Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 05.06.2008, Blaðsíða 2

Fjarðarpósturinn - 05.06.2008, Blaðsíða 2
Fuglaskoðun í Fuglagarðinum Um helgina munu Fuglavernd og Skóg ræktarfélag Hafnarfjarðar standa fyrir kynningu á öllu því sem við kemur fuglagarðinum í bækistöðvum Skóg - ræktar félagsins, Selinu, við Kaldár - selsveg. Boðið verður upp á fuglaskoðunar - ferðir með leiðsögn um Höfðaskóg kl. 10.15 bæði laugardag og sunnudag. Leiðsögumenn verða Einar Ó. Þor - leifsson og Steinar Björgvinsson. Fuglavernd mun kynna og bjóða til sölu fuglahús, sem sérhönnuð eru fyrir fuglategundir sem finnast hér - lendis eins og skógarþröst, svart - þröst, maríuerlu, stara og músarrindil. Einnig verður til sölu árekstravörn, á rúður er fuglum hættir til að fljúga á, sem er sérhannaður límmiði með fálka mynd. Skógræktarfélag Hafnarfjarðar og Gróðrarstöðin Þöll, sem félagið rekur, munu kynna heppilegar tegundir trjáa og runna sem hafa gildi fyrir garðfugla, t.d. hlíðaramal, ylli og ýmsar rifs- og reynitegundir. Ítölsk stemmning í Hafnarborg í kvöld kl. átta Enn fögnum við afmælinu, nú með ítölskum aríum og dúettum eftir Donizetti, Puccini og Verdi á tónleikum í Hafnarborg í kvöld kl. 20. Flytjendur eru Hlöðver Sigurðsson tenór, Þórunn Marinósdóttir sópran og Antonía Hevesi píanó. Öll eru þau sprenglærðir tónlistarmenn, Hlöðver á Siglufirði, í London og í Salzburg, Þór - unn í Reykjavík, í Salzburg og á Ítalíu og Antonía í Búdabest og í Austurríki. Allt eru þetta afbragðs tónlistarmenn og verður örugglega létt yfir tónleikunum og í anda afmælisins er að sjálfsögðu frítt inn. 2 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 5. júní 2008 Útgefandi: Keilir ehf. útgáfufélag, kt. 480307-0380 Fjarðarpósturinn, Bæjarhrauni 2, 220 Hafnarfirði Vinnsla: Hönnunarhúsið ehf., umbrot@fjardarposturinn.is Ritstjóri og ábm.: Guðni Gíslason Ritstjórn: 565 4513, 896 4613, ritstjorn@fjardarposturinn.is Auglýsingar: 565 3066, auglysingar@fjardarposturinn.is Prentun: Steinmark ehf. Dreifing: Íslandspóstur ISSN 1670-4169 – Vefútgáfa: ISSN 1670-4193 www.fjardarposturinn.is Stærsta hátíð Hafnarfjarðar um langan tíma var um helgina. Einstaka Hafnfirðingu missti af hátíðinni og verður að bíða a.m.k. 50 ár eftir annarri jafn hátíðlegri. Við eigum eftir að fá timburmenn, borga alla reikningana en ég held bara að hún hafi verið vel þess virði. Við eigum auðvelt að réttláta fjárútlát í steinsteypu svo það ætti ekki að vera erfitt að réttlæta útlát til upplyftingar og menningaraukandi atburðar eins og afmælishátíðin er búin að vera. Í mínum huga stendur upp úr að upplifa Hafnfirðinga taka þátt, ganga um miðbæinn spjalla og smakka. Kaka og kaffi og bros á vör hefur hingað til dugað þegar gesti ber að garði og það gerði það svo sannarlega núna. Þeir fjölmörgu gestir sem lögðu leið sína til Hafnarfjarðar virtust njóta sín vel og við bæjarbúar glöddumst yfir góðum gestum og nutum okkur vel í boðinu. Gaman var að sjá að það þarf ekki alltaf stórt svið og dýra skemmtikrafta til að draga fólk í miðbæinn. Það sannaðist líka á sjómannadaginn, sem bar upp á afmælisdaginn, að áhuginn fyrir honum er gríðarlegur. Um 1000 manns fóru í siglingu, þúsundir fengu að smakka á glæsilegum fiskréttum sem fyrirtækið Festi gaf af miklum rausnarskap og fólkið lét ekki rokið á höfninni trufla sig. Reyndar er það með svona hátíðir sem standa