Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 19.03.2008, Blaðsíða 4

Fjarðarpósturinn - 19.03.2008, Blaðsíða 4
Þetta getur hljómað undarlega en alls eru skráðir 8.302 ein - staklingar sem iðka íþróttir innan félaga ÍBH. Sumir þessara geta iðkað fleiri en eina grein og félagar íþróttafélaganna geta einnig verið óvirkir og því fleiri en skráðar iðkanir. Alls voru skráðir 11.004 iðk - end ur (iðkanir) innan 16 íþrótta - félaga ÍBH. Af þeim eru 56,5% karlar og því 43,5% konur. Mismunandi kynjahlutfall Kynja hlutfall innan félaganna er mjög misjafnt, af stærstu félög unum fimm er kynja hlut - fallið jafnast hjá Hesta manna - félaginu Sörla, 46,3% konur en verst hjá Golfklúbbnum Keili þar sem aðeins 22,8% iðkenda eru konur. Næst best er hlutfallið hjá FH, 42,9% konur, Hjá Haukum 37,4% og hjá Fim leika - félaginu Björk er hlutfall karla aðeins 35,6%. Af öllum félögum innan ÍBH er kynjahlutfallið best hjá Hnefaleikafélagi Hafnar - fjarðar þar sem 51,3% iðkenda eru kon ur. Versta kynjahlutfallið er hjá ÍH sem hefur enga konu innan sinna vébanda og Kvart - mílu klúbbnum sem aðeins hefur 4 eða 3,6%. Hæst hlutfall kvenna er í Dansíþróttafélagi Hafnarfjarðar 71,9% en í aðeins fjórum félög - um eru fleiri konur iðkendur en karlar, DÍH, Björk, SH og HFH. Það vekur athygli að upp að 16 ára aldri er hlutfall kynjanna nær því jafnt, þó örlítið fleiri stúlkur iðki íþróttir en drengir. Hins vegar bhreytist þetta nokkuð hjá 16 ára og eldri þar sem hlutfall karla er 56,5% en kvenna 43,5%. Skráning í gagnagrunn Skráning félaga í gagnagrunn ÍSÍ er í gegnum forritið Felix sem liggur á heimasíðu ÍSÍ. Þar geta allir iðkendur búið til aðgang og séð hvar þeir eru skráðir og ef félögin nota forritð til fullnustu eiga iðkendar að geta nýtt sér stundatöflu og fylgst með hvort þeir skuldi félagsgjöld. Skv. upplýsingum ÍSÍ er allt of mikið um að félögin skrái aðeins einu sinni á ári í gagnagrunninn í stað þess að nýta hann sem daglegt félags - skrán ingarkerfi. Þá geta dagað uppi einstaklingar í skránni sem hættir eru iðkun og skráningin því ekki fullkomin. Þá er greinilegt að skilgreining á félagsaðild er mismunandi enda kemur ekki alltaf fram við skráningu á námskeið hvort viðkomandi sé að skrá sig í við - komandi félag. Þá halda félögin misjafnlega utan um félaga og hjá Haukum eru t.d. skráðir 4.750 félagar en 1409 iðkendur og þar sem Haukar er fjöl - deildafélag eru einstakling arnir á bak við þessa iðkun enn minni. Hjá Björk eru hins vegar skráðir 2289 félagar en 2379 iðkendur. FH hefur flesta iðkendur árið 2007, 2.605, Björk eru í öðru sæti með 2.379 iðkendur og Haukar í þriðja sæti með 1409 iðkendur. Tekjur og gjöld íþróttafélaganna Í upplýsingum úr starfs skýrsl - um ÍSÍ má sjá að tekjur á iðkanda er hæst hjá SH, kr. 119.353,- en lægst hjá AÍH kr. 7.105,- Hæstu gjöldin pr. iðk - enda eru hjá Haukum, kr. 127.773,- en lægst hjá AÍH, kr. 1.459,-. Samtals eru tekjur Íþrótta félaganna innan ÍBH 609 millj ónir kr. en gjöldin eru 623,1 milljón kr. og rekstrarhalli því upp á 14,1 millj. kr. Skuldir félaganna eru samtals 367,2 millj. kr. en veltufé kr. 114,2 millj. og staða þeirra því nei - kvæð um 253 millj. kr. og hafði skánað um 15,4 millj. kr. á milli ára. Fastafé félaganna er 856 millj. kr. og hafði lækkað um 216,2 millj. kr. frá árinu 2006. Allar tölur eru fengnar úr starfsskýrslum ÍSÍ 2007. 4 www.fjardarposturinn.is Miðvikudagur 19. mars 2008 Ellefu þúsund og fjórir iðkendur innan ÍBH 8.302 einstaklingar iðka íþróttir með íþróttafélögunum en félagar innan aðildarfélaga ÍBH eru skráðir 15.419 L j ó s m . : G u ð n i G í s l a s o n Félag Tekjur Gjöld AÍH 7.105 1.459 DÍH 12.184 11.393 Þytur 10.935 13.093 SÍH 17.336 13.115 Setberg 14.986 15.135 HFH 20.828 18.603 Sörli 17.287 20.268 KK 31.286 30.857 Björk 38.875 42.741 BH 48.676 48.183 FH 58.874 58.011 ÍH 58.800 58.480 Fjörður 76.987 58.600 Keilir 80.698 73.290 SH 119.353 102.466 Haukar 111.067 127.773 Meðaltal 55.345 56.626 Tekjur og gjöld á hvern iðk anda innan ÍBH árið 2007 skv. starfsskýrslum ÍSÍ: Fimmtudaginn 27. mars nk. heldur Sigmundur Davíð Gunn - laugsson, doktorsnemi í skipu - lags fræðum við Oxfordháskóla í Bret landi fyrirlestur um skipu - lagsmál