Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 24.01.2008, Blaðsíða 12

Fjarðarpósturinn - 24.01.2008, Blaðsíða 12
12 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 24. janúar 2008 Verkafólk spyr: Getur einhver verið á móti því að lágmarks tekjutrygging í dagvinnu hækki úr 125 þúsund krónum á mánuði í 155 þúsund eins og verkalýðsfélögin fara fram á ? Veistu að framfærslukostnaður einstaklings er ekki undir 170 þúsund krónum á mánuði. Verkalýðsfélagið Hlíf Bráðvantar dagforeldra Fullt er hjá öllum 51 dag - mæðrum í Hafnarfirði en Hafnarfjarðarbær greiðir nú niður gæslu 245 barna sem fædd eru 2006 og síðar. Að sögn Hildar Sigurbjörnsdóttur, daggæslufulltrúa hjá Hafnar - fjarðarbæ vantar tilfinnanlega fleiri dagforeldra og segir hún að það eigi við hjá nágranna - sveitar félögunum líka. Aðspurð segir hún engan karlmann vera við þessi störf í Hafnarfirði en þeir sinni þessum störfum m.a. í Garða - bæ og í Reykjavík. Hvetur Hildur þau sem hafa sótt námskeið að koma til starfa og þá sem áhuga hafa á að gerast dagforeldrar að hafa samband við sig á skrifstofu Félags - þónustunnar á Strandgötu 33. Alls voru 427 börn á öðru ári í Hafnarfirði um ármótin og og 387 á fyrsta ári. Samkeppni um stækkun á bókasafninu Eftir nokkur fundahöld og í framhaldi af umsögn menningar- og ferðamálanefndar, miðbæjar - nefndar og árangursstjórnunar - teymis Bókasafns Hafnarfjarðar ákvað skipulags- og byggingarráð á fundi sínum í gær að fela skipu - lags- og byggingarsviði að hefja viðræður við Arkitektafélag Ísland um samkeppni um stækkun á bókasafninu. Fermingarmyndataka Sigga ljósmyndari Skútahrauni 2, Hafnarfj. 544 7800 - 862 1463 flickr.com/photos/siggaljosmyndari

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.