Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 07.02.2008, Blaðsíða 3

Fjarðarpósturinn - 07.02.2008, Blaðsíða 3
Stærsti leikskóli Hafnarfjarðar, Stekkjarás, sem er með um 155 börn hefur þurft að grípa til þess ráðs að loka deildum og verða börn því að vera heima fimmta hvern dag. Í bréfi til foreldra segir að leik - skólastjóri, aðstoðar leik skóla - stjóri og mynd listar stjóri hafi lagt störf sín til hliðar og unnið inni á deildum og að leik skóla - kennarar hafi ekki tekið samn - ingsbundna undirbúnings tíma sína á dagvinnutíma. „Því miður duga þessi ráð ekki lengur og því verður að grípa til þess að loka deildum,“ segir í bréfinu. Að sögn Magnúsar Baldurs - sonar, fræðslustjóra er ástandið slæmt á Stekkjarási en ekki hafi þurft að beita lokunum annars staðar. Á Stekkjarási vantar að manna 7,2 stöðugildi en 22 stöðugildi í öllum leikskólum bæjarins. Segir Magnús sums staðar vera fullmannað og þar sé verið að taka inn ný börn en alls séu 60-70 pláss laus á leik - skólum bæjarins sem ekki sé hægt að nýta vegna manneklu. Hann segir ástandið hafa þó batnað verulega frá í haust og vonast eftir að takist að bæta ástandið í Stekkjarási í mánuð - inum. www.fjardarposturinn.is 3Fimmtudagur 7. febrúar 2008 Fríkirkjan Sunnudagurinn 10. febrúar Sunnudagaskóli kl. 11 Kvöldvaka kl. 20 Gestur kvöldvökunnar verður sr. Bernharður Guðmundsson. Kór og hljómsveit Fríkirkjunnar leiðir sönginn. Verið velkomin www.frikirkja.is Dansað í Hraunseli föstudaginn 8. febrúar Þorvaldur Halldórsson leikur og syngur. Dansað er í Hraunseli, Flatahrauni 3 kl. 20.30 - 24. Mikið fjör og mikið gaman. Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir. Húsið opnað kl. 20 Upplýsingar í Hraunseli, s. 555 0142, 555 6142 og á www.febh.is Fyrirtækið Óli prik ehf, tekur að sér allar merkingar, útsaums - merk ingar og áprentun (bola - prentun). Óli prik er með mikið úrval af húfum, handklæðum, viskastykkjum o.fl. Hægt er að skoða úrvalið á www.oliprik.is. Eigandi fyrir tækisins er Elín Óladóttir, og er fyrirtækið staðsett í Ljósabergi 8 Hafnar - firði, í bílskúrnum. Nýtt þjónustufyrirtæki Enn á ný lokað á Stekkjarási Ómannað í 22 stöðugildi á leikskólum bæjarins L j ó s m . : G u ð n i G í s l a s o n Börn fagna nýjum fána á Stekkjarási fyrir 2 árum

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.