í Hafnarfirði í Bæjarbíói. Lands málafélagið Fram, félag sjálf - stæðis manna í Hafnar - firði stendur að fyrir - lestrinum og umræð - um á eftir. Fundurinn hefst kl. 20. Sigmundur Davíð hef ur vakið athygli fyr - ir skoðanir sínar, áhersl ur og sýn í skipu - lagsmálum þar sem heild ar mynd viðkomandi bæjarfélags er skoð - uð hverju sinni. Sambærilegir fundir hafa farið fram í öðrum sveitarfélögum við góðar undir - tektir bæjarbúa. Yfirskrift þeirra funda var Skipulagsferli – ferð án fyrirheits? Eftir fyrirlestur Sigmundar Davíðs verða umræður í pall - borði þar sem verða m.a. Haraldur Þór Óla son oddviti sjálf - stæðismanna í Hafnar - firði og Gísli Ósvald Valdi marsson, for - maður skipulags- og byggingaráðs og gefst bæjarbúum kostur á að koma sínum skoðun - um að og bera fram fyr ir spurnir. Bæjar - búar, hér er einstakt tæk ifæri fyrir okkur að hittast og ræða skipulag framtíðarinnar á mál efnalegum vettvangi. Allir vel komnir. Höfundur er formaður Fram. Fundur um skipulagsmál Sólveig Kristjánsdóttir Á alþjóðlegum baráttudegi kvenna, 8. mars sl. var Kvenna - hreyfing Samfylkingar innar í Hafnarfirði stofnuð. Kvenna - hreyf ingin er fyrsta kvenna - hreyf ing Sam fylk ingar innar á bæjarstjórnarstigi. Húsfyllir var í Samfylkingar - hús inu við stofnunina, meðal ann ars voru mættar umhverfis - ráð herra Þórunn Sveinbjarnar - dóttir, fulltrúar Kvenna hreyfing - ar Samfylkingarinnar á landsvísu og nú verandi og fyrrverandi kvenbæjarfulltrúum úr bæjar - stjórn Hafnarfjarðar. Ásthildur Ólafsdóttir, Bryndís Ísfold og Eyrún Ósk Jónsdóttir héldu erindi en Guðfinna Guð - mundsdóttir var fundarstjóri. Markmið Kvenna hreyfingar - innar er að mynda öflugt tengsla - net hafnfirskra kvenna og stuðla að auknum áhuga og þátttöku kvenna í stjórnmálum. Steinunn Dögg Steinsen, var kjörinn formaður Kvenna hreyf - ingar innar. Þær sem vilja vera á póstlista hreyfingarinnar geta sent póst á kvennahreyfing@gmail.com Félag kvenna stofnað Samfylkingin í Hafnarfirði stofnar knennahreyfingu Stjórn og varastjórn Kvennahreyfingarinnar f.v.: Margrét Sigurðar - dóttir, Særún Þorláksdóttir, Ellý Erlingsdóttir, gjaldkeri, Steinunn Dögg Steinsen, formaður, Valgerður Guðmundsdóttir, varafor mað - ur, Valgerður Halldórsdóttir, meðstjórnandi og Katrín Sverrisdóttir. Ráðning skólastjóra Setbergs - skóla ver tekin fyrir á fundi fræðsluráðs í vikunni. Þar var lagt fram bréf frá Ellý Erlingsdóttur, Helgu Ragnheiði Stefáns dóttur og Magnúsi Bald - urs syni þar sem þau mæltu með ráðningu Maríu Pálmadóttur í stöðu skólastjóra Setbergsskóla. Fræðsluráð tók undir tillöguna og samþykkti ráðninguna ein - róma fyrir sitt leyti og vísaði til - lög unni til afgreiðslu bæjar - stjórnar en hefðin segir að sam - þykkt fræðsluráðs haldi. María er nú aðstoðarskólastjóri Öldutúnsskóla. Ný lega var auglýst staða skóla stjóra Hraunvallaskóla og mun fræsluráð fjalla um inn - komnar umsóknir og afgreiða á næstunni. María verður skólastjóri Fræðsluráð samþykkir ráðningu Maríu Pálmadóttur sem skólastjóra Setbergsskóla Fyrirtækin Vaxtarvörur, sem er með landsins mesta úrval af fæðubótarefnum og selur jafn - fram sportfatnað og fl. og Mið net hafa flutt starfsemi sína að Hellu - hraun 14, gegnt Húsa smiðjunni. Starfsmenn Miðnets ehf. eru þrír og hefur Miðnet 60 fyrirtæki í fastri útkallsþjónustu en fyrir - tækið þjónustar m.a. netkerfi auk þess að sjá um tölvu viðgerðir fyrir einstaklinga. Þá býður Mið - net upp á vefhýsingu og vefum - sjónarkerfi en sýnishorn af þeirra verkum má sjá á heimsíðu fyrir - tækisins www.midnet.is. Eigandi og framkvæmdastjóri er Rík - harð ur Brynjólfsson. Vaxtarvörur hefur aukið vöru - úrval sitt, en auk mikils úrvals af fæðubótarefnum selur fyrirtækið vandaðar bækur um þjálfun og heilsu en auk þess mikið úrval af íþróttafatnaði frá Ocean Sport sem til valinn er í ræktina auk mikils úrvals af sundfötum. Nú býður Ægir í Vaxtarvörum 20- 40% afslátt af íþróttafatnaði. Vaxtarvörur og Miðnet flytja Fyrirtækið Miðnet veitir netþjónustu, viðgerðarþjónustu og vefhýsingu Ríkharður Brynjólfsson og Ægir Gunnarsson á Helluhrauni 14. L j ó s m . : G u ð n i G í s l a s o n

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.