Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 24.01.2008, Blaðsíða 2

Fjarðarpósturinn - 24.01.2008, Blaðsíða 2
Sýningar í Bæjarbíói Á laugardaginn kl. 16 sýnir Kvik - myndasafn Íslands myndina Apoca - lypse Now eftir Francis Ford Coppola. Sögusvið myndarinnar er Vietnam - stríðið og lýsir myndin ferðalagi inn í ystu myrkur mannssálarinnar. Á þriðjudaginn kl. 20 sýnir Kvik - myndasafn Íslands myndina Tár úr steini (1995) eftir Hilmar Oddson. Tár úr steini er dramatísk ástarsaga tón - skáldsins Jóns Leifs og píanó leikar - ans Annie Riethof sem er af gyð - ingaættum en baksviðs er uppgangur nazismans í Þýskalandi. Jón stendur frammi fyrir því að þurfa að velja á milli ástar sinnar á tónlist og ást sinni í garð eiginkonu sinnar og barna. Alexandra sýnir í Bókasafni Hafnarfjarðar Alexandra Eva Matthíasdóttir, nemandi í 8.MG í Lækjarskóla sýnir blýants- og pennateikningar í barnadeild Bóka - safnsins og vonast hún eftir að sem flestir komi og skoði sýningu hennar. Afmælissýning í Hafnarborg Nú stendur yfir sýning á listaverkum í eigu Hafnarborgar og gefst þá gestum kostur á að skoða listaverk eftir fjölmarga höfunda. 38 handboltalið stúlkna á Ásvöllum Um helgina verður haldið hand - boltamót 5. flokks kvenna á Ásvöllum og í íþróttahúsinu Strand götu, sk. Hafnarfjarðarmót Actavis. Alls keppa 38 lið frá 16 félögum svo það verður mikið fjör. Mótið hefst kl. 17 á föstu - dag og lýkur kl. 16 á sunnu dag inn. 2. Hjallastefnan, barnaskóli við Hjallabraut Lagt fram bréf frá skólastjóra Barnaskóla Hjallastefnunnar við Hjallabraut. Fræðsluráð samþykkir erindið með fyrirvara um að samþykki og tímabundið stöðuleyfi fáist fyrir umbeðnu viðbótarhúsnæði. Fræðslu ráð fer þess á leit við framkvæmdasvið að unnið verði að afgreiðslu erindisins. [Hvert var erindið? Ath. ritstj.] 5. Samtök sjálfstæðra skóla, kjör starfsmanna Sbr. lið 6 í fundargerð fræðslu - ráðs frá 7. janúar sl. Lagt fram kostnaðarmat sviðs stjóra ásamt tillögu um fram kvæmd, sem felur í sér viðbótar greiðslur sem nema u.þ.b. 1,3 milljónum króna á mánuði vegna janúar t.o.m. nóvember í samræmi við áður samþykktar aðgerðir í starfs - mannamálum. Fræðsluráð samþykkir framlagðar tillögur fræðslustjóra, fulltrúi VG situr hjá. Gestur Svavarsson fulltrúi VG. lagði fram eftirfarandi bókun: Erindi frá stjórn samtaka sjálf - stæðra skóla felur í sér ósk um að Hafnarfjarðarbær hækki framlag til sjálf stætt starfandi skóla í sveitarfélaginu. Tillaga sú sem hér er lögð fram gerir ráð fyrir auknu fjár framlagi til leikskóla Hjalla - stefnunnar innan Hafnarfjarðar. Starfshópur sem stofnaður var á seinasta ári til þess að bæta starfsumhverfi starfsfólks skóla Hafnarfjarðar skilaði tillögum inn til fræðsluráðs, sem samþykktar voru þar samhljóða af ráðinu. Tillögurnar lutu að kjörum fag - lærðs og ófaglærðs starfsfólks skóla Hafnarfjarðar og voru þann - ig úfærsla á kjarasamningum við starfs fólk skólanna. Þau fjár fram - lög sem vísað er til í bréfi frá sjálf - stætt starfandi skólum snúa beint að kjörum opinberra starfsmanna í Hafnarfirði. Hafnarfjarðarbær hefur ekki að - komu að kjarasamningum sjálf - stætt starfandi skóla í sveitar - félaginu og því erfitt að sjá með hvaða hætti ætti að koma til sam - bærilegrar hækkunar gagnvart sjálfstætt starfandi skólum. Auk þess er það svo að ef bærinn tæki þessi skref einnig gagnvart ytri samstarfsaðilum, þá yrðu mark - mið fyrrgreinds starfshóps sjálf - krafa ómarkvissari og óljósari. 