Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 19.03.2008, Blaðsíða 6

Fjarðarpósturinn - 19.03.2008, Blaðsíða 6
Fyrir skömmu var undirritaður nýr niðurgreiðslusamningur og samstarfssamningsur milli ÍBH og Hafnarfjarðarbæjar, auk fimm rekstrarsamninga við íþrótta - félög. Mismunandi niðurgreiðsla eftir aldri þátttakenda Hafnarfjaðarbær niðurgreiðir þátt tökugjald fyrir 16 ára og yngri iðkendur til að efla tóm - stundastarf í Hafnarfirði. Frá 1. janúar sl. til 31. maí er niður - greiðslan kr. 2000 á iðkanda 16 ára og yngri. Frá 1. júní tekur gildi mismunandi niðurgreiðsla eftir aldri, 6 ára og yngri fá 1.000 kr., 7-12 ára fá 2.000 kr. og 13-16 ára fá 3.000 kr. Aldur er miðaður við fæðingarár. Íþróttafélög skulu taka fram á kvittunum hver niðurgreiðsla bæjarins er í þátttöku gjöldum. Fjöldi íþrótta - greina/tómstundastarfs til niður - greiðslu á iðkanda er ótak mark - aður og er markmiðið með því að gefa iðkendum undir 16 ára aldri tækifæri til að kynnast sem flestum tómstundum. 90% greiðsla til framkvæmda Samstarfssamningurinn er samningur um uppbyggingu, rekst ur, viðhald og afnot af íþrótta mann virkjum í Hafnar firði. Auk eflingar íþróttastarfs yngri iðkenda íþróttafélaganna. Bæjar - stjórn Hafnarfjarðar mun vinna að því að í fjárhagsáætlun hvers árs verði sérstök fjár veiting til eftirtalinna mála flokka: 1. Rekstrarstyrkir: a) Bærinn greiði með leigu styrk fyrir íþróttahúsnæði sem hann úthlutar ÍBH og aðildar félögum þess til æfinga og keppni. b) Styrkur til íþróttafélaga ár hvert, sem nemur álagðri lóðar leigu og fasteignaskatti íþrótta mannvirkja þeirra. c) Styrkir til rekstrar íþrótta svæða svo sem knattspyrnu-, frjálsíþrótta- og golfvalla, skíða-, siglinga- og skotsvæða, fim leikaaðstöðu o.s.frv. d) Fjárveiting í Ferða- og viður - kenningarsjóð, Afreks manna sjóð hafnfirskra íþrótta manna og annarra styrkja. e) Skrifstofuhalds ÍBH og aðildar - félaga þess. 2. Til bygginga íþróttamann virkja á vegum aðildarfélaga ÍBH í sam - ræmi við forgangs röð un ÍBH. Gatna gerðagjöld skulu felld niður. Taka skal sér stakt tillit til fjár magns - kostnaðar sem íþróttafélögin verða fyrir í flýti framkvæmdum þeg ar samið er um lokauppgjör verka. 3. Til meiriháttar viðhalds fram - kvæmda íþróttamannvirkja í rekstri og eigu aðildarfélaga ÍBH. Rekstrar - stjóri viðkomandi íþrótta félags í sam - ráði við íþrótta full trúa og Fast eigna - félag bæjar ins skal gera tillögu um meiri háttar viðhalds fram kvæmdir á húsnæði/mannvirki og lóð. Greiðsl ur fara síðan fram í réttu eignar hlutfalli eigenda íþrótta mannvirkis. Viðhald skal skil greint nánar í rekstrar samn - ingum milli íþróttafélags og Hafnar - fjarðarbæjar. 4. Rekstrarframlög vegna þátt töku bæjarins í kostnaði íþrótta félaganna á starfsemi 16 ára og yngri íþrótta - iðkenda s.s. trygg ingar- og slysa - gjöldum, keppnis ferðum innanlands og þjálfunar kostnaði leiðbeinenda með full nægjandi menntun til þjálf - unar og kennslu íþrótta manna. Um öll ofangreind atriði skulu gerðir sérstakir samningar milli samningsaðila. Þegar íþróttafélög ætla að byggja íþróttamannvirki sem falla eiga undir þennan samning skal miða við að fjármögnun verði að jafn aði þannig að hlutur bæjarins verði 90% og hlutur íþróttafélags 10%. Samningur þessi gildir ótíma - bundið. Hvor samningsaðili getur sagt samningunum upp með 6 mánaða fyrirvara miðað við áramót. Endurskoðun samnings - ins skal þó fara fram eftir fimm ár í ljósi reynslunnar. Rekstrarsamningar voru gerðir við Golfklúbbinn Keili, Bad - mintonfélag Hafnarfjarðar, Hesta mannafélagið Sörla, Íþrótta félag Hafnarfjarðar og Hnefa leikafélag Hafnarfjarðar. Til leigu 20 m² skrifstofuherbergi með aðgangi að kaffistofu. Hentar vel fyrir t.d. arkitekt eða verkfræðing. Mögulegt aðgengi að plotter. Uppl. í s. 696 5310. Til leigu 108 m², 3-4 herb. íbúð á Engjavöllum. Tilboð óskast. Uppl. í síma 862 0598. Fyrirtæki - einstaklingar Rafvirki með mikla og fjölbreytta reynslu getur bætt við sig verkefnum, stórum og smáum. Tilboð/tímavinna. Sími 692 3495, rafvirkinn@visir.is Þú getur sent smáauglýsingar á: a u g l y s i n g a r @ f j a r d a r p o s t u r i n n . i s e ð a h r i n g t í s í m a 565 3066 A ð e i n s f y r i r e i n s t a k l i n g a , e k k i r e k s t r a r a ð i l a . V e r ð a ð e i n s 5 0 0 k r . Ta p a ð - f u n d i ð o g f æ s t g e f i n s : F R Í T T Rafvirki Húsnæði í boði 6 www.fjardarposturinn.is Miðvikudagur 19. mars 2008 Eldsneytisverð 18. mars 2008 í Hafnarfirði: Sölustaður 95 okt. dísil Atlantsolía, Kaplakr. 