Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 06.03.2008, Blaðsíða 12

Fjarðarpósturinn - 06.03.2008, Blaðsíða 12
Líflegt var um að litast á ný - bygg ingarsvæðunum í Áslandi 3 og á Völlum á mánudaginn en þá skein sólin glatt og bræddi snjó þar sem hún skein á þrátt fyrir að örlítið frost væri. Veður undan - farið hefur ekki hentað til vinnu á þökum húsa og fjölmargir nýttu sér blíðviðrið og drifu af að negla járn á þök eða bræða pappa á flötu þökin sem eru fjölmörg nú til dags. 12 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 6. mars 2008 ÖKUKENNSLA Kenni á bíl, létt bifhjól og mótorhjól. Akstursmat Fermingarmyndataka Sigga ljósmyndari Skútahrauni 2, Hafnarfj. 544 7800 - 862 1463 flickr.com/photos/siggaljosmyndari Birgir Bjarnason ökukennari Upplýsingar í síma 896 1030 Snotur staður í hjarta Hafnarfjarðar er til útleigu fyrir hvers kyns viðburði. Salurinn tekur um 65 manns sitjandi en um 100 manns standandi. Upplýsingar hjá Lindu í síma 898 6412 Salur til leigu ÞAÐ ER TIL LAUSN! AA fundur • Kaplahrauni 1 miðvikudaga kl. 19.45 Hafnarfjarðarbær hefur hrund - ið af stað nýju verkefni sem hefur að markmiði fegurri bæ og aukna hreinsun. Félögum og hópum í Hafnarfirði stóð til boða að sækja um að sjá um hreinsun á skilgreindu landsvæði í bæn - um, gegn fjárstyrk til starf - seminnar. Í tilkynningu frá Hafn - arfjarðarbæ segir að óhætt sé að segja að með verkefninu fari bæjarfélagið og sam starfs aðilar nýjar og ótroðnar slóðir í hreins - un bæjarins. Samstarf sem þetta er þekkt erlendis en Hafnar - fjörður er fyrsta bæjar félag ið hér á landi sem tekur þetta form upp og útfærir fyrir allt byggt land í bænum. Bæjarbúar sýni meiri umhverfisvitund Verkefnið hefur fengið góðar undirtektir og vonir standa til að það festist í sessi sem jákvæð og skilvirk leið til að auka rusla - hreins un og fegra ásýnd bæjar - ins. Einnig að það auki um - hverfis vitund íbúa og verði til þess að þeir taki frekar ábyrgð á sínu rusli í stað þess að fleygja því hvar sem þeir eru staddir. Nokkur fjöldi umsókna barst og voru átta hópar valdir til sam - starfs. Við val á hópum var leitast við að þeir stæðu að fjöl - breyttri starfsemi og á meðal hópa má finna félög sem vinna að mannúðar- og samfélags verk - efnum, hópa með íþróttatengda starfsemi og skógræktarfélag. Samstarfshóparnir eru: • Alþjóðlega barnahjálpin: Hvaleyri, Holt og Börð. • Áhugamannafélag um frið, menntun og menningu og Soka Gakkai á Íslandi: Setberg. • Chihuahua deild hundar ækt - unar félags Íslands: Miðbær og Kinnar • Skógræktarfélag Hafnar - fjarð ar: Upplandið. • Starfsmannafélag Engidals - skóla: Norður- og Vesturbær • Foreldraráð Sundfélags Hafn arfjarðar: Vellir. • Handknattleiksdeild Hauka: Ásland og Ástjörn. • Körfuknattleiksdeild Hauka, 10. flokkur kvenna: Hraun og Miðbær. Samhliða þessu var leitað til grunnskóla í bænum um þátttöku þeirra í verkefninu og voru undir tektir jákvæðar innan allra skó lanna og taka allir grunn - skólarnir þátt í verkefninu. Nánari upplýsingar um verk - efnið má finna á heimasíðu Hafn arfjarðarbæjar á slóðinni: www.hafnarfjordur.is/stadardags kra_21/umhverfisvaktin Fulltrúar 8 félaga og 8 grunnskóla undirrituðu samstarfssamning við Hafnarfjarðarbæ á þriðjudaginn. Samið um hreinsun á bænum Félög og skólar taka að sér umhverfisvakt fyrir Hafnarfjarðarbæ Þökin iðuðu af lífi í góðviðrinu Líflegt á nýbyggingarsvæðunum í bænum Sumsstaðar þurfti að moka mikinn snjó af þaki. L j ó s m y n d i r : G u ð n i G í s l a s o n

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.