Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 01.03.2007, Blaðsíða 12

Fjarðarpósturinn - 01.03.2007, Blaðsíða 12
12 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 1. mars 2007 Að undanförnu hefur Alcan í Straumsvík hvatt Hafnfirðinga til að kjósa með stækkun Alcan í lok mars. En þurfum við Hafnfirðingar á þessarri stækkun að halda? Þeir sem tala með stækkun segja að tekjur bæjarins aukist mikið eftir stækkun og þetta verði mikil lyfti - stöng fyrir Hafnar - fjörð. Þetta er alveg rétt en með því að breyta skatta ákvæðum sem Alcan hefur farið fram á og fyrir tækið fari að borga fast - eignagjöld, þá aukast tekjur bæjar ins líka án þess að til stækk unar komi. Við stækkun þá mun mengun aukast og lífsgæði Hafn firðinga versna. Á sama tíma og verið er að tala um svif - ryksmengun í höfuðborginni og að hún hafi aldrei verið eins mik - il og nú þá er verið að huga að stækkun á mest mengandi fyrir - tæki landsins. Eigum við ekki frekar að huga að því hvernig við minnkum mengun í stað þess að auka hana? Þó svo að forsvarsmenn Alcan tali um að þeir séu með full - kominn hreinsibúnað og að fyrir - tækið sé vottað umhverfisvænt með ISO 14001 umhverfis - staðlinum þá segir það ekki að það sé laust við alla mengun. Ál - ver er einn mest mengandi iðn - að ur sem til er og vottun kem ur ekki í veg fyrir það. Þessi vottun sem Alcan er með er gott vott - unarkerfi en það vottar aðeins það að þeir huga að umhverfis - málum og reyna að takmarka þá meng un sem álverið mengar. Frek ar ætti að huga að því að minnka meng - un með því að hætta við fyrir hugaða stækk un álvers ins og tak marka þá mengun sem er nú þeg ar til stað ar hjá Al can. Sam - tökin Hagur Hafnar - fjarðar hafa hald ið því fram að fjöldi fyrir - tækja í bæn um lendi í erfið leikum ef ekki verði af stækkun þar sem forsvarsmenn Alcan hafa hótað því að loka fyrirtækinu ef þeir ná ekki fram því markmiði sínu að stækka álverið. En við eigum ekki að hlusta á svona hótanir, Hafnfirðingar eru miklu betur gefnir en það. Þetta fyrirtæki hefur starfað frá 1970 og mikil framleiðsla er hjá því. Haldið þið virkilega að fyrirtæki hætti störfum þar sem fram - leiðsla gengur vel? Ég held að svarið sé nei. Þetta er ekkert ann - að en hótun sem ekki er hlust - andi á og hagsmunasamtökinn Hagur Hafnarfjarðar er með hræðslu áróður sem taka skal með fyrirvara. Hafnfirðingar, standið saman og segið nei við stækkun álvers - ins í Straumsvík, það mun gera Hafnarfjörð að enn betri og vistvænni bæ. Höfundur er Hafnfirðingur og nemi í ferðamálafræði við Háskólann á Hólum. Segjum nei við stækkun Alcan Þórður Ingi Bjarnason Alls bárust 8 tilboð í umsjón og eftirlit með framkvæmdum í Kaplakrika. Verkið felst í að hafa umsjón og eftirlit með verk fram kvæmdum á lóð FH í Kapla krika sem er nýtt frjáls - íþrótta hús, tengibyggingar, lyft - inga salur, starfsmannarými, félags aðstaða, yfirbyggja áhorf - enda stúku við núverandi leik - vang, breytingar á eldri bygg - ingu, breytingar á bílastæðum og aðkomu. 47% af kostnaðaráætlun Línuhönnun bauð lægst í umsjón og eftirlit Línuhönnun ehf..................................... 19.700.000 kr. VSÓ ráðgjöf frávikstilboð.................... 21.800.000 kr. VSÓ ráðgjöf ehf. .................................. 22.563.000 kr. Conis ehf. ............................................ 23.500.000 kr. Fjölhönnun ehf. .................................... 24.500.000 kr. Siggi og Svenni ehf............................... 27.900.000 kr. Fjarhitun ehf. ........................................ 39.760.000 kr. VST hf. .................................................. 48.555.000 kr. Strendingur ehf. .................................... 51.000.000 kr. Kostnaðaráætlun verkkaupa............ 42.000.000 kr. Það var stór stund hjá Björg - unar sveit Hafnarfjarðar og Slysa varnadeildinni Hraunrýði á mánudaginn en þá var fyrsta skóflustungan tekin að nýrri björgunarmiðstöð við Hval - eyrar braut. Alveg frá því Hjálparsveit skáta í Hafnarfirði og Björg unar - sveit Fiskakletts voru sam - einaðar í Björgunarsveit Hafnar - fjarðar hefur verið leitað að hentugum stað fyrir sveitina og eftir ýmsar þreifingar var sveit - inni valinn staður við Hval - eyrarbrautina, þar sem Bátalón stóð áður. Núverandi félagar og félagar gömlu sveitanna mættu við skóflustunguna og hafa verið vel á annað hundrað manns við - staddir. Eftir góða aðstoð vélamanns notaði bæjarstjórinn öfluga vél - skóflu og fórst honum það bet ur úr hendi en oft áður, enda orðinn nokkuð vanur. Júlíus Gunnarsson, formaður sveitarinnar fagnaði þessum áfanga og sagði að þarna yrði auð veldara að halda utan um starf ið og vona að sveitin gæti gert enn betur en áður og óskaði öllum til hamingju með þennan merka áfanga. Húsið verður um 2000 m² og mun rýma starfsemi björgunar - sveitarinnar auk þess sem Hraunprýðiskonur fá um 250 manna veislusal til útleigu og að - stöðu fyrir félagið. Þá er gert ráð fyrir helstu fjáröflunum sveitar - innar, flugeldasölu og jóla - tréssölu við hönnun hússins. Það er Batteríið í Hafnarfirði sem hannar húsið. Að lokinni skóflustungu buðu Hraunprýðiskonur í kaffi og kökur á Hótel Víking þar sem m.a. var boðið upp á „skóflu - stungutertu“. Bæjarstjóri tók skóflustungu að nýju Björgunarsveitarhúsi Húsið stendur við Hvaleyrarbraut þar sem Bátalón stóð áður. M y n d : B a t t e r í i ð Kristín Gunnbjörnsdóttir, formaður Hraunprýðis, Lúðvík Geirsson, bæjarstjóri og Júlíus Gunnarsson formaður Björgunarsveitarinnar Stína með „skóflustungu tert - una“ glæsilegu. L j ó s m . : G u ð n i G í s l a s o n L j ó s m . : G u ð n i G í s l a s o n L j ó s m . : G u ð n i G í s l a s o n Íbúaþing Vestur- og Norður - bæjar var haldið í Víði staða - skóla á laugardaginn og mætti dágóður hópur fólks, áhuga - samur um hverfið sitt. Eftir fyrirlestra á sal var skipt í hópa þar sem hver hópur fjallaði um afmörkuð málefni sem tengdist hverfinu og voru skólamálin nokkuð áberandi. Þingið var ágætlega heppnað þó fleiri hefðu mátt sýna því áhuga. Íbúar þinguðu um hverfið sitt Jenný, Vigdís Ósk, Bjarki Freyr og Elmar L j ó s m . : G u ð n i G í s l a s o n

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.