145,8 156,3 Atlantsolía, Suðurhö. 145,8 156,3 Orkan, Óseyrarbraut 145,7 156,2 ÓB, Fjarðarkaup 145,8 156,3 ÓB, Melabraut 145,8 156,3 Skeljungur, Rvk.vegi 147,9 157,9 Öll verð miðast við sjálfs af greiðslu og eru fundin á vef síð u olíufélaganna. N1 gefur ekki upp verð á heimasíðu. Að auki getur verið í boði sérafsláttur. Kistur • Krossar • Sálmaskrár • Duftker • Blóm • Fáni • Gestabók • Erfidrykkja • Prestur Kirkja • Legstaður • Tónlist • Tilkynningar í fjölmiðla • Landsbyggðarþjónusta • Líkflutningar Flatahraun 5a • www.utfararstofa.is Vaktsími: 565 5892 & 896 8242 • Sólarhringsvakt Komum heim til aðstandenda ef óskað er Bryndís Valbjarnardóttir ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR Það sem hafa ber í huga varðandi andlát og útför Hermann JónassonSverrir Einarsson Yvonne Tix ÞAÐ ER TIL LAUSN! AA fundur • Kaplahrauni 1 miðvikudaga kl. 19.45 Rakel 869 7090 • Sindri 861 7080 • www.kolbrunrakel.is Næring + Hreyfing + Fræðsla = Árangur Sjálfstæðir dreifingaraðilarHERBALIFE Snotur staður í hjarta Hafnarfjarðar er til útleigu fyrir hvers kyns viðburði. Salurinn tekur um 65 manns sitjandi en um 100 manns standandi. Upplýsingar hjá Lindu í síma 898 6412 Salur til leigu Nýjar reglur um niðurgreiðslur 2.000, 3.000 og 4.000 kr. niðurgreiðslur á æfingagjöldum íþróttafélaga frá 1. júní Um þarliðna helgi gerðu strákarnir í FH góða ferð á Selfoss. Það var fjórða mót vetrarins hjá 6. flokki í handbolta en þeir hafa staðið sig frábærlega í vetur og var ekkert gefið eftir nú. Þeir unnu í öllum fokkum A, B, B2 og C liða, spiluðu 18 leiki unnu alla fyrir utan 2 jafntefli. Í byrjun maí verður síðan síðasta mótið og þá kemur í ljós hverjir verða Íslandsmeistarar í 6. flokki. Nú æfa 35 srákar með flokkn um en alltaf er pláss fyrir nýja drengi. Þjálfarar eru Sveinbjörn Sig - urðsson, Þorkell Magnússon og Ísak Rafnsson. Gullhelgi hjá ungu strákunum í FH Glæsilegur hópur drengja sem æfa handbolta með 6. flokki FH. L j ó s m . : G u ð n i G í s l a s o n L j ó s m . : G u ð n i G í s l a s o n Hlíf ályktar um persónuafslátt Vill meiri hækkun per - sónuaf sláttar Stjórn Verka lýðs félagsins Hlífar telur að sú hækkun per - sónu afsláttar sem stjórnvöld boða á næstu þremur árum sé langt frá því að vera nægjanleg til að gera lágmarkslaun verka - lýðs félag anna lífvænleg. Segir í ályktun frá stjórninni að tekju trygg ing verkafólks sem í dag er 145 þúsund krón - ur á mánuði sé það lág að hún dugi ekki fyrir eðlilegri fram - færslu einstaklings. Augljóst sé að uppgangur og efnahagsbati í íslensku efnahagslífi hafi farið til annara en láglauna - fólksins í landinu. Úr þessu verði stjórnvöld að bæta með því að hætta að skatt leggja lægstu launin og sjá til þess að skattleysismörk tekjuskatts verði aldrei lægri en umsamin tekjutryggingg verka lýðsfélaganna hverju sinni. Skautadeild VÍH Vetraríþróttafélag Hafnar - fjarð ar óskar eftir fólki sem hefur áhuga á að stofna skauta - deild. Í tilkynningu frá félag - inu segir að mikil umræða hafi verið í bæj ar kerfinu um bygg - ingu skauta húss í Hafnarfirði og velt er upp þeirri hugmynd að nota nám una í Hamranesi og nefnt að þar mætti setja upp skíðabraut með tilbúnum snjó. Þeir sem hafa áhuga á að vera með í stofnun skauta - deildar hafi samband við vih@internet.is Ertu stíf(ur)? Heilsunudd og verkjameðferð Upplýsingar og pantanir í síma 699 0858 Erlendur M. Magnússon, heilsunuddari Bæjarhrauni 2, 2.h

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.