Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 05.06.2008, Blaðsíða 4

Fjarðarpósturinn - 05.06.2008, Blaðsíða 4
4 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 5. júní 2008 Auglýsing í Fjarðarpóstinum borgar sig! Auglýsingasíminn er 565 3066 Nú þegar slippurinn á Drafnar - svæðinu er á brott, þá er eðlilegt að spyrja hvað eigi að koma í staðinn. Þarna er einnig gamalt frystihús sem ekki er lengur í notk un. Fyrir er bygging siglinga - klúbbsins Þyts. Það liggur ljóst fyrir að breikka þarf Strand götuna á þessu svæði og það þarf að fjölga bílastæðum vegna þeirrar starfsemi sem fram fer í Drafn - arhúsi. Mér finnst eðli - legt að þarna verði að mestu leiti opið svæði sem höfði til ferða - manna jafnt erlendra sem innlendra og Hafn - firðinga sjálfra. Vel hefur tekist til með frágang á gangbrautinni frá gömlu höfn - inni og að slippnum. Best færi á því að sú gangbraut haldi áfram suður að Fornubúðum. Á svæð - inu mætti gera ráð fyrir hafnar - tengdri starfsemi eins og t.d. fiskmarkaði, litlum veitingahús - um og byggingum tengdum smá - bátahöfninni. Ljóst er að bærinn þarf að kaupa lóðir af lóðar - eigendum og handhöfum bygg - ingarréttar, ef hann er fyrir hendi, en það ætti ekki að vera of stór biti í háls fyrir öflugt bæjarfélag eins og Hafnarfjörð. Og hvað með deiliskipulag fyrir þetta svæði? Hvernig er því varið? Ég hef engar spurnir að því. Bærinn ræður auk þess enn yfir nægu landi til þess að láta í té verð mætar lóðir í stað þeirra sem á þessu svæði eru nú. Þær hugmyndir sem heyrst hafa um bygg - ingu íbúðarhúsnæðis (fjölbýlisblokkir) í ætt við bygg ingar á Norður bakk - anum á þessu svæði, væru enn eitt skipu lags slysið í okkar ástkæru heima byggð. Nóg er af slíku kom ið. Ég skora á bæjarstjórn að koma í veg fyrir slíkt og láta skipu leggja þetta svæði í átt við það sem hér að ofan hefur verið lagt til. Höfundur er fv. flugumferðarstjóri. Byggð á hafnarsvæðinu Hermann Þórðarson Nú hillir undir að reglur verði settar um markaðssókn á vörum og þjónustu sem beinist að börnum og unglingum. Regl - urnar eru hugsaðar sem viðbót við gildandi lög og reglur - sem leiðbeinandi reglur, lagðar fram af talsmanni neytenda og um - boðsmanni barna, en unnar í nánu samráði við aðila á markaði, almannasamtök, stofn - anir og sérfræðinga. Undanfarin misseri hefur verið unnið mark - visst að því að skapa umgjörð utan um verkefnið, sem kallast Neytendavernd barna. „Verkefni þetta er til komið vegna fjölmargra athugasemda um að brýnt sé að tekið verði á sívaxandi markaðsáreiti sem bein ist að börnum,“ segir Mar - grét María Sigurðardóttir, um - boðsmaður barna. Hún bætir við að stefnt sé að því með þessu verkefni að ná samhljómi meðal sem flestra hagsmunaaðila um aukna neytendavernd gagnvart börnum. Ítarlegar reglur á flestum sviðum Meðal helstu atriða eru ákvæði um Almenna markaðssókn þar sem teknar eru fyrir reglur er varða almenna markaðssókn sem beint er að börnum, sem og markpóst og söfnunarleiki. Þá er liður sem fjallar um jákvæða líkamsímynd og hollustu. Þessu til viðbótar eru lagðar fram reglur um markaðssókn á fjármálaþjónustu, meðal annars þeirri þjónustu sem bankar veita börnum og unglingum, happ - drætti og fjárhættuspilum og hvers konar söfnunarkortum. Þá eru flokkarnir kyn ferðis legt efni, sjónvarpsefni, kvik myndir og annað stafrænt efni fyrir börn og loks er yfirgripsmikill flokkur sem nefnist skólar og æsku - lýðsstarfsemi sem tekur á tak - mörkun á markaðssókn í skólum og æskulýðsstofnunum. Aukin neytenda vernd barna í burðarliðnum L j ó s m . : G u ð n i G í s l a s o n Bæjarstjóri hitti fimm f.v. bæjarstjóra á hátíðarkvöldverði Bæjarstjóri, Lúðvík Geirsson (l.t.h.) ásamt fimm fv. bæjarstjórum (f.v.) Stefáni Gunnlaugssyni, Kristni Ó. Guðmundssyni, Einari Inga Halldórssyni, Ingvari Viktorssyni og Magnúsi Gunnarssyni. Fimm fv. bæjarstjórar þáðu boð bæjarstjórnar og voru gestir á hátíðarsamkomu í Hafnarborg og í hátíðarkvöldverði í Frí - múrara húsinu á afmælisdegi Hafnar fjarðarkaupstaðar þar sem forseti Íslands, ráðherrar og fulltrúar margra sveitarfélaga voru einnig viðstaddir. L j ó s m . : G u ð n i G í s l a s o n Um 50 manna hópur íbúa á Höfn og Hjallabraut 33 héldu á þriðjudaginn í fimm daga ferð til Danmerku þar sem hápunktur ferðarinnar verður að setja minningarskjöld til heiðurs Bjarna riddara Sivertsen í kirkjugarðinum við Lyngby kirke. Vafi hafði leikið á hvar Bjarni var jarðaður og sléttað hafði verið yfir kirkjugarðinn svo nákvæmur grafreitur er óþekktur. Skjöldurinn er með texta á dönsku og íslensku og á honum stendur: Í þessum kirkjugarði hvílir Íslendingurinn Bjarni Sivertsen, f. 6. apríl 1763, d. 13. júlí 1833. Riddari af Dannebrog. Bjarni var brautriðjandi í skipasmíðum, útgerð og verslun. hann var því nefndur „Faðir Hafnarfjarðar“. Á 100 ára afmæli Hafnarfjarðar, Íslandi, Íslandi, 1. júní 2008 votta Hafnfirðingar Bjarna riddara virðingu og þökk. Hópurinn hélt til Billund á Jótlandi og þaðan til Vejle og var farið í Lególand í gær og Esbjerg og Ribe en í dag tekur bæjarstjórnin í Vejle á móti hópnum þar sem hann skoðar m.a. safn H. C. Andersen. Á morgun heldur hópurinn á slóðir Jónasar Hallgrímssonar og fer í Tívolí og koma öldungarnir heim á sunnudag. Aldraðir heiðra minningu Bjarna Sivertsen í Danmörku Setja minningarskjöld við Lyngbæjarkirkju Eldhress hópurinn að leggja af stað frá Höfn. L j ó s m . : G u ð n i G í s l a s o n

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.