Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 07.02.2008, Page 4

Fjarðarpósturinn - 07.02.2008, Page 4
4 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 7. febrúar 2008 Dagur leikskólans var í gær 6. febrúar og bar upp á öskudag. Á þessum degi fyrir 58 árum stofnuðu frumkvöðlar leik skóla - kennara fyrstu samtök sín. Félag leikskóla - kenn ara, menntamála - ráðuneyti, Samband ís lenskra sveitarfélaga og Heimili og skóli hafa lagt til við stjórn - endur leikskóla að þeir stuðli að því að gera Degi leikskólans hátt undir höfði. Leik skóla - stjórar í leikskólum Hafnarfjarðar hafa sammælst um það og verður dagurinn fram - veg is merktur sem slíkur í skóla - dagatölum. Þar sem 6. febrúar í ár bar upp á öskudag þá féll Dagur leikskólans sem slíkur í skugga hinna hefðbundinna venja öskudagsins, s.s. náttfata- og grímuballa, að slá köttinn úr tunnunni og annarra skemmtana. Í ár fagnar Hafnarfjarðarbær ald ar afmæli sínu og munu leik - skólar Hafnarfjarðar leggja sitt á vogaskálarnar til þess að fagna þeim merka áfanga. Marg - víslegar uppákomur munu eiga sér stað í leikskólunum á árinu s.s. opin hús og listsýningar. Dagur leikskólabarna í Hafnar - firði verður haldinn hátíðlegur 29. maí með skrúðgöngu og útihátíð á Víðistaðatúni og mörgu fleiru. Á atburðadagatali heimasíðu Hafnarfjarðar kemur fram það sem er í brennidepli hverju sinni í hverjum leikskóla fyrir sig. Þrátt fyrir erfið skil - yrði til skólaþróunar á sér stað metnaðarfullt starf í leikskólum Hafn ar fjarðar. Skóla - þróunarverk efnin eru margvísleg og hafa fjórir leikskólar tekið að sér að vera í forystu í samræmi við áhersl - ur þeirra í mennta starfinu. Marg - vísleg önnur verk efni eru í gangi og má þar t.d. nefna að einn leikskólinn leggur áherslu á læsishvetjandi um hverfi með þunga á málskilning meðan aðrir einbeitir sér að lífsleikni, um - hverfi smennt, hreyf ingu eða lista- og sköpunar greinum. Mikið hugsjónarstarf á sér stað í leikskólum bæjarins og ber að þakka starfsmönnum þá þraut - seigju sem þeir hafa sýnt, oft í miklum mótvindi. Ágæti lesandi, ég hvet þig til að kynna þér það fjölbreytta og merka starf sem fram fer í leikskólum með því að fara inn á heimasíður þeirra. Höfundur er leikskólakennari og þróunarfulltrúi leikskóla í Hafnarfirði. Dagur leikskólans Sigurborg Kristjánsdóttir Frammistaða handbolta lands - liðs karla á Evrópumótinu í handbolta sem fram fór í Noregi í janú armánuði olli mörgum von - brigðum. Ég viðurkenni fúslega að ég var grautfúll eftir slaka frammistöðu í leikjunum við Svía og Frakka. Við Íslendingar gerum meiri kröfur til handknattleiksmanna okkar heldur en annarra landsliðsmanna þrátt fyrir það að nenna ekki að koma á hand bolta - leiki t.d. þegar okkar bestu lið taka þátt í Evrópukeppni. Eins og í knatt - spyrnunni leika okkar bestu menn erlendis og eru margir á meðal bestu leikmanna sinna erlendu liða. En eins og ég hef áður bent á er leikmannahópur okkar svo mik ið fámennarri en annarrra þjóða sem við etjum kappi við. Við meigum því lítt við því þegar margir af okkar bestu mönnum heltast úr lestinni vegna meiðsla og veikinda eins og raunin var í þessu móti. Það var því ekki við því að búast að við næðum góð - um árangri að