Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 07.02.2008, Blaðsíða 8

Fjarðarpósturinn - 07.02.2008, Blaðsíða 8
8 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 7. febrúar 2008 Ekkert heitt vatn í sund - laugina Flöskuhálsar á stofnæðum Orkuveitu Reykjavíkur Loka þurfti Suðurbæjarlaug á sunnudaginn vegna skorts á heitu vatni. Það kom fram í máli fulltrúa Orkuveitunnar, Gísla Sveinssonar á Framkvæmda - þingi í Hafnarborg á mánudaginn að laga þyrfti tvo flöskuhálsa, annan við Reykjanesbraut við Smáralind og hinn á milli Lækjargötu og Öldugötu. Þessi kaflar yrðu lagaðir í sumar auk þess sem sett yrði upp sk. „boosterstöð“ við Klukkuberg til að auka þrýsting. Taka málið alvarlega „Okkur finnst rétt að taka mál - ið föstum tökum,“ segir Gunnar Svavarsson, formaður fram - kvæmda ráðs Hafnarfjarðar. „Það er alvarlegt þegar fyrir tæki eins og Orkuveita Reykjavíkur, sem hef ur einkaleyfi á dreifingu á heitu vatni í Hafnarfirði, nær ekki að sinna eftirspurn, við höf - um ekkert annað að leita. Það er slæmt að einstaka flöskuhálsar í kerfinu valdi því að ekki er hægt að halda uppi nægum þrýst ingi í Hafnarfirði,“ segir Gunnar. Hann sagði að bæjarstjóri og stjórn - endur framkvæmdasviðs munu fara yfir málið með OR. „Við hins vegar tökum málið alvar - lega og það er slæmt að það þurfti að loka Suður bæjar laug - inni, horfandi upp á að við erum með mun stærra sund laugar - mann virki í byggingu á Ásvöll - um.“ Aðspurður á framkvæmda - þinginu sagði Gísli ekki hættu á að svona endurtaki sig á næsta vetri þrátt fyrir fjölg un íbúða og tilkomu nýrrar sundlaugar. L j ó s m . : G í s l i J ó n s s o n Skv. skráningur lögreglunnar urðu 3,5 árekstrar á degi hverjum i Hafnarfirði í janúar eða samtals 108 árekstrar. Hafa ekki áður orðið fleiri árekstrar í Hafnarfirði í einum mánuði en alls voru skráðir 830 árekstrar á öllu síðasta ári. Í tilkynningu frá lögreglunni segir að auk þessara árekstra gangi fjöldi manns frá uppgjöri árekstra með tjónstil - kynningum til tryggingar félag - anna en ekki er vitað um fjölda þeirra árekstra. Með tikomu hringtorganna hefur meiriháttar árekstrum fækkað verulega en fjöldi minni árekstra verða t.d. á FH-torginu. 108 árekstrar í Hafnarfirði í janúar L j ó s m . : G u ð n i G í s l a s o n

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.