Ómar og hljómsveitin Gleðigjafar leikur enn á ný. Eftir æskulýðsmessuna bjóða ferm - ingar börn fjölskyldum sín um til veglegrar veislu í Há sölum Strand bergs. Kaffihúsamessa „Hnakkasamfélagið“ brotið upp í Hafnarfjarðarkirkju Í síðustu viku skrifuðu Lúðvík Geirsson bæjarstjóri, Helgi Ívarsson formaður Hafnar - fjarðardeildar Rauða kross Íslands og þær Sigríður Daníels - dóttir og Hrönn Harðardóttir framkvæmdastjórar Svæðis - skrifstofu um málefni fatlaðra á Reykjanesi undir rekstarsamning um rekstur Lækjar athvarfs fyrir fólk með geðraskanir. Samningurinn er áframhald af samstarfi þessara þriggja aðila um rekstur athvarfsins. Að þessu sinni tekur Hafnarfjarðarbær á sig aukna ábyrgð í rekstrinum. Lækur er eitt af fjórum dags - athvörfum sem Rauði kross Ís - lands og samstarfsaðliar reka. Athvarfið er ætlað fólki sem á við geðræn vandamál að stríða með það að markmiði að að auka lífsgildi og efla andlega, líkam - lega og félagslega vellíðan svo og hæfni í daglegri virkni. Lækur er húsnæði við Lækinn, neðan við Lækjarskóla. Starf Lækjar tryggt áfram Samningur við Hafnarfjarðarbæ undirritaður Helgi Ívarsson, Lúðvík Geirsson, Sigríður Daníelsdóttir og Hrönn Harðardóttir við undirritunina. L j ó s m . : G u ð n i G í s l a s o n Aðalfundur Félags eldri borg - ara Álftanesi, haldin laugar - daginn 24. febrúar 2007, mót - mælir harðlega umtalsverðri hækk un fasteignagjalda á Álfta - nesi, sem mun reynast elli - lífeyris þegum erfitt að standa undir. Fundurinn mótmælir einnig eymdarlega lágum tekju við mið - um til aflsláttar af fast - eignagjöldum og krefst þess að þau viðmið verði tekin til endurskoðunar nú þegar og hækkuð þannig að komi að gagni. Eldri borgarar mótmæla hækkunum L j ó s m . : G u ð n i G í s l a s o n

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.