Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 05.06.2008, Blaðsíða 3

Fjarðarpósturinn - 05.06.2008, Blaðsíða 3
Það er ekki með nokkru móti hægt að minnast allra þeirra menningarviðburða sem boðið var upp á í tengslum við afmæli Hafnarfjarðarbæjar. Sýningar voru opnar, tónleikar voru haldnir, börn tóku virkan þátt og bæjarbúar nutu þess að vera til, ganga um miðbæinn og hitta mann og annnan. Meðfylgjandi myndir sýna aðeins líðið brot: www.fjardarposturinn.is 3Fimmtudagur 5. júní 2008 www.flensborg. is Innritun grunnskólanemenda í fjarnám í Flensborgarskólanum á haustönn 2008 verður dagana 9.-13. júni á skrifstofu skólans kl. 9:00 - 14:30 alla dagana. Fjarnám fyrir nemendur í 10. bekk grunnskólanna Nemendur þurfa að fylla út umsóknareyðublað og staðfesta umsóknina með greiðslu innritunargjalds kr. 4.250-. Umsóknareyðublað er að finna á vef skólans. Eftirtaldir áfangar eru í boði: DAN 152, ENS 103, ÍSL 103 og STÆ 103. Skilyrði fyrir innritun er að nemandi hafi lokið sam ræmdu prófi í viðkomandi námsgrein við lok 9. bekkjar grunnskólans. Innritun nemenda úr 10. bekk á íþróttaafrekssvið Flensborgarskólans fer fram í ágúst í samvinnu við viðkomandi íþróttafélög eða einstaka deildir þeirra. Allar nánari upplýsingar er að finna á vef skólans www.flensborg.is. Sérstaklega er bent á Skólanámskrá skólans og Námsvísi úr skólanámskrá. Upplýsingar eru einnig veittar í netfanginu flensborg@flensborg.is, síma 550 400 eða á skrifstofu skólans. Skólameistari Gámaþjónustan sem er með öfluga starfsemi í Hafnarfirði færði Hafnarfjarðarbæ vandaðan bekk og ruslastamp í tilefni af 100 ára afmæli bæjarins. Verður bekknum og stampinum komið fyrir á Vesturhamrinum við Hellubraut. Gjöfin var afhent framan við nýsteinað ráðhúsið sl. fimmtudag. 100 ára afmæli Hafnarfjarðarkaupstaðar Gámaþjónustan gaf bekk og ruslastamp F.v.: Björn Bogeskov Hilmarsson, Guðmundur R. Árnason, Anna Sig - urborg Ólafsdóttir, Ishmael R. David, Helga Stefánsdóttir, Jón Ísaks - son, Lúðvík Geirsson, Elías Ólafsson, Sveinn Hannesson og Guð - mund ur R. Ólafsson. Jón, Elías og Sveinn eru frá Gámaþjónustunni. L j ó s m . : G u ð n i G í s l a s o n Bæjarskáld okkar Hafn firð - inga, Hörð ur Zóphaníasson flutti hug vekju í guðsþjónustu í Frí - kirkjunni á sunnudaginn og hann hóf mál sitt á þessum orðum: Daginn ég þakka Drottinn minn, daginn sem gengur í bæinn inn, sem aldar afmæli fagnar. Nú horft er til baka um hundrað ár á hafnfirska veröld, bros og tár, um leiðir ljóða og sagnar. Hljóðlát við göngum í guðshús inn, gleðina ólga í huga mér finn, bærinn minn blómstrandi fagur. Frjálslega blakta fánar við hún, Fagnandi Hamarinn léttur á brún. Þetta er dýrðlegur dagur. Hann lauk orðum sínum á eftirfarandi orðum: Við eigum fallegan bæ. Við eigum mannvænt bæjar - félag. Við eigum skyldur að rækja við það og framtíðina. Leiðin til betri framtíðar ligg ur á brattann. Góð verk má bæta, fallegan bæ má fegra, allt af má sækja fram og ná betri árangri. Þarna liggja skyldur okkar við Hafnarfjörð. Þær verðum við og skulum rækja með sæmd. Við megum aldrei sofa á verð - inum. Verkefnin bíða og framtíðin kallar. Það sjáum við glöggt í dag, þegar við skyggnumst um á aldarafmæli Hafnarfjarðar - kaupstaðar. Enn og aftur Hafnfirðingar: Til hamingju með daginn. Guð blessi Hafnarfjörð um ókomnar aldir. Frjálslega blakta fánar við hún Orð Harðar Zóphaníassonar á afmælisdegi Hafnarfjarðarbæjar. L j ó s m . : G u ð n i G í s l a s o n Svipmyndir frá afmælishátíð Skyldi ég þekkja einhvern þarna? Óvart í vatnið fyrst en svo á bleyjunni glaður. Bílar nýrra og gamalla tíma „mæ tast“. Gríðarleg hrifning var með djasstónleika Björns Thor og félaga þar sem m.a. Ragnheiður Gröndal söng og Hjörleifur Valsson spilaði. L j ó s m y n d i r : G u ð n i G í s l a s o n

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.