2 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 24. janúar 2008 Útgefandi: Keilir ehf. útgáfufélag, kt. 480307-0380 Fjarðarpósturinn, Bæjarhrauni 2, 220 Hafnarfirði Vinnsla: Hönnunarhúsið ehf., umbrot@fjardarposturinn.is Ritstjóri og ábm.: Guðni Gíslason Ritstjórn: 565 4513, 896 4613, ritstjorn@fjardarposturinn.is Auglýsingar: 565 3066, auglysingar@fjardarposturinn.is Prentun: Steinmark ehf. Dreifing: Íslandspóstur ISSN 1670-4169 – Vefútgáfa: ISSN 1670-4193 www.fjardarposturinn.is Af hverju ættu Hafnfirðingar að ganga um bæinn í þessu líka veðri? Er ekki betra að þeir séu heima eða bara akandi um á almúgajeppunum eða amerísku bensín-vörubílunum? Ætla mætti að þetta væri vilji þeirra sem sitja í umhverfisnefnd bæjarins því hvergi hef ég í þeirra fundargerðum séð þau fjalla um snjóruðning á gangstéttum bæjarins eða yfir höfuð um gæði gangstétta inni í bænum. Það er ekki nóg að fjalla um einhverja trefla sem tengja bæjarfélögin saman og guma sig af skemmtilegum súkkulaðistíg við sjávarsíðuna þegar íbúar bæjarins geta ekki notað gangstéttir vegna þess að þeir eru ekki ruddir eða illa ruddir. Hestamenn fá betri þjónustu því þegar ekki var búið að ryðja gangstéttina í Klukkuberginu þegar búið var að ryðja reiðvegi í bæjarlandinu! Fyrir rúmu ári voru keypt ný tæki til að sinna gangstéttarhreinsun en anna þau þetta stóru bæjarfélagi? Þessi þjón - usta er hrein móðgun við bæjarbúa og hrekur börn og fullorðið fólk út í saltpækilinn á götunum með þeirri hættu sem því fylgir. Reyndar er óvirðing við gangandi vegfarendur ótrúlega mikil og svo virðist sem lögreglan hafi ákveðið að það sé í lagi að brjóta umferðarreglur í sumum tilfellum en ekki öðrum. Hvort það er af manneklu eða áhugaleysi þá virðist ekkert vera aðhafst þó menn leggi bílum sínum svo að hvorki gangandi né tæki sem hreinsa á gangstéttarnar komist þar um. Svo illa eru menn haldnir af bílelsk - unni að miðbæjarpólitíkus gagnrýndi að blaðið birti myndir af bílum sem tepptu gangstétt á Strandgötunni fyrir jólin. Það væri neikvætt að fjalla um það! Væri ekki nær að breikka göturnar og fjarlægja gangstéttar ef ekki á að nota þær fyrir gangandi vegfarendur? Tökum á þessum málum og virðum gangandi íbúa bæjarins. Guðni Gíslason Víðistaðakirkja Sunnudagurinn 27. janúar Sunnudagaskóli kl. 11.00 Skemmtileg stund fyrir börn á öllum aldri. Messa kl. 13.00 Kór Víðistaðasóknar syngur undir stjórn Úlriks Ólasonar. Einsöngur: Hreiðar Ingi Þorsteinsson söngnemi Kyrrðarstundir á miðvikudögum kl. 12.00 Súpa og brauð í safnaðarheimilinu á eftir. Opið hús fyrir eldri borgara á miðvikudögum kl. 13.00 Spil, spjall og kaffiveitingar Foreldrastundir á fimmtudögum kl. 13.00 Gefandi samvera fyrir heimavinnandi foreldra. www.vidistadakirkja.is Verið velkomin! Bragi J. Ingibergsson, sóknarprestur www.hafnarfjardarkirkja.is Sunnudagur 27. janúar – Biblíudagurinn Guðsþjónusta kl. 11 Tónlistarhátíð á Biblíudegi Inga María Eyjólfsdóttir, nemandi í Tónlistarskólanum í Hafnarfirði leikur á fiðlu. Sigurlín Gústafsdóttir, söngnemi í Söngskólanum í Reykjavík syngur einsöng í tilefni af árlegum kirkjusöngdegi Söngskólans sem ber upp á Biblíudag Þjóðkirkjunnar. Barbörukórinn í Hafnarfirði leiðir söng. Prestur sr. Þórhallur Heimisson Ræðuefni: Biblían í sögu og samtíð. Kantor: Guðmundur Sigurðsson. Flottar fasteignir, þjónustusíða, ókeypis smáauglýsingar og viðburðaskráning, spjallvefur, úr atvinnulífinu og margt fleira. www.gaflarinn.net

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.