Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 05.06.2008, Blaðsíða 11

Fjarðarpósturinn - 05.06.2008, Blaðsíða 11
Í lok maí stóð forvarnarnefnd Hafnarfjarðar fyrir könnun með al sölustaða tóbaks í Hafn - arfirði. Í 53% tilfella gátu ungl - ing arnir keypt tóbak. Af 19 sölustöðum seldu 10 staðir ungl - ingunum tóbak í árlegri könnun sem forvarnarnefnd Hafnar - fjarð ar gerði í lok maí. Tveir 15 ára unglingar úr 10. bekk fóru á sölustaði undir eftir - liti starfsmanna Hafnar fjarðar - bæjar. Í fyrra voru alls 25 sölu - staðir tóbaks aðgengilegir börn - um en þeim hefur fækkað og eru 19 þegar könnunin var gerð. Ekki er farið inn á staði með vín veit - ingaleyfi þar sem tóbak er selt. Síðustu misseri hafa sölu aðil - ar sett sér stöðugt skýrari reglur sem tryggja að aldurstakmörk séu virt. Meirihluti sölustaða í Hafnarfirði hafa gert sérstakt samkomulag við forvarnanefnd sem miðar að því að leita allra leiða til að koma í veg fyrir sölu á tóbaki til barna. Síðast þegar fram fór könnun seldu 28% staða unglingum tóbak og því er ljóst að kaupmenn þurfa að herða sig. Frekari upplýsingar úr könn - uninni eru sendar Heilbrigðis - eftirliti Kópavogs- og Hafnar - fjarðarsvæðisins þar sem unnið verður úr þeim eins og lög gera ráð fyrir. Búast má við því að þeir staðir sem selji börnum tóbak fái áminningu eða verði sviptir tóbakssöluleyfi eins og lög um tóbaksvarnir gera ráð fyrir. 90 94 61 65 76 56 53 43 68 62 59 53 % - 14 ára % - 16 ára/10. bekk 35 0 19 30 28 1 96 3 96 9 96 2 96 9 97 0 98 4 99 3 00 0 01 2 02 1 03 2 03 5 04 2 04 3 06 5 07 5 08 12 / 1 1/ 3 27 /9 4/ 12 1/ 9 15 /1 0 30 /4 16 /3 25 /1 0 7/ 2 22 /1 2/ 12 18 /0 5 13 /1 2 16 /3 14 /5 20 /5 Fimmtudagur 5. júní 2008 www.fjardarposturinn.is 11 GARÐAÚÐUN Nú er rétti tíminn til að úða garðinn gegn ormum og lúsum. Upplýsingar og pantanir í s. 899 0304, 565 0637 Reynir Sig. Heimaþjónustan í Hafnarfirði þjónar fjölmörgum bæjarbúum og gerir þeim kleyft að búa lengur á heimilum sínum en ella. Starfsfólk Heimaþjónustunnar hjálpar fólki til sjálfshjálpar, léttir fólki erfiðistu verkin auk þess að vera andleg næring í hversdagsleikanum. Starfsólk Heimaþjónustunnar fór nýlega í sínu árlegu vorferð. Það viðraði ekkert sérstaklega vel að morgni ferðadagsins, en eftir hádegi þegar farið var, hafði birt til og veðrið var hið ágætasta. Hefð er fyrir því að ferðin sé óvissuferð og í þetta sinn var ekið í átt að Krýsuvík og hverasvæðið skoðað. Þaðan var farið til Strandakirkju, þar sem við áðum við túngarðinn. Næsti viðkomustaður var Draugasetrið á Stokkseyri, en þar heyrðust bæði hræðsluóp og hlátrasköll frá ferðafólkinu. Þótti þetta hin besta skemmtun. Í sama húsi og Draugasetrið voru hinar ýmsu sýningar m.a. málverka - sýning Elfars Guðna og heppnin var með ferðalöngum því lista - maðurinn var á staðnum og sýndi þeim verkin. Eftir þessa and legu næringu var haldið áfram og til Hveragerðis á veitingastaðinn Café Kidda Rót þar sem allir fengu mat við sitt hæfi á sanngjörnu verði. Það var samdóma álit ferðamannanna að þetta hefði verið hin besta ferð og var skemmtinefndinni klapp - að lof í lófa. Hjálpandi starfsmenn sækja sér endurnæringu Starfsfólk Heimaþjónustunnar fóru suður um í sinni árlegu vorferð Hópurinn í Krýsuvík. Í síðustu viku var mikið fjör í eldhúsinu í Gamla Lækjarskóla þar sem rúmlega fjörutíu íslensk - ar konur og þátttakendur í íslensku námskeiði á vegum Jafnréttis húss elduðu saman íslenska kjöt súpu. Mikilvægur liður í íslensku kennslu á vegum Jafn réttishúss er að koma saman kon um af erlendum uppruna og íslensk um konum við hvers dags - legar athafnir til að hafa gaman af og ekki síst til að spjalla saman og brjóta þar með niður ýmsar samfélagshindranir. Íslensk kjötsúpa á íslenskunámskeiði Karlalið FH í knattspyrnu er komið á gamalkunnan stað, á topinn í úrvalsdeildinni eftir léttan 3-0 sigur á Grindavík á meðan Keflavík lá fyrir Þrótti, Reykjavík sem vann sinn fyrsta leik. FH er því eina taplausa liðið eftir 5 umferðir. Í 4. umferð sigraði lið FH lið KR samkvæmt bókinni og greinilegt að FH liðið hefur heljartak á þessu gamla stórveldi í fótboltanum. Báðir heimaleikir FH til þessa hafa verið mjög vel sóttir, tæplega tvöþúsund á fyrri leikinn og 2249 á seinni leikinn skv. leikskýrslu. FH-ingar á toppnum Heimaleikur við spræku nýliðana í Fjölni á sunnudag kl. 14 Tryggvi Guðmundsson á fullri ferð á móti KR. L j ó s m . : G u ð n i G í s l a s o n L j ó s m . : J . L o n g Atli Guðnason í návígi gegn Grindvíkingum. Kjötsúpunni var vel tekið. Aukning á sölu tóbaks til unglinga Ólögleg tóbakssala á 10 af 19 sölustöðum tóbaks í Hafnarfirði! Kannanir sem Hafnarfjarðarbær hefur gert frá 1996.

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.