Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 19.03.2008, Blaðsíða 7

Fjarðarpósturinn - 19.03.2008, Blaðsíða 7
Haukastúlkur eru komnar í erf - iða stöðu í undanúrslitaviður - eign inni gegn Keflavík í körfu - bolta, hafa tapað fyrstu tveimur leikjunum. Haukastúlkurnar voru heldur sterkari í byrjun og leiddu í hálfleik, 50-48 en þá tóku þær keflvísku völdin á vellinum og komust yfir og héldu yfirhöndinni allan leikinn sem lauk með sigri Keflavíkur 96-85. Þriðji leikurinn verður í kvöld í Keflavík kl. 19.15 og Haukar verða að vinna ætli þeir að eiga mögu leika. Úrslit: Handbolti Karlar: Haukar - HK: 30-25 Haukar 2 - ÍR: 27-31 FH - Víkingur: 28-28 Haukar 2 - Grótta: 21-24 Konur: Akureyri - Haukar: 29-32 Fylkir - FH: 17-19 Körfubolti Konur: Keflavík - Haukar: 94-89 Haukar - Keflavík: 85-96 Karlar: Haukar - FSu: 81-104 KFÍ - Haukar: 85-86 Næstu leikir: Körfubolti 19. mars kl. 19.15, Selfoss FSu - Haukar (úrslitakeppni karla) 19. mars kl. 19.15, Keflavík Keflavík - Haukar (úrslitakeppni kvenna) 22. mars kl. 14, Ásvellir Haukar - FSu (úrslitakeppni karla) www.fjardarposturinn.is 7Miðvikudagur 19. mars 2008 Íþróttir Gerður Hannesdóttir • 865 4052 • 565 1045 • ghmg@simnet.is NÝR LÍFSSTÍLL — þyngdarstjórnun • ráðgjöf Fríar prufur Körfubolti karla Haukar komust í úrslitakeppnina Karlalið Hauka í körfubolta endaði í 5. sæti í 1. deildinni, lið - ið vann 10 leiki og tapaði 8 leikj - um og endaði með 20 stig, jafn - mörg og Ármann/Þróttur en með lakara stigahlutfall. Haukar er því síðasta liðið inn í úr slitakeppnina en lið í 2.-5. sæti keppa um að komast upp í úrvalsdeild en efsta liðið, Breiða - blik flyst sjálfkrafa upp. Tæpara mátti ekki standa því Haukar sigruðu KFÍ í síðasta leik með einu stigi, Sveinn Ómar Sveins - son skoraði sigurkörfuna þegar 9 sekúndur voru eftir af leiknum. Hefðu Haukar tapað hefði KFÍ farið í úrslitakeppnina. 1. Breiðablik 18 17 1 34 2. FSu 18 14 4 28 3. Valur 18 13 5 26 4. Ármann./Þróttur 18 10 8 20 5. Haukar 18 10 8 20 6. KFÍ 18 8 10 16 7. Þór Þorl. 18 8 10 16 8. Höttur 18 5 13 10 9. Reynir S 18 3 15 6 10. Þróttur Vogum 18 2 16 4 Fyrsti leikurinn er í kvöld kl. 19.15 á Selfossi. Pylsubarinn Hafnarfirði óskar eftir starfsfólki í kvöld- og helgarvinnu Aldurslágmark 17-18 ára Upplýsingar gefur Dóra í síma 895 0014 Hvers vegna að stofna kvenna - hreyfingu á 21. öld? Var ekki nóg að hafa rauðsokkurnar og mussu - kerlingarnar á síðustu öld. Halda konur ennþá að það sé verið að kúga þær? Þvílík en - demis vitleysa. Jafnrétt - is áætlanir ríkis, sveita - félaga og einka fyrir - tækja taka á þessum jafn réttismálum á vinnu markaði. Hvers vegna finnst konum að þær þurfi að stofna kvenna hreyfingu? Eru ekki konur búnar að hafa kosningarétt í 90 ár og þar með getað kosið konur? Eru ekki 50 ár síðan konur voru kosnar í bæjarstjórn hér í Hafn - arfirði og nægur tími til að koma konum og kvenfrelsismálum á kopp? Hvað er málið? Kvennahreyfing Samfylkingarinnar Haustið 2005 var stofnuð kvenna hreyfing innan sam - fylking ar innar til að styðja við bak ið og efla tengslanet kvenna. Það verður að segjast alveg eins og er að hlutur kvenna er ekki sá sami og karla alveg sama hvernig á það er litið. Konur eru færri í pólitík. Konur eru færri í nefndum og ráðum á vegum þess opin - bera. Konur eru færri í stjórn fyr - ir tækja. Konur eru með lægri laun en karlar. Ekki leyfa okkur það að hugsa að þær hafi jafnan mögu - leika. Nei, því tengslanet karla hefur í gegnum tíðina verið sterk - ara en tengslanet kvenna. Þegar jafnræði verður komið þar á þurf - um við ekki kvennahreyfingu. Stofnun kvennahreyfingar í Hafnarfirði Það er í sjálfu sér eðlilegasti hlutur í heimi að fyrsta kvenna - hreyfing Samfylkingarinnar á sveitastjórnarstigi sé stofn uð í Hafnarfirði, stærsta vígi Sam fylk - ing ar innar. Konur hafa það ekkert verr í Hafn ar firði en annarsstaðar, heldur eru hér öflugar kon ur með mikin baráttu anda fyrir jafn rétti og kvenfrelsi. Sjórnar konur í Sam - fylkingunni í Hafn ar firði lögðu það fyrir á stjórnar fundi í okt. s.l. að hefja undir búning að stofnun kvennaheyf - ingar auk mín voru í hópn um Ásta María Björns dóttir og Val - gerð ur Hall dórsdóttir. Skemmst er frá sagt að stofn fundur var haldinn 8. mars á alþjóðlegum baráttudegi kvenna og þótti það vel við hæfi. Hvað gerir kvennahreyfing? Hreyfingin á að vera vetvangur fyrir konur að koma sínum málum og hugarefnum á framfæri. Hún á að vera bakland fyrir konur og tengslanet þar sem hægt er að sækja styrk og hjálp í hinum ólíku málum sem upp kunna að koma í pólitík og fyrir utan pólitík. Hún á að vera vettvangur fyrir kon ur að koma og starfa með Sam fylkingunni og það sýndi sig stax á stofnfundinum að nýjar kon ur komu til starfa og við endur heimtum líka gamla baráttu - jaxla og er það vel. Það er því vel við hæfi að enda þessa grein á því að svara upphafsspurningunni. Þurfum við kvennahreyfingu? Játandi. Á meðan staðan er sú að við verðum að berjast fyrir því að halda jafnræði meðal karla og kvenna þá þurfum við kvenna - hreyfingu. Látum kvenorkuna flæða okkur öllum til handa. Aðalfundur kvennahreyfingar sam fylkingarinnar á landsvísu verður haldinn á Hótel Örk 11.- 12. apríl n.k. Þangað eru nýir félag ar velkomnir en einnig vil ég benda konum á að hægt er að hafa sam band við hafnfirsku hreyf - inguna og skrá sig á póstlista. kvenna hreyfing@gmail.com Lifið heil. Höfundur er bæjarfulltrúi. Guðfinna Guðmundsdóttir Kvennahreyfing, af hverju? Minningarsjóður Helgu Jónas - dóttur og Bjarna Snæbjörns - sonar, læknis var stofnaður til að veita styrki till starfsemi á vegum einstaklinga, samtaka, fyrirtækja og opinberra aðila sem veita börn um, sem eiga við erfiðleika að etja vegna fötlunar, sjúkdóma eða félagslegra aðstæðna, þjón - ustu og aðstoð. Sú hefð hefur skapast að úthlut un styrkja úr Minningar - sjóði Helgu og Bjarna fari fram við hátíðlega athöfn á afmælis - degi Bjarna læknis 8. mars ár hvert og jafnan í Hásölum. Að þessu sinni var úthlutað styrkj um í þriðja sinn úr sjóðnum, alls þrír styrkir og allir að upphæð tvöhundruð þúsund krónur. Handverksdeild Fjölsmiðj unn - ar hlaut styrk til kaupa á út - saums vél og Rífandi gangi ehf var úthlutað styrk til kaupa á reið tygjum til að gera börnum kleift að sitja hesta af meira öryggi en ella, en fyrirtækið sinnir m.a. börnum með þroska - frávik. Loks fékk barna-sjúkra - þjálfun Sjúkraþjálfarns ehf styrk til kaupa á lítilli göngugrind og barnavinnustól. Veitt úr minningarsjóði Bjarna og Helgu Styrkþegar með sjóðstjórn við úthlutunina. Erfiður róður hjá Haukum í körfunni Töpuðu öðrum undanúrslitaleiknum gegn Keflavík L j ó s m . : G u ð n i G í s l a s o n Sara Björk Gunnarsdóttir, 17 ára leikmaður Hauka stóð sig frá bærlega í sínum fyrsta byrj - unar landsleik með A-landsliði kvenna í knattspyrnu á æfinga - móti í Portúgal á dögunum og skor aði sitt fyrsta mark með lands liðinu í leik Íslands og Ír - lands. Forsvarsmenn Hauka tóku vel á móti Söru Björk þegar hún kom til landsins á föstudag og var henni færður blómvöndur á Ásvöllum af því tilefni. Sara Björk hefur æft og spilað með Haukum frá unga aldri og er hún eini leikmaður landsliðsins sem ekki spilar með liði í efstu deild. Haukar eru í 1. deildinni og er það markmið Söru Bjarkar og liðsins alls að koma Hauk - unum upp í efstu deild í sumar. Sara Björk hefur hlotið einka - þjálfun í vetur hjá Haukum eftir að félagið fékk styrk til þess verkefnis í afrekskvennasjóði ÍSÍ og Glitnis í haust. Hún tekur stöðugum og miklum framförum og verður gaman að fylgjast með frek ari afrekum hennar á knatt - spyrnu vellinum í sumar. Söru Björk fagnað á Ásvöllum eftir landsleik í Portúgal Rósa Guðbjartsdóttir, formaður knattspyrnudeildar Hauka og Kristján Ómar Björnsson, einka þjálfari Söru Bjarkar óskuðu henni til hamingju með fyrsta markið með A-landsliði kvenna

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.