þessu sinni. Þrátt fyrir það verður að segjast að ár - ang ur okkar sem smáþjóðar er við unandi þegar við sjáum hvaða þjóðir komust ekki áfram eftir riðlakeppnina. Slæm töp fyrir Þjóð verjum og Spánverjum í milliriðli gerðu það að verkum að við áttum okkur ekki viðreisnar - von þrátt fyrir frábæran sigur á Ungverjum. Tveir góðir leikir af sex voru einfaldlega ekki nógu gott. Næsta verkefni landsliðsins verður að taka þátt í umspili fyrir Olympíuleikana og vonandi verða allir okkar bestu leikmenn í góðu formi þá. Og það er engin ástæða til að örvænta. Við eigum nú fleiri góða hand - boltamenn og efnilega unga leik menn í okkar röðum en nokkru sinni fyrr. Framtíðin er því björt og vonandi munu stór fyrirtæki landsins veita HSÍ þann stuðn - ing sem það þarf til þess að vera áfram í hópi hinna bestu í handbolta heiminum. Ein hverra hluta vegna virðist þessi íþrótt henta okkur Íslend - ingum betur en flestar aðrar til þess að ná árangri á alþjóða - vettvangi. Það er því full ástæða til þess að hlúa að þessari „þjóð - ar íþrótt“ okkar svo hún megi áfram eflast og verða okkur til sóma á alþjóðavettvangi. En það sem langoftast hefur orðið okkur að falli í alþjóðlegum hand knatt - leik er að við höfum ekki nógu öfl ugum markmönnum á að skipa. Þarna verða HSÍ og félögin að taka sig á. Það hefur verið venjan í yngri flokkunum að setja þá sem ekkert geta í sókninni í markið. Þetta er ekki vænlegt til árangurs. Það þarf að leita skipu - lega að þeim krökkum sem hafa hæfileika til að leika í marki og veita þeim markvissa þjálfun alla leið upp í meistaraflokk. Með því einu móti náum við að búa til öfluga markmenn. Höfundur er fv. flugumferðarstjóri. EM í handbolta - 11. sætið Viðunandi frammistaða okkar manna Hermann Þórðarson Flatahrauni 5a, Hafnarfirði Hárgreiðslustofan Guðrún hefur hætt störfum á Linnetsstígnum. Guðrún Magnúsdóttir, Sigrún Einarsdóttir og Guðrún Júlíusdóttir hafa hafið störf á hárstofunni Menn og meyjar að Flatahrauni 5a. Nýir og eldri viðskiptavinir velkomnir. Sími 555 0072 Guðrún Karla Sigurðardóttir, Guðrún Magnúsdóttir, Sigrún Einarsdóttir og Guðrún Júlíusdóttir. Erum fluttar af Linnetsstígnum efti 31 ár þar! Fimmtíu ár eru liðin síðan fyrstu konurnar settust í bæjar - stjórn, þær Þórunn Helgadóttir sem skipaði 2. sæti Alþýðuflokks og Elín Jósefsdóttir sem skipaði 4. sæti Sjálfstæðisflokks árið 1958. Síðan þá hafa aðeins 18 konur sest í stól bæjarfulltrúa í Hafn ar firði. Í tilefni tímamótanna var boðið til fagnaðar í Pakkhúsinu þar sem þær Rannveig Traustadóttir, Valgerður Sigurðardóttir og Jóna Ósk Guðjónsdóttir rifjuðu upp veru sína í bæjarstjórn og sögðu frá skemmtilegum stundum en Ellý Erlingsdóttir kynnti gesti og stjórnaði samkomunni. Tuttugu konur á 50 árum Núverandi og fyrrverandi bæjarfulltrúar hittust Kvenbæjarfulltrúarnir sem mættir voru til að fagna að 50 ár eru liðin frá því konur settust í bæjarstjórn, L j ó s m . : G u ð n i G í s l a s o n Ellý Erlingsdóttir, forseti bæjarstjórnar afhendir Guðríði Elíasdóttur f.v. bæjarfulltrúa blómvönd. L j ó s m . : G u ð n i G í s l a s o n F j a r ð a r p ó s t u r i n n 0 8 0 2 – © H ö n n u n a r h ú s i ð e h f .

x

Fjarðarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.