yfir í nokkra daga að fjölbreytnin er mikilvæg og þessi hátíð var svo sannarlega fjölbreytt. Glæsilegir tónleikar á Víðstaðatúni, í kirkjum bæjarins, að Ásvöllum og í Hafnarborg, barna- og unglingadagskrá á Thorsplani, fjöl - skylduvæn dagskrá í Hellisgerði, listamenn höfðu opiðn og svona mætti lengi telja. Ekki var nokkur möguleiki á að fylgjast með öllu, svo margt var um að vera. Við Hafnfirðingar getum verið stoltir af afmælishátíðinni og ég get ekki betur heyrt en almenn ánægja sé með hana og veðrið lék við okkur - eins og ég hafði lofað hér í blaðinu. Ég ætla rétt að vona að 17. júní hátíðarhöldin verði ekki áhorfendahátíð framan við eitt svið. Lærum af reynslunni og notum alla Strandgötuna með mörgum uppákomum enda er Thorsplanið hvort eð er allt of lítið eitt sér. Höldum hátíðir í miðbænum, felum þær ekki úti á Víðistaðatúni. Við þurfum að nota miðbæinn ef við viljum eiga lifandi miðbæ. Guðni Gíslason www.hafnarfjardarkirkja.is Sunnudagur 8. júní kl. 11 Flutt verður messa nr. 7 í B dúr, „Kleine Orgelmesse“, eftir Josef Haydn Flytjendur: Barbörukórinn í Hafnarfirði auk Kammersveitar Hafnarfjarðarkirkju sem Júlíana Elín Kjartansdóttir, fiðluleikari leiðir. Einsöngvari: Þóra Björnsdóttir. Stjórnandi og orgelleikari: Guðmundur Sigurðsson. Prestur: sr. Þórhallur Heimisson. Messan var samin um 1770 fyrir kapelluna í Eisenstadt í Austurríki og hefur allar götur síðan notið mikilla vinsælda. Hún hentar einkar vel til flutnings í helgihaldi þar sem kaflar hennar eru fremur stuttir - og afar áheyrilegir. Messan endurspeglar þá hefð kirkna á meginlandinu, ekki síst Austurríkis og Vínarborgar, að flytja fasta messuliði sem sérstök tónverk eftir tónskáld samtímans. Messuliðina flytja kór, einsöngvarar og hljómsveit. Allir velkomnir Víðistaðakirkja Sunnudagur 8. júní Helgistund á sumarkvöldi kl. 20 Kór Víðistaðasóknar syngur létta söngva undir stjórn Arngerðar Maríu Árnadóttur. www.vidistadakirkja.is Allir velkomnir! Bragi J. Ingibergsson, sóknarprestur Rakel 869 7090 • Sindri 861 7080 • www.kolbrunrakel.is Næring + Hreyfing + Fræðsla = Árangur Sjálfstæðir dreifingaraðilarHERBALIFE Fékkstu gefins DVD disk? Öll heimili eiga nú að hafa fengið inn um lúguna DVD disk með gömlum og nýjum myndum úr Hafnarfirði. Er þetta gjöf frá Hafnarfjarðarbæ. Ef ekki hefur borist diskur á þitt heimili getur þú nálgast disk í þjónustuveri Hafnarfjarðar - bæjar í ráðhúsinu. Of mikið rok fyrir siglingamenn Siglingamóti Þyts sem halda átti á sjómannadaginn var aflýst vegna of mikils vinds. Þyts - félagar létu það ekki á sig fá og héldu á sjó og æfðu sig í braut - inni sem var innan hafnar - svæðisins. Margir hafa þó orðið þreyttir eftir þá þolraun því fjölmargir bátanna ultu, sumir oft en oftast náðu siglingamennirnir sem voru einir á bátunum að koma þeim á réttan kjöl og sigla áfram. Litlu munaði þó að illa færi er aðstoðarfólk á gúmmíbát voru að aðstoða einn bátinn. Vindurinn náði í seglið sem lá á sjónum og hvolfdi því yfir einn sem var um borð í gúmmbátunum og bát - urinn sjálfur hvolfdist yfir gúmmí bátinn. Ekki virtist þó neinn hafa meiðst við óhappið og var báturinn dreginn að bryggju. Ungur sjómaður á fullri ferð og á réttum kili. Seglbáturinn að hvolfast yfir gúmmíbátinn. L j ó s m . : G u ð n i G í s l a s o n L j ó s m . : G u ð n i G í s l a s